
Innlent
Deilunni vísað til sáttasemjara

Launanefnd leikskólakennara hefur ákveðið að vísa launadeilu sinni við samninganefnd sveitarfélaga til Ríkissáttasemjara í dag þar sem viðræður voru ekki lengur að skila árangri að mati nefndarinnar. Leikskólakennarar ætluðu fyrir nokkru að afla sér verkfallsheimildar en hættu við þegar launadeilan við grunnskólakennara fór í þann farveg sem leiddi til samninga. Að sögn leikskólakennara væntu þeir þess að þeirra samningaviðræður færu í svipaðan farveg, en svo varð ekki.