Samningar sýna réttmæti laganna 17. nóvember 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra segist mjög ánægður með að kjarasamningar hafi náðst. "Ég óska kennurum og sveitarfélögum til hamingju," segir Halldór. Hann segir að þessi niðurstaða staðfesti að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um lagasetningu hafi verið rétt: "Deiluaðilum var gefinn frestur samkvæmt lögunum til að ná samningum og nú hefur það tekist. Þetta staðfestir að það var nauðsynleg og rétt ákvörðun." Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, segir að nú sé áríðandi að koma skólastarfi í eðlilegt horf og að allir sem komi að skólastarfi verði að leggist á eitt til að svo verði: "Nei, ríkið lagði ekki til aukið fé. Þeir öxluðu ábyrgðina sem það áttu að gera". Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, fagnaði samningunum: "Ég tel að kennarar hafi gert sér ljóst að þeir höfðu ekki marga góða kosti og þetta var sá skásti. Sama má segja um okkur því allt skólastarf var að hrynja í okkar höndum. Nú getum við loksins farið að græða sárin." Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar fagnar því að deilan skuli til lykta leidd í frjálsum samningum: "Sveitarfélögin hafa farið út fyrir sín þolmörk og nú þarf að gera upp fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga." Undir þetta tekur Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar sem segir að 5-6 milljarða vanti upp á að sveitarfélögin geti staðið skil á sínum rekstri. Menntamálaráðherra hefði gefið ákveðin fyrirheit í umræðum á þingi um að ríkið greiddi fyrir skammtímasamningi: "Þetta er langtímasamningur en hún hlýtur að standa við orð sín." Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna segir að það sé dapurlegt að horfast í augu við þær fórnir sem kennarar hafi fært og það tjón sem orðið hafi á skólastarfi: "Framganga ríkisstjórnarinnar stendur upp úr í þessu máli. Hún þóttist enga ábyrgð bera á skólastarfi." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra segist mjög ánægður með að kjarasamningar hafi náðst. "Ég óska kennurum og sveitarfélögum til hamingju," segir Halldór. Hann segir að þessi niðurstaða staðfesti að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um lagasetningu hafi verið rétt: "Deiluaðilum var gefinn frestur samkvæmt lögunum til að ná samningum og nú hefur það tekist. Þetta staðfestir að það var nauðsynleg og rétt ákvörðun." Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, segir að nú sé áríðandi að koma skólastarfi í eðlilegt horf og að allir sem komi að skólastarfi verði að leggist á eitt til að svo verði: "Nei, ríkið lagði ekki til aukið fé. Þeir öxluðu ábyrgðina sem það áttu að gera". Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, fagnaði samningunum: "Ég tel að kennarar hafi gert sér ljóst að þeir höfðu ekki marga góða kosti og þetta var sá skásti. Sama má segja um okkur því allt skólastarf var að hrynja í okkar höndum. Nú getum við loksins farið að græða sárin." Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar fagnar því að deilan skuli til lykta leidd í frjálsum samningum: "Sveitarfélögin hafa farið út fyrir sín þolmörk og nú þarf að gera upp fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga." Undir þetta tekur Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar sem segir að 5-6 milljarða vanti upp á að sveitarfélögin geti staðið skil á sínum rekstri. Menntamálaráðherra hefði gefið ákveðin fyrirheit í umræðum á þingi um að ríkið greiddi fyrir skammtímasamningi: "Þetta er langtímasamningur en hún hlýtur að standa við orð sín." Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna segir að það sé dapurlegt að horfast í augu við þær fórnir sem kennarar hafi fært og það tjón sem orðið hafi á skólastarfi: "Framganga ríkisstjórnarinnar stendur upp úr í þessu máli. Hún þóttist enga ábyrgð bera á skólastarfi."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Sjá meira