Hafa náð tökum á eldinum en eiga mikið starf fyrir höndum 13. október 2005 15:02 Slökkviliðið í Reykjavík virðist hafa náð tökum á eldinum á svæði Hringrásar við Klettagarða. Það skíðlogar þó enn í stórum haugum af ýsmu rusli en ekki er óttast að eldurinn breiðist frekar út. Mikinn reyk leggur enn frá svæðinu. Ljóst er að slökkviliðsmenn eiga langa nótt fyrir höndum. Allt tiltækt lið höfuðborgarsvæðisins hefur verið að störfum frá því klukkan tíu í gærkvöld og hefur aðstoð borist frá nágrannasveitarfélögum og frá Keflavíkurflugvelli. Slökkviliðsmenn nota nú gröfur til að moka úr haugnum þar sem eldurinn er mestur. Gríðarlegan reykjarmökk lagði yfir stórt svæði í nágrenninu og voru íbúðir á Kleppsvegi rýmdar, allt frá Dalbraut að Laugarnesvegi. Alls eru skráðir 567 manns í þeim íbúðum sem rýmdar voru en einhverjir voru ekki heima. Fólkið var flutt með strætisvögnum í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Langholtsskóla. Einhverjir fór þó beint til ættingja og vina og gista þar í nótt. Þeir sem ekki eiga í önnur hús að venda fá að gista í Langholtsskóla í nótt. Læknar og hjúkrunarfólk er til taks í fjöldahjálparstöðinni. Engum verður leyft að snúa heim fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Ætlunin er að reykræsta íbúðir í nágrenninu en ljós þykir að einhverjar skemmdir hafi orðið af völdum reyks sem lagði yfir svæðið. Lögregla kallaði út aukamannskap og hefur verið tvöföld vakt frá því eldurinn kviknaði.Þá voru björgunarsveitir kallaðar út um klukkan ellefu í gærkvöld og aðstoðuð þær við brottflutning fólks. Björgunarsveitarmenn eru enn að störfum og aðstoða lögreglu við gæslu. Ekki er vitað um nein alvarleg slys á fólki, einhverjir leituðu aðstoðar vegna snerts af reykeitrun og fregnir voru af einum slökkviliðsmanni sem slasaðist lítillega. Ekki liggur fyrr hversu mikið tjón hefur orðið í þessum stórbruna en ljóst er að það er umtalsvert, bæði á svæði Hringrásar og í nærliggjandi íbúðum. Rauði krossinn hefur opnað upplýsingasíma þar sem menn geta fengið upplýsingar um ættingja sína, síminn er 1717.MYNDASÍÐA Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Slökkviliðið í Reykjavík virðist hafa náð tökum á eldinum á svæði Hringrásar við Klettagarða. Það skíðlogar þó enn í stórum haugum af ýsmu rusli en ekki er óttast að eldurinn breiðist frekar út. Mikinn reyk leggur enn frá svæðinu. Ljóst er að slökkviliðsmenn eiga langa nótt fyrir höndum. Allt tiltækt lið höfuðborgarsvæðisins hefur verið að störfum frá því klukkan tíu í gærkvöld og hefur aðstoð borist frá nágrannasveitarfélögum og frá Keflavíkurflugvelli. Slökkviliðsmenn nota nú gröfur til að moka úr haugnum þar sem eldurinn er mestur. Gríðarlegan reykjarmökk lagði yfir stórt svæði í nágrenninu og voru íbúðir á Kleppsvegi rýmdar, allt frá Dalbraut að Laugarnesvegi. Alls eru skráðir 567 manns í þeim íbúðum sem rýmdar voru en einhverjir voru ekki heima. Fólkið var flutt með strætisvögnum í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Langholtsskóla. Einhverjir fór þó beint til ættingja og vina og gista þar í nótt. Þeir sem ekki eiga í önnur hús að venda fá að gista í Langholtsskóla í nótt. Læknar og hjúkrunarfólk er til taks í fjöldahjálparstöðinni. Engum verður leyft að snúa heim fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Ætlunin er að reykræsta íbúðir í nágrenninu en ljós þykir að einhverjar skemmdir hafi orðið af völdum reyks sem lagði yfir svæðið. Lögregla kallaði út aukamannskap og hefur verið tvöföld vakt frá því eldurinn kviknaði.Þá voru björgunarsveitir kallaðar út um klukkan ellefu í gærkvöld og aðstoðuð þær við brottflutning fólks. Björgunarsveitarmenn eru enn að störfum og aðstoða lögreglu við gæslu. Ekki er vitað um nein alvarleg slys á fólki, einhverjir leituðu aðstoðar vegna snerts af reykeitrun og fregnir voru af einum slökkviliðsmanni sem slasaðist lítillega. Ekki liggur fyrr hversu mikið tjón hefur orðið í þessum stórbruna en ljóst er að það er umtalsvert, bæði á svæði Hringrásar og í nærliggjandi íbúðum. Rauði krossinn hefur opnað upplýsingasíma þar sem menn geta fengið upplýsingar um ættingja sína, síminn er 1717.MYNDASÍÐA
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira