Garðabær athugar tilraunasamning 16. nóvember 2004 00:01 Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa í athugun hvort hægt verði að gera tilraunasamning við grunnskólakennara komi til þess að samninganefndir kennara og sveitarfélaganna nái ekki saman. Gunnar Einarsson, forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar, segir bæjaryfirvöld binda vonir vð að samningar náist: "Ef ekki tökum við á því þegar þar að kemur." Gunnar segir nánast enga kennara grunnskóla Garðabæjar hafa mætt til vinnu. Ekki sé hægt að segja á þessu stundu hvort Garðabær fari með kjör kennara bæjarins fyrir gerðardóm eða semji sér við kennarana. Kennarar eru ósáttir við skilyrði sem ríkisstjórninni setur fari deilan í gerðardóm; að viðhalda stöðugleikanum í samfélaginu. Í bréfi sem grunnskólakennnarar Borgarskóla í Reykjavík sendu til foreldra barna segir að sé miðað við þær forsendur sem gerðadómi sé gert að vinna eftir sé ljóst að þröngva eigi upp á kennara lögum með samningi sem sé í besta falli ámóta þeirri miðlunartillögu sem felld hafi verið með 93% atkvæða, kannski verri. Einungis fimmtán til tuttugu prósent kennara mættu til starfa í Reykjavík í gær. Jón Pétur Zimsen kennari í Réttarholtsskóla var forfallaður vegna veikinda í gær: "Það er fáránlegt að ætlast til þess að við förum inn í skólana fyrir eitthvað sem er rétt betra en miðlunartillagan. Niðurstaða gerðardóms þarf að vera miklu betri en tillagan svo kennarar verði sáttir og friður ríki um skólastarfið." Ástandið í grunnskólunum var harmað í álytkun samráðsfundar foreldraráða og foreldrafélaga í Garðabæ í gær. Hópurinn lýsti líka yfir áhyggjum af miðstýringu í kjaramálum kennara sem hann taldi að héldi niðri launum kennara og kæmi í veg fyrir lausn í deilunni. Fundurinn skoraði því á stjórnvöld Garðabæjar að hafa frumkvæði að því að semja sérstaklega við sína kennara. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira
Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa í athugun hvort hægt verði að gera tilraunasamning við grunnskólakennara komi til þess að samninganefndir kennara og sveitarfélaganna nái ekki saman. Gunnar Einarsson, forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar, segir bæjaryfirvöld binda vonir vð að samningar náist: "Ef ekki tökum við á því þegar þar að kemur." Gunnar segir nánast enga kennara grunnskóla Garðabæjar hafa mætt til vinnu. Ekki sé hægt að segja á þessu stundu hvort Garðabær fari með kjör kennara bæjarins fyrir gerðardóm eða semji sér við kennarana. Kennarar eru ósáttir við skilyrði sem ríkisstjórninni setur fari deilan í gerðardóm; að viðhalda stöðugleikanum í samfélaginu. Í bréfi sem grunnskólakennnarar Borgarskóla í Reykjavík sendu til foreldra barna segir að sé miðað við þær forsendur sem gerðadómi sé gert að vinna eftir sé ljóst að þröngva eigi upp á kennara lögum með samningi sem sé í besta falli ámóta þeirri miðlunartillögu sem felld hafi verið með 93% atkvæða, kannski verri. Einungis fimmtán til tuttugu prósent kennara mættu til starfa í Reykjavík í gær. Jón Pétur Zimsen kennari í Réttarholtsskóla var forfallaður vegna veikinda í gær: "Það er fáránlegt að ætlast til þess að við förum inn í skólana fyrir eitthvað sem er rétt betra en miðlunartillagan. Niðurstaða gerðardóms þarf að vera miklu betri en tillagan svo kennarar verði sáttir og friður ríki um skólastarfið." Ástandið í grunnskólunum var harmað í álytkun samráðsfundar foreldraráða og foreldrafélaga í Garðabæ í gær. Hópurinn lýsti líka yfir áhyggjum af miðstýringu í kjaramálum kennara sem hann taldi að héldi niðri launum kennara og kæmi í veg fyrir lausn í deilunni. Fundurinn skoraði því á stjórnvöld Garðabæjar að hafa frumkvæði að því að semja sérstaklega við sína kennara.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira