Flugeldasalar sæki um fyrir 10. desember 17. nóvember 2004 00:01 Frestur til að sækja um tímabundið leyfi til smásölu flugelda rennur út 10. desember. Leyfi eru veitt að uppfylltum skilyrðum ákvæða vopnalaga og gildandi reglugerðar. Ströng skilyrði eru sett um húsnæði, tryggingar og geymslu flugeldanna. Sala hefst 28. desember og má standa til 6. janúar. Meðferð flugelda er einungis heimil á því sama tímabili. Tilkynnning Lögreglunnar í Reykjavík: Upplýsingar til umsækjanda tímabundins leyfis fyrir sölu skotelda í smásölu, frá og með 28. desember 2004 til og með 6. janúar 2005. Þeir aðilar sem hyggjast sækja um leyfi fyrir sölu skotelda í smásölu í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kjalarnesi, Mosfellsbæ og Kjósarhreppi fyrir og eftir áramót 2004 – 2005, ber að sækja um slíkt leyfi til embættis lögreglustjórans i Reykjavík, fyrir 10. desember 2004. Leyfi eru veitt að fullnægðum skilyrðum vopnalaga nr. 16/1998 og gildandi reglugerðar um skotelda. Sérstök athygli er vakin á eftirfarandi: 1. Leyfi eru aðeins veitt fyrir sölu skotelda að fyrir liggi umsögn Forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins til aðstöðu og sölu skotelda, pökkunar- og geymslustaða. Einnig liggi fyrir leyfi lóðareiganda, húseiganda eða húsfélags ef umsækjandi er ekki umráðamaður lóðar eða húsnæðis þar sem sala á að fara fram og staðfesting tryggingafélags vegna sölu, geymslu og notkun skotelda. 2. Ef fyrirhugað er að selja úr skúrum eða gámum, skal vera búið að ganga frá slíkum sölustöðum fyrir kl. 16:00, 28. desember 2004 svo skoðun geti farið fram á aðstöðu og öryggisþáttum. Sölustaðir skulu vera minnst 25 m2 og búnir samkvæmt kröfum Forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. 3. Upplýsingar um geymslustað og meðhöndlun skotelda, samþykktan af lögreglu að fenginni umsögn Forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fyrir óselda vöru við lok söludags, eða eftir að sölutíma lýkur, skal fylgja umsókn um söluleyfi. 4. Tilgreina þarf ábyrgðarmann fyrir sölustað. Hann á að mæta á kynningarfund á lögreglustöðinni við Hverfisgötu (vestari inngangur) 28. desember 2004, kl. 09:00 og taka við leyfisbréfi. Að gefnu tilefni skal vakin athygli á að meðferð skotelda er einungis heimil á tímabilinu frá og með 28. desember til og með 06. janúar. Gjald fyrir sölustað er kr. 3.000.- og greiðist við innlögn umsóknar hjá gjaldkera í afgreiðslu í Borgartúni 7. Reykjavík 12. nóvember 2004 Lögreglustjórinn í Reykjavík. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols Sjá meira
Frestur til að sækja um tímabundið leyfi til smásölu flugelda rennur út 10. desember. Leyfi eru veitt að uppfylltum skilyrðum ákvæða vopnalaga og gildandi reglugerðar. Ströng skilyrði eru sett um húsnæði, tryggingar og geymslu flugeldanna. Sala hefst 28. desember og má standa til 6. janúar. Meðferð flugelda er einungis heimil á því sama tímabili. Tilkynnning Lögreglunnar í Reykjavík: Upplýsingar til umsækjanda tímabundins leyfis fyrir sölu skotelda í smásölu, frá og með 28. desember 2004 til og með 6. janúar 2005. Þeir aðilar sem hyggjast sækja um leyfi fyrir sölu skotelda í smásölu í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kjalarnesi, Mosfellsbæ og Kjósarhreppi fyrir og eftir áramót 2004 – 2005, ber að sækja um slíkt leyfi til embættis lögreglustjórans i Reykjavík, fyrir 10. desember 2004. Leyfi eru veitt að fullnægðum skilyrðum vopnalaga nr. 16/1998 og gildandi reglugerðar um skotelda. Sérstök athygli er vakin á eftirfarandi: 1. Leyfi eru aðeins veitt fyrir sölu skotelda að fyrir liggi umsögn Forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins til aðstöðu og sölu skotelda, pökkunar- og geymslustaða. Einnig liggi fyrir leyfi lóðareiganda, húseiganda eða húsfélags ef umsækjandi er ekki umráðamaður lóðar eða húsnæðis þar sem sala á að fara fram og staðfesting tryggingafélags vegna sölu, geymslu og notkun skotelda. 2. Ef fyrirhugað er að selja úr skúrum eða gámum, skal vera búið að ganga frá slíkum sölustöðum fyrir kl. 16:00, 28. desember 2004 svo skoðun geti farið fram á aðstöðu og öryggisþáttum. Sölustaðir skulu vera minnst 25 m2 og búnir samkvæmt kröfum Forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. 3. Upplýsingar um geymslustað og meðhöndlun skotelda, samþykktan af lögreglu að fenginni umsögn Forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fyrir óselda vöru við lok söludags, eða eftir að sölutíma lýkur, skal fylgja umsókn um söluleyfi. 4. Tilgreina þarf ábyrgðarmann fyrir sölustað. Hann á að mæta á kynningarfund á lögreglustöðinni við Hverfisgötu (vestari inngangur) 28. desember 2004, kl. 09:00 og taka við leyfisbréfi. Að gefnu tilefni skal vakin athygli á að meðferð skotelda er einungis heimil á tímabilinu frá og með 28. desember til og með 06. janúar. Gjald fyrir sölustað er kr. 3.000.- og greiðist við innlögn umsóknar hjá gjaldkera í afgreiðslu í Borgartúni 7. Reykjavík 12. nóvember 2004 Lögreglustjórinn í Reykjavík.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols Sjá meira