Gæti farið á báða vegu 28. nóvember 2004 00:01 Kosning kennara um kjarasamning við sveitarfélögin gæti farið á báða vegu. Trúnaðarmaður kennara í grunnskóla í Mosfellsbæ segir erfitt að ráða í hug kennara en færri séu eins harðir gegn samningnum nú en fyrst. Kosið verður um hann næstu þrjá daga. Niðurstöðu er að vænta 6. desember. Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, segir andrúmsloftið þyngra í kringum samninginn en í miðlunartillögu ríkissáttasemjara: "Það er mjög skrítin staða að þurfa að taka afstöðu til samningsins með skugga gerðardóms hangandi yfir sér." Guðlaug Gunnsteinsdóttir, trúnaðarmaður kennara í Varmárskóla í Mosfellsbæ, segir fólk alls ekki ánægt með samninginn en nokkur veigamikil atriði hafi náðst sem kennarar hafi barist fyrir lengi. Óánægjan snúi að því sem verði í launaumslaginu. Kennarar hræðist meðal annars að fari deilan fyrir gerðardóm missi ungir kennarar þá umframhækkun sem samist hafi um. Eins að verkstjórnartímanum verði breytt sem og kennsluskyldu reynslumikilla kennara. "Þetta er enn að brjótast um í fólki. Við byrjum að kjósa í dag en ég efast um að það verði margir búnir að kjósa fyrr en á miðvikudag, síðasta daginn," segir Guðlaug: "Staðan er óvenjuleg því fólk hefur talað mjög opinskátt um hvað það ætlar að gera en gerir það ekki núna. Ég held að það sé ekki búið að hugsa sín mál til enda." Ólafur á von á góðri kosningu hjá kennurum nú sem áður: "Hugsanlega verða það einhverjir sem skila auðu og vilja með því senda skilaboð um að þeim líki hvorug leiðin, hvorki samningurinn né gerðardómurinn," segir Ólafur. Þó telji hann að flestir vilji hafa áhrif á niðurstöðuna. Ólafur telur að samningurinn verði frekar samþykktur en ekki: "Þó er það félagsmanna að ákveða það." Undir það tekur Guðlaug og segir: "Þau eru færri nei-in eins áköf og þau voru. Ég bíð eftir 6. desember og get ekki ráðið í hver niðurstaðan verður." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Kosning kennara um kjarasamning við sveitarfélögin gæti farið á báða vegu. Trúnaðarmaður kennara í grunnskóla í Mosfellsbæ segir erfitt að ráða í hug kennara en færri séu eins harðir gegn samningnum nú en fyrst. Kosið verður um hann næstu þrjá daga. Niðurstöðu er að vænta 6. desember. Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, segir andrúmsloftið þyngra í kringum samninginn en í miðlunartillögu ríkissáttasemjara: "Það er mjög skrítin staða að þurfa að taka afstöðu til samningsins með skugga gerðardóms hangandi yfir sér." Guðlaug Gunnsteinsdóttir, trúnaðarmaður kennara í Varmárskóla í Mosfellsbæ, segir fólk alls ekki ánægt með samninginn en nokkur veigamikil atriði hafi náðst sem kennarar hafi barist fyrir lengi. Óánægjan snúi að því sem verði í launaumslaginu. Kennarar hræðist meðal annars að fari deilan fyrir gerðardóm missi ungir kennarar þá umframhækkun sem samist hafi um. Eins að verkstjórnartímanum verði breytt sem og kennsluskyldu reynslumikilla kennara. "Þetta er enn að brjótast um í fólki. Við byrjum að kjósa í dag en ég efast um að það verði margir búnir að kjósa fyrr en á miðvikudag, síðasta daginn," segir Guðlaug: "Staðan er óvenjuleg því fólk hefur talað mjög opinskátt um hvað það ætlar að gera en gerir það ekki núna. Ég held að það sé ekki búið að hugsa sín mál til enda." Ólafur á von á góðri kosningu hjá kennurum nú sem áður: "Hugsanlega verða það einhverjir sem skila auðu og vilja með því senda skilaboð um að þeim líki hvorug leiðin, hvorki samningurinn né gerðardómurinn," segir Ólafur. Þó telji hann að flestir vilji hafa áhrif á niðurstöðuna. Ólafur telur að samningurinn verði frekar samþykktur en ekki: "Þó er það félagsmanna að ákveða það." Undir það tekur Guðlaug og segir: "Þau eru færri nei-in eins áköf og þau voru. Ég bíð eftir 6. desember og get ekki ráðið í hver niðurstaðan verður."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira