Sjö tonn kæst hjá Hafliða Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 20. desember 2004 06:00 Helgi og skatan. Stuðst er við áratuga gamla kæsingaraðferð í Fiskbúð Hafliða. Afi Helga stofnaði fyrirtækið og fjórði ættliðurinn er þar við störf. Vísir/GVA "Hér ilmar allt af skötu," segir Helgi Helgason í Fiskbúð Hafliða og brosir. Hann er vanur lyktinni, sem sumir kalla fýlu, enda staðið í skötuverkun um árabil. Afi hans, Hafliði Baldvinsson, stofnaði fyrirtækið árið 1927 og eru Helgi og bróðir hans þriðji ættliðurinn í rekstrinum. Og fjórði ættliðurinn hóf störf fyrir áratug. Skötuverkunin er byggð á gömlum grunni og eins og gengur er aðferðin leyndarmál. "Hún kemur vestan úr Djúpi, þaðan sem afi er," segir Helgi og er ófáanlegur til að segja meira um hvernig málum er háttað, utan hvað mikilvægt er að skatan komist aldrei í snertingu við vökvann því þá vatnsúldnar hún sem vitaskuld er ómögulegt. Þó dregst upp úr honum að kæsing standi í þrjá mánuði. Helgi og félagar í Fiskbúð Hafliða kæsa heil sjö tonn af skötu þetta árið og segir hann nokkurn stíganda í neyslunni. "Þetta fer hægt og sígandi upp á við. Unga fólkið er ekkert voðalega hrifið fyrst en það er svo merkilegt að þetta lærist eins og annað." Sjálfur borðar Helgi skötuna af bestu lyst en lætur duga að gera það einu sinni á ári. "Þetta er bara hluti af jólunum og auðvitað fylgi ég straumnum. Ég gæti hins vegar ekki borðað hana oftar út af börnunum mínum," segir hann. Kröfur nútímans banna að skötunni sé skellt í fiskborð stórmarkaðanna eins og var og því er henni pakkað í loftþéttar umbúðir svo lyktin smitist ekki í aðrar vörur. Helgi fullyrðir að gæðin tapist ekki þó þannig sé að málum staðið, allt bragð sé á sínum stað. Annars gælir hann við að geta eldað skötuna fyrir fólk og komið henni haganlega fyrir í neytendavænum umbúðum þannig að hægt sé að stinga henni beint í örbylgjuna í mínútu eða svo til að hita upp. Væri það í takt við aðra þróun í matvælaframleiðslu þar sem stefnan er að spara neytendum vinnu í eldhúsinu. Stefnir hann á að bjóða skötuna með þessum hætti eftir ár eða tvö. Unga fólkið er margt hvert nútímalegt og ber skötuna fram með hvítlauk og steinselju en sjálfur borðar Helgi hana með vestfirskum hnoðmör uppá gamla mátann. Innlent Jólamatur Menning Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
"Hér ilmar allt af skötu," segir Helgi Helgason í Fiskbúð Hafliða og brosir. Hann er vanur lyktinni, sem sumir kalla fýlu, enda staðið í skötuverkun um árabil. Afi hans, Hafliði Baldvinsson, stofnaði fyrirtækið árið 1927 og eru Helgi og bróðir hans þriðji ættliðurinn í rekstrinum. Og fjórði ættliðurinn hóf störf fyrir áratug. Skötuverkunin er byggð á gömlum grunni og eins og gengur er aðferðin leyndarmál. "Hún kemur vestan úr Djúpi, þaðan sem afi er," segir Helgi og er ófáanlegur til að segja meira um hvernig málum er háttað, utan hvað mikilvægt er að skatan komist aldrei í snertingu við vökvann því þá vatnsúldnar hún sem vitaskuld er ómögulegt. Þó dregst upp úr honum að kæsing standi í þrjá mánuði. Helgi og félagar í Fiskbúð Hafliða kæsa heil sjö tonn af skötu þetta árið og segir hann nokkurn stíganda í neyslunni. "Þetta fer hægt og sígandi upp á við. Unga fólkið er ekkert voðalega hrifið fyrst en það er svo merkilegt að þetta lærist eins og annað." Sjálfur borðar Helgi skötuna af bestu lyst en lætur duga að gera það einu sinni á ári. "Þetta er bara hluti af jólunum og auðvitað fylgi ég straumnum. Ég gæti hins vegar ekki borðað hana oftar út af börnunum mínum," segir hann. Kröfur nútímans banna að skötunni sé skellt í fiskborð stórmarkaðanna eins og var og því er henni pakkað í loftþéttar umbúðir svo lyktin smitist ekki í aðrar vörur. Helgi fullyrðir að gæðin tapist ekki þó þannig sé að málum staðið, allt bragð sé á sínum stað. Annars gælir hann við að geta eldað skötuna fyrir fólk og komið henni haganlega fyrir í neytendavænum umbúðum þannig að hægt sé að stinga henni beint í örbylgjuna í mínútu eða svo til að hita upp. Væri það í takt við aðra þróun í matvælaframleiðslu þar sem stefnan er að spara neytendum vinnu í eldhúsinu. Stefnir hann á að bjóða skötuna með þessum hætti eftir ár eða tvö. Unga fólkið er margt hvert nútímalegt og ber skötuna fram með hvítlauk og steinselju en sjálfur borðar Helgi hana með vestfirskum hnoðmör uppá gamla mátann.
Innlent Jólamatur Menning Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira