Samningar sýna réttmæti laganna 17. nóvember 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra segist mjög ánægður með að kjarasamningar hafi náðst. "Ég óska kennurum og sveitarfélögum til hamingju," segir Halldór. Hann segir að þessi niðurstaða staðfesti að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um lagasetningu hafi verið rétt: "Deiluaðilum var gefinn frestur samkvæmt lögunum til að ná samningum og nú hefur það tekist. Þetta staðfestir að það var nauðsynleg og rétt ákvörðun." Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, segir að nú sé áríðandi að koma skólastarfi í eðlilegt horf og að allir sem komi að skólastarfi verði að leggist á eitt til að svo verði: "Nei, ríkið lagði ekki til aukið fé. Þeir öxluðu ábyrgðina sem það áttu að gera". Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, fagnaði samningunum: "Ég tel að kennarar hafi gert sér ljóst að þeir höfðu ekki marga góða kosti og þetta var sá skásti. Sama má segja um okkur því allt skólastarf var að hrynja í okkar höndum. Nú getum við loksins farið að græða sárin." Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar fagnar því að deilan skuli til lykta leidd í frjálsum samningum: "Sveitarfélögin hafa farið út fyrir sín þolmörk og nú þarf að gera upp fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga." Undir þetta tekur Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar sem segir að 5-6 milljarða vanti upp á að sveitarfélögin geti staðið skil á sínum rekstri. Menntamálaráðherra hefði gefið ákveðin fyrirheit í umræðum á þingi um að ríkið greiddi fyrir skammtímasamningi: "Þetta er langtímasamningur en hún hlýtur að standa við orð sín." Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna segir að það sé dapurlegt að horfast í augu við þær fórnir sem kennarar hafi fært og það tjón sem orðið hafi á skólastarfi: "Framganga ríkisstjórnarinnar stendur upp úr í þessu máli. Hún þóttist enga ábyrgð bera á skólastarfi." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra segist mjög ánægður með að kjarasamningar hafi náðst. "Ég óska kennurum og sveitarfélögum til hamingju," segir Halldór. Hann segir að þessi niðurstaða staðfesti að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um lagasetningu hafi verið rétt: "Deiluaðilum var gefinn frestur samkvæmt lögunum til að ná samningum og nú hefur það tekist. Þetta staðfestir að það var nauðsynleg og rétt ákvörðun." Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, segir að nú sé áríðandi að koma skólastarfi í eðlilegt horf og að allir sem komi að skólastarfi verði að leggist á eitt til að svo verði: "Nei, ríkið lagði ekki til aukið fé. Þeir öxluðu ábyrgðina sem það áttu að gera". Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, fagnaði samningunum: "Ég tel að kennarar hafi gert sér ljóst að þeir höfðu ekki marga góða kosti og þetta var sá skásti. Sama má segja um okkur því allt skólastarf var að hrynja í okkar höndum. Nú getum við loksins farið að græða sárin." Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar fagnar því að deilan skuli til lykta leidd í frjálsum samningum: "Sveitarfélögin hafa farið út fyrir sín þolmörk og nú þarf að gera upp fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga." Undir þetta tekur Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar sem segir að 5-6 milljarða vanti upp á að sveitarfélögin geti staðið skil á sínum rekstri. Menntamálaráðherra hefði gefið ákveðin fyrirheit í umræðum á þingi um að ríkið greiddi fyrir skammtímasamningi: "Þetta er langtímasamningur en hún hlýtur að standa við orð sín." Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna segir að það sé dapurlegt að horfast í augu við þær fórnir sem kennarar hafi fært og það tjón sem orðið hafi á skólastarfi: "Framganga ríkisstjórnarinnar stendur upp úr í þessu máli. Hún þóttist enga ábyrgð bera á skólastarfi."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira