Stefnt á samninga í dag 16. nóvember 2004 00:01 Sveitarfélögin á höfðuborgarsvæðinu hafa leitað sameiginlegrar lausnar á deilu kennara og sveitarfélaganna. Sigurður Geirdal bæjarstjóri Kópavogs segir að reynt verði til þrautar að semja í dag: "Hvort tekst að semja er ekki hægt að segja til um fyrir fram. Ef ekki semst gerist ekki annað en að það verður einn dagur enn. Menn ætla að vinna alla vikuna og leita allra leiða." Undir það tekur Stefán Jón Hafstein, formaður Fræðsluráðs Reykjavíkur. Hann væntir mikils af fundi samninganefndanna í dag. Hvers sé að vænta vill hann ekki svara: "Það er rík ástæða fyrir því að menn tala varlega. Hún er sú að það vill enginn vera ábyrgur fyrir því að lestin fari út af sporinu síðasta spölinn." Um helmingur grunnskólakennara í Reykjavík mætti til starfa í gær. Brestir voru víða í skólastarfi á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins einn af þrjátíu kennurum Álftanesskóla í Bessastaðahreppi mætti. Víða hafa kennarar sagt upp störfum og hafa hópuppsagnir orðið í grunnskólum Mosfellsbæjar, Hólmavíkur og á Fáskrúðsfirði. Skólastjórar um allt land segja kennara slegna. Grunnskólakennarar ákváðu á fundum í gær að mæta aftur til vinnu. Ingunn Snædal, kennari í Borgarskóla í Reykjavík, segir hafa verið erfitt að sannfæra kennara í mörgum skólunum að mæta aftur til starfa og augljóst sé að skólastarf geti ekki gengið með eðlilegum hætti. Kennarar séu ekki undirbúnir. Þeir geti ekki unnið eftir úreltum kennsluáætlunum. "Það er ekki bara hægt að taka upp þráðinn að nýju. Í nauðungarvinnu leggur maður ekki á sig neina sjálfboðavinnu til að bæta það sem upp á vantar," segir Ingunn. Það liggur í augum uppi að ekki verði hægt að halda samræmd próf í vor: "Ég veit ekki um neinn sveitarstjórnarmann sem er tilbúinn að borga kennurum þá yfirvinnu sem til þarf til að prófin geti farið fram." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sveitarfélögin á höfðuborgarsvæðinu hafa leitað sameiginlegrar lausnar á deilu kennara og sveitarfélaganna. Sigurður Geirdal bæjarstjóri Kópavogs segir að reynt verði til þrautar að semja í dag: "Hvort tekst að semja er ekki hægt að segja til um fyrir fram. Ef ekki semst gerist ekki annað en að það verður einn dagur enn. Menn ætla að vinna alla vikuna og leita allra leiða." Undir það tekur Stefán Jón Hafstein, formaður Fræðsluráðs Reykjavíkur. Hann væntir mikils af fundi samninganefndanna í dag. Hvers sé að vænta vill hann ekki svara: "Það er rík ástæða fyrir því að menn tala varlega. Hún er sú að það vill enginn vera ábyrgur fyrir því að lestin fari út af sporinu síðasta spölinn." Um helmingur grunnskólakennara í Reykjavík mætti til starfa í gær. Brestir voru víða í skólastarfi á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins einn af þrjátíu kennurum Álftanesskóla í Bessastaðahreppi mætti. Víða hafa kennarar sagt upp störfum og hafa hópuppsagnir orðið í grunnskólum Mosfellsbæjar, Hólmavíkur og á Fáskrúðsfirði. Skólastjórar um allt land segja kennara slegna. Grunnskólakennarar ákváðu á fundum í gær að mæta aftur til vinnu. Ingunn Snædal, kennari í Borgarskóla í Reykjavík, segir hafa verið erfitt að sannfæra kennara í mörgum skólunum að mæta aftur til starfa og augljóst sé að skólastarf geti ekki gengið með eðlilegum hætti. Kennarar séu ekki undirbúnir. Þeir geti ekki unnið eftir úreltum kennsluáætlunum. "Það er ekki bara hægt að taka upp þráðinn að nýju. Í nauðungarvinnu leggur maður ekki á sig neina sjálfboðavinnu til að bæta það sem upp á vantar," segir Ingunn. Það liggur í augum uppi að ekki verði hægt að halda samræmd próf í vor: "Ég veit ekki um neinn sveitarstjórnarmann sem er tilbúinn að borga kennurum þá yfirvinnu sem til þarf til að prófin geti farið fram."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira