Allt gjafasæði keypt frá Danmörku 17. desember 2004 00:01 Allt gjafasæði sem notað er til tæknifrjóvgunar hér á landi er keypt inn frá dönskum sæðisbaka, að sögn Þórðar Óskarssonar læknis á tæknifrjóvgunardeild Art Medica í Kópavogi. Umræða hefur verið í gangi um tæknifrjóvgun í kjölfar ákvörðunar forráðamanna Art Medica um að greiða hérlendum konum fyrir egg til frjóvgunar. Hvað varðar öflun sæðis er það með öðrum hætti. "Við kaupum inn allt gjafasæði frá þessum danska banka," sagði Þórður. "Við þekkjum hvernig hann vinnur og treystum sýnum hans. Það er mjög hagkvæmt að gera þetta með þessum hætti, auk þess sem enginn sæðisbanki er til hér á landi, þar sem sæðið gæti verið tilbúið þegar á þyrfti að halda." Spurður um verð á einingu sæðis, kominni hingað til lands sagði Þórður að skammturinn væri á bilinu 12 - 14.000 krónur. Veriðið gæti þó verið meira ef um magnafslátt væri að ræða. Þá ætti eftir að falla til kostnaður við meðferðina sjálfa, það er að koma sæðisfrumunum fyrir, fylgjast með egglosi og fleira. Þórður sagði að vel væri hægt, tæknilega séð að karlmönnum hér og frjóvga egg konu með því. "Þá verður að koma beiðni frá viðkomandi pari, um að það kjósi íslenskan gjafa. Ef til vill myndu þau vilja einhvern ákveðinn gjafa, sem er alveg heimilt. En þá yrðum við að tala við hann og rannsaka hann. Hann yrði að undirgangast prufur og skila inn sýni, sem við yrðum að geyma í hálft ár. Að því liðnu yrðum við að endurtaka allar rannsóknir á honum aftur. Við yrðum að vinna eftir nákvæmlega sömu reglum og gilda í sæðisbankanum sem við verslum við. Það myndi tefja meðferðina um hálft ár ef þessi leið væri farin, en vissulega er hún heimil." Þórður sagði að gera mætti ráð fyrir að til yrðu 4 - 5 börn á ári með gjafasæði. Það hlutfall í blöndun þjóðarinnar sem væri tilkomið með því væri því aðeins brotabrot af allri þeirri blöndun landsmanna við aðrar þjóðir. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Allt gjafasæði sem notað er til tæknifrjóvgunar hér á landi er keypt inn frá dönskum sæðisbaka, að sögn Þórðar Óskarssonar læknis á tæknifrjóvgunardeild Art Medica í Kópavogi. Umræða hefur verið í gangi um tæknifrjóvgun í kjölfar ákvörðunar forráðamanna Art Medica um að greiða hérlendum konum fyrir egg til frjóvgunar. Hvað varðar öflun sæðis er það með öðrum hætti. "Við kaupum inn allt gjafasæði frá þessum danska banka," sagði Þórður. "Við þekkjum hvernig hann vinnur og treystum sýnum hans. Það er mjög hagkvæmt að gera þetta með þessum hætti, auk þess sem enginn sæðisbanki er til hér á landi, þar sem sæðið gæti verið tilbúið þegar á þyrfti að halda." Spurður um verð á einingu sæðis, kominni hingað til lands sagði Þórður að skammturinn væri á bilinu 12 - 14.000 krónur. Veriðið gæti þó verið meira ef um magnafslátt væri að ræða. Þá ætti eftir að falla til kostnaður við meðferðina sjálfa, það er að koma sæðisfrumunum fyrir, fylgjast með egglosi og fleira. Þórður sagði að vel væri hægt, tæknilega séð að karlmönnum hér og frjóvga egg konu með því. "Þá verður að koma beiðni frá viðkomandi pari, um að það kjósi íslenskan gjafa. Ef til vill myndu þau vilja einhvern ákveðinn gjafa, sem er alveg heimilt. En þá yrðum við að tala við hann og rannsaka hann. Hann yrði að undirgangast prufur og skila inn sýni, sem við yrðum að geyma í hálft ár. Að því liðnu yrðum við að endurtaka allar rannsóknir á honum aftur. Við yrðum að vinna eftir nákvæmlega sömu reglum og gilda í sæðisbankanum sem við verslum við. Það myndi tefja meðferðina um hálft ár ef þessi leið væri farin, en vissulega er hún heimil." Þórður sagði að gera mætti ráð fyrir að til yrðu 4 - 5 börn á ári með gjafasæði. Það hlutfall í blöndun þjóðarinnar sem væri tilkomið með því væri því aðeins brotabrot af allri þeirri blöndun landsmanna við aðrar þjóðir.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent