Rúmlega 100 fastir á Landspítala 13. desember 2004 00:01 Á Landspítala háskólasjúkrahúsi eru nú 102 einstaklingar sem bíða eftir varanlegri vistun utan spítalans. Á LSH njóta þeir hjúkrunar og umönnunar, að sögn Önnu Lilju Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra sem undirstrikar mikilvægi þess að fjölga hjúkrunarrýmum fyrir aldraða og búsetuúrræðum fyrir geðfatlaða og unga fatlaða einstaklinga. Anna Lilja sagði, að þessir einstaklingar væru búnir í öllum dýrum rannsóknum. Engu að síður væri kostnaður við dvöl þeirra á LSH meiri heldur en hann myndi vera á hjúkrunarheimilum. Hún kvaðst ekki hafa handbærar tölur um hve mikill hann væri. Samkvæmt nýjum stjórnunarupplýsingum spítalans fyrir janúar - október 2004 sýndi rekstraruppgjör LSH eftir tíu mánuði 188 milljónir umfram fjárheimildir tímabilsins eða 0,8%. Launagjöld eru 0,6% umfram áætlun og rekstrargjöld 1,5% umfram áætlun. Kostnaður við S-merkt lyf hefur aukist um tæp 10% á einu ári en annar lyfjakostnaður lækkað um 3,5%. Rekstur flestra sviða er innan áætlunar. Í takt við áherslu spítalans um eflingu dag- og göngudeilda fjölgar komum á göngudeildir spítalans um 5,5% frá fyrra ári. Komum á slysa- og bráðamóttökur spítalans hefur fjölgað um 2,9% frá fyrra ári, þó stefnt hafi verið að fækkun þeirra. Fjöldi lega/sjúklinga á legudeildum stendur nokkurn veginn í stað en legutími styttist úr 8,8 dögum í 8,2 daga og komum á dagdeildir fækkar um 7,9%. Fæðingum fjölgar um 4,6%. Komum á blóðskilunardeild fjölgar um 16,5%. Notkun á sjúkrahústengdri heimaþjónustu hefur sífellt verið að aukast með áherslu á styttri legutíma. Heimsóknum sjúkrahústengdrar heimaþjónustu fjölgar um 8,3% á einu ári. Skurðaðgerðum heldur áfram að fjölga eða um tæpt 1% á fyrstu tíu mánuðum ársins miðað við sömu mánuði síðasta árs. Aukningin er sem fyrr mest í dagdeildaraðgerðum á augum en einnig fjölgar aðgerðum í almennum skurðlækningum, öðrum augnskurðlækningum, barnaskurðlækningum, bæklunarskurðlækningum, heila- og taugaskurðlækningum og æðaskurðlækningum. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Á Landspítala háskólasjúkrahúsi eru nú 102 einstaklingar sem bíða eftir varanlegri vistun utan spítalans. Á LSH njóta þeir hjúkrunar og umönnunar, að sögn Önnu Lilju Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra sem undirstrikar mikilvægi þess að fjölga hjúkrunarrýmum fyrir aldraða og búsetuúrræðum fyrir geðfatlaða og unga fatlaða einstaklinga. Anna Lilja sagði, að þessir einstaklingar væru búnir í öllum dýrum rannsóknum. Engu að síður væri kostnaður við dvöl þeirra á LSH meiri heldur en hann myndi vera á hjúkrunarheimilum. Hún kvaðst ekki hafa handbærar tölur um hve mikill hann væri. Samkvæmt nýjum stjórnunarupplýsingum spítalans fyrir janúar - október 2004 sýndi rekstraruppgjör LSH eftir tíu mánuði 188 milljónir umfram fjárheimildir tímabilsins eða 0,8%. Launagjöld eru 0,6% umfram áætlun og rekstrargjöld 1,5% umfram áætlun. Kostnaður við S-merkt lyf hefur aukist um tæp 10% á einu ári en annar lyfjakostnaður lækkað um 3,5%. Rekstur flestra sviða er innan áætlunar. Í takt við áherslu spítalans um eflingu dag- og göngudeilda fjölgar komum á göngudeildir spítalans um 5,5% frá fyrra ári. Komum á slysa- og bráðamóttökur spítalans hefur fjölgað um 2,9% frá fyrra ári, þó stefnt hafi verið að fækkun þeirra. Fjöldi lega/sjúklinga á legudeildum stendur nokkurn veginn í stað en legutími styttist úr 8,8 dögum í 8,2 daga og komum á dagdeildir fækkar um 7,9%. Fæðingum fjölgar um 4,6%. Komum á blóðskilunardeild fjölgar um 16,5%. Notkun á sjúkrahústengdri heimaþjónustu hefur sífellt verið að aukast með áherslu á styttri legutíma. Heimsóknum sjúkrahústengdrar heimaþjónustu fjölgar um 8,3% á einu ári. Skurðaðgerðum heldur áfram að fjölga eða um tæpt 1% á fyrstu tíu mánuðum ársins miðað við sömu mánuði síðasta árs. Aukningin er sem fyrr mest í dagdeildaraðgerðum á augum en einnig fjölgar aðgerðum í almennum skurðlækningum, öðrum augnskurðlækningum, barnaskurðlækningum, bæklunarskurðlækningum, heila- og taugaskurðlækningum og æðaskurðlækningum.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira