Samningar ógna stöðugleikanum 17. nóvember 2004 00:01 Laun kennara hækka um 24,7 prósent á samningstímanum til 2008. Mest er hækkunin fyrsta árið eða um 17,7 prósent í þremur skrefum á tæplega einu ári eða fram til 1. ágúst 2005. Kennarar fá 130 þúsund króna eingreiðslu strax og 70 þúsund króna uppbót næsta vor. Kennsluskylda minnkar um klukkustund á viku næsta vetur og aftur um eina viku árið 2007. Nýtt ákvæði er um lífeyrissparnað. Tryggva Þór Herbertssyni, forstöðumanni Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, líst ekkert á hækkunina með tilliti til verðbólguþróunarinnar. "Þetta er gríðarleg hækkun. Ef aðrir hópar fá eitthvað á þessum nótum þá ógnar það stöðugleikanum og það er einmitt það sem hagfræðingar hafa varað við, víxlhækkun verðlags og launa. Þegar kaupmáttaraukningin verður alltof mikil miðað við efnahagslegar forsendur leiðir það beint út í verðlagið. Ef þetta leiðir yfir í aðra kjarasamninga, sem það á örugglega eftir að gera, þá er ljóst að það verður mjög erfitt með tilliti til verðlagsins. Það verður settur enn meiri þungi á hagstjórnina en þegar hefur verið gert," segir hann. "Ég legg ekki mat á samninginn sem slíkan en ég er sammála forystu Kennarasambandsins um að það sé hyggilegra ganga frá samningi núna en bíða eftir úrslitum gerðardóms. Ég er sannfærður um að Kennarasambandið hefur með baráttu sinni skilað árangri inn í framtíðina," segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, og sagðist ekki horfa til láglauna- og millitekjufólks á Íslandi þegar verðbólgan væri annars vegar. "Ábyrgðin liggur allt annars staðar. Það er fráleitt að kenna láglauna og millitekjufólki í réttmætri kjarabáráttu um verðbólguna. Ríkisstjórn og atvinnurekendur eiga frekar að horfa í eigin barm, á stóriðjustefnu sem hefur valdið þenslu, þensluhvetjandi skattalækkunaráform og sjálftökuliðsins á markaði." Hvorki forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins né Seðlabankans vildu tjá sig um verðbólguhættuna í gær. Launahækkun kennara 2004-2008:5,5 %1. okt. 20043,0 %1. jan. 20059,27 %1. ág. 20052,50 %1. jan. 20062,25 %1. jan. 20072,25 %1. jan. 2008 Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Sjá meira
Laun kennara hækka um 24,7 prósent á samningstímanum til 2008. Mest er hækkunin fyrsta árið eða um 17,7 prósent í þremur skrefum á tæplega einu ári eða fram til 1. ágúst 2005. Kennarar fá 130 þúsund króna eingreiðslu strax og 70 þúsund króna uppbót næsta vor. Kennsluskylda minnkar um klukkustund á viku næsta vetur og aftur um eina viku árið 2007. Nýtt ákvæði er um lífeyrissparnað. Tryggva Þór Herbertssyni, forstöðumanni Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, líst ekkert á hækkunina með tilliti til verðbólguþróunarinnar. "Þetta er gríðarleg hækkun. Ef aðrir hópar fá eitthvað á þessum nótum þá ógnar það stöðugleikanum og það er einmitt það sem hagfræðingar hafa varað við, víxlhækkun verðlags og launa. Þegar kaupmáttaraukningin verður alltof mikil miðað við efnahagslegar forsendur leiðir það beint út í verðlagið. Ef þetta leiðir yfir í aðra kjarasamninga, sem það á örugglega eftir að gera, þá er ljóst að það verður mjög erfitt með tilliti til verðlagsins. Það verður settur enn meiri þungi á hagstjórnina en þegar hefur verið gert," segir hann. "Ég legg ekki mat á samninginn sem slíkan en ég er sammála forystu Kennarasambandsins um að það sé hyggilegra ganga frá samningi núna en bíða eftir úrslitum gerðardóms. Ég er sannfærður um að Kennarasambandið hefur með baráttu sinni skilað árangri inn í framtíðina," segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, og sagðist ekki horfa til láglauna- og millitekjufólks á Íslandi þegar verðbólgan væri annars vegar. "Ábyrgðin liggur allt annars staðar. Það er fráleitt að kenna láglauna og millitekjufólki í réttmætri kjarabáráttu um verðbólguna. Ríkisstjórn og atvinnurekendur eiga frekar að horfa í eigin barm, á stóriðjustefnu sem hefur valdið þenslu, þensluhvetjandi skattalækkunaráform og sjálftökuliðsins á markaði." Hvorki forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins né Seðlabankans vildu tjá sig um verðbólguhættuna í gær. Launahækkun kennara 2004-2008:5,5 %1. okt. 20043,0 %1. jan. 20059,27 %1. ág. 20052,50 %1. jan. 20062,25 %1. jan. 20072,25 %1. jan. 2008
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Sjá meira