Landspítali sakaður um lögbrot 2. desember 2004 00:01 Lyfjafræðingafélag Íslands vill að Lyfjastofnun taki af hörku á ráðningu viðskiptafræðing í stöðu yfirmanns sjúkarhúsaapóteks á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Hafa forsvarsmenn félagsins sent stofnuninni bréf þessa efnis og farið fram á að hún krefjist þess að ráðinn verði lyfjafræðingur í starfið. "Við gerum ráð fyrir að Lyfjastofnun sinni skyldum sínum," sagði Ingunn Björnsdóttir framkvæmdastjóri Lyfjafræðingafélagsins. "Hún hefur sagt, að þetta sé ekki löglegt eins og það er og við gerum ráð fyrir að stofnunin fylgi því þá eftir af fullri hörku og sjái til þess að farið verði að lögum." Málið á sér langa forsögu, sem rakin er í bréfi Lyfjafræðingafélagsins til Lyfjastofnunar. Sviðsstjórastaða á lyfjasviði LSH var "veitt viðskiptafræðingi þann 1. apríl 2003 án auglýsingar," segir í bréfinu. Í mars á þessu ári höfðaði félagið mál gegn spítalanum til að fá viðurkenningu á því að LSH hefði brotið lög með því að ráða ekki lyfjafræðing í stöðu yfirmanns sjúkrahúsaapóteksins, "sem LSH kaus þá að kalla lyfjasvið," segir í bréfinu. Bréfaskriftir höfðu þá farið fram milli spítalans og Lyfjafræðingafélagsins. Þá hafði félagið leitað með málið til heilbrigðisráðuneytis, svo og til ríkissaksóknara. Því var bent á að það væri ekki réttur aðili til að reka mál af þessu tagi eða þá að ekki væru farnar réttar boðleiðir. Nýverið vísaði Héraðsdómur máli félagsins frá á þeim forsendum að það snérist um lögspurningu. Félagið hefur bent á að hagsmunir félagsmanna sinna, sem sótt hefðu um stöðu yfirmanns, hefði hún verið auglýst, hefðu verið verulegir. "Þá höfum við óneitanlega haft verulegar áhyggjur af öryggisþættinum, þar sem fagmennska þarf að vera í fyrirrúmi," sagði Ingunn. "Lyfjastofnun hefur úrræði til að fylgja málum af þessu tagi eftir og við gerum ráð fyrir að hún beiti þeim." Þorbjörg Kjartansdóttir staðgengill yfirmanns Lyfjastofnunar sagði að verið væri að fara yfir málið og ekkert yrði gefið út fyrr en að því loknu. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Lyfjafræðingafélag Íslands vill að Lyfjastofnun taki af hörku á ráðningu viðskiptafræðing í stöðu yfirmanns sjúkarhúsaapóteks á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Hafa forsvarsmenn félagsins sent stofnuninni bréf þessa efnis og farið fram á að hún krefjist þess að ráðinn verði lyfjafræðingur í starfið. "Við gerum ráð fyrir að Lyfjastofnun sinni skyldum sínum," sagði Ingunn Björnsdóttir framkvæmdastjóri Lyfjafræðingafélagsins. "Hún hefur sagt, að þetta sé ekki löglegt eins og það er og við gerum ráð fyrir að stofnunin fylgi því þá eftir af fullri hörku og sjái til þess að farið verði að lögum." Málið á sér langa forsögu, sem rakin er í bréfi Lyfjafræðingafélagsins til Lyfjastofnunar. Sviðsstjórastaða á lyfjasviði LSH var "veitt viðskiptafræðingi þann 1. apríl 2003 án auglýsingar," segir í bréfinu. Í mars á þessu ári höfðaði félagið mál gegn spítalanum til að fá viðurkenningu á því að LSH hefði brotið lög með því að ráða ekki lyfjafræðing í stöðu yfirmanns sjúkrahúsaapóteksins, "sem LSH kaus þá að kalla lyfjasvið," segir í bréfinu. Bréfaskriftir höfðu þá farið fram milli spítalans og Lyfjafræðingafélagsins. Þá hafði félagið leitað með málið til heilbrigðisráðuneytis, svo og til ríkissaksóknara. Því var bent á að það væri ekki réttur aðili til að reka mál af þessu tagi eða þá að ekki væru farnar réttar boðleiðir. Nýverið vísaði Héraðsdómur máli félagsins frá á þeim forsendum að það snérist um lögspurningu. Félagið hefur bent á að hagsmunir félagsmanna sinna, sem sótt hefðu um stöðu yfirmanns, hefði hún verið auglýst, hefðu verið verulegir. "Þá höfum við óneitanlega haft verulegar áhyggjur af öryggisþættinum, þar sem fagmennska þarf að vera í fyrirrúmi," sagði Ingunn. "Lyfjastofnun hefur úrræði til að fylgja málum af þessu tagi eftir og við gerum ráð fyrir að hún beiti þeim." Þorbjörg Kjartansdóttir staðgengill yfirmanns Lyfjastofnunar sagði að verið væri að fara yfir málið og ekkert yrði gefið út fyrr en að því loknu.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira