Lést eftir högg á kjálka 16. nóvember 2004 00:01 Flemming Tolstrup, danski hermaðurinn, lést aðfaranótt laugardags af völdum heilablæðingar sem varð við högg á hægri kjálka samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. Scott Ramsay, knattspyrnumaður í liði Keflavíkur, hefur játað að hafa veitt Flemming höggið á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík. Ásgeir Jónsson, verjandi Scott, segir umbjóðanda sinn vera niðurbrotinn vegna dauða Flemmings og að hugur hans sé hjá aðstandendum hans. Hann hafi ekki gert sér grein fyrir afleiðingunum þegar hann sló Felmming heldur hafi gengið rakleiðis út af veitingastaðnum. Ásgeir segir mann hafa hringt í vin Scotts og sagt honum að Scott væri viðriðinn alvarlegt mál. Vinur Scotts hafi þá hringt í hann og Scott hafi orðið mjög brugðið við fréttirnar. Hann hafi klætt sig í skó og verið á leið út til að athuga málið þegar hann mætti lögreglunni í dyrunum. "Hann hefur aldrei beitt ofbeldi og var strax miður sín yfir því að hafa slegið einhvern. Scott hefur aldrei þjálfað hnefaleika eða sjálfsvarnaríþróttir," segir Ásgeir. Ásgeir telur líklegast að Scott verði ákærður samkvæmt 218. grein almennra hegningarlaga en það ákvæði er notað í alvarlegum líkamsárásarmálum. Hann segist þó búast við að tekið verði tillit við ákvörðun refsingar að afleiðingar höggsins hefðu ekki verið þær sem búast hefði mátt við. Þetta hafi verið skelfilegt slys. Katrín Fjeldsted, læknir og fyrrverandi alþingismaður, segir mörg dæmi vera til um að eitt högg geti orðið manni að bana. "Ég þekki ekki kringumstæður þessa máls nægilega til að hafa skoðun á því. Þótt höfuðið sé vel varið fyrir ýmsum utanaðkomandi áverkum er það ekki vel varið fyrir snöggu höggi," segir Katrín. Aðspurð segir hún það ekki vera óheppni ef maður deyr vegna eins höggs. Það sé áhætta sem er tekin þegar höggið er slegið. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
Flemming Tolstrup, danski hermaðurinn, lést aðfaranótt laugardags af völdum heilablæðingar sem varð við högg á hægri kjálka samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. Scott Ramsay, knattspyrnumaður í liði Keflavíkur, hefur játað að hafa veitt Flemming höggið á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík. Ásgeir Jónsson, verjandi Scott, segir umbjóðanda sinn vera niðurbrotinn vegna dauða Flemmings og að hugur hans sé hjá aðstandendum hans. Hann hafi ekki gert sér grein fyrir afleiðingunum þegar hann sló Felmming heldur hafi gengið rakleiðis út af veitingastaðnum. Ásgeir segir mann hafa hringt í vin Scotts og sagt honum að Scott væri viðriðinn alvarlegt mál. Vinur Scotts hafi þá hringt í hann og Scott hafi orðið mjög brugðið við fréttirnar. Hann hafi klætt sig í skó og verið á leið út til að athuga málið þegar hann mætti lögreglunni í dyrunum. "Hann hefur aldrei beitt ofbeldi og var strax miður sín yfir því að hafa slegið einhvern. Scott hefur aldrei þjálfað hnefaleika eða sjálfsvarnaríþróttir," segir Ásgeir. Ásgeir telur líklegast að Scott verði ákærður samkvæmt 218. grein almennra hegningarlaga en það ákvæði er notað í alvarlegum líkamsárásarmálum. Hann segist þó búast við að tekið verði tillit við ákvörðun refsingar að afleiðingar höggsins hefðu ekki verið þær sem búast hefði mátt við. Þetta hafi verið skelfilegt slys. Katrín Fjeldsted, læknir og fyrrverandi alþingismaður, segir mörg dæmi vera til um að eitt högg geti orðið manni að bana. "Ég þekki ekki kringumstæður þessa máls nægilega til að hafa skoðun á því. Þótt höfuðið sé vel varið fyrir ýmsum utanaðkomandi áverkum er það ekki vel varið fyrir snöggu höggi," segir Katrín. Aðspurð segir hún það ekki vera óheppni ef maður deyr vegna eins höggs. Það sé áhætta sem er tekin þegar höggið er slegið.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“