Kennsla með öllum tiltækum ráðum 15. nóvember 2004 00:01 Kennsla á að fara fram í öllum skólum í Reykjavík í dag. Fræðsluráð Reykjavíkur sendi skólastjórum boð um þetta í gær. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, segir að tíðindi gærkvöldsins bendi til þess að ástand í skólunum verði betra í dag en í gær, þegar aðeins um fimmtán prósent kennara mættu til starfa og kennsla féll víða niður. "Það verður allra leiða leitað til að komast hjá því að senda börn heim úr skólanum," segir Stefán. Hann segist ráðleggja fólki að mæta í skólann með börnum sínum og athuga hvernig staðan er ef engin skilaboð hafa borist frá skólunum. Hilmar Ingólfsson, skólastjóri Hofstaðaskóla í Garðabæ, segir að kennt verði í skólanum í dag og börnin eigi að mæta. Stefna skólaskrifstofu Garðabæjar sé að kennsla fari fram í grunnskólum bæjarins. Hann segir marga foreldra tilbúna til að koma og hjálpa. Auk þess séu skólaliðar og uppeldisfulltrúar til taks. Hilmar segir mjög þungt hljóð í kennurum og ljóst að margir þeirra treysti sér ekki til að koma til starfa. "Þeir fengu slæma útreið hjá ríkisstjórninni með lögum og nú dynja á þeim skammir og svívirðingar foreldra sem bæta ekki úr skák." Hanna Hjartardóttir, skólastjóri Snælandsskóla í Kópavogi, segist hafa heyrt það á starfsfélögum sínum að fleiri kennarar muni mæta til starfa í dag en í gær. Í Snælandsskóla verði tekið á móti börnunum en ekki sé vitað hvort fram fari full kennsla á öllum sviðum. Trúnaðarmenn kennara í Reykjavík hittust á fundi í gær þar sem farið var yfir stöðuna. Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, segist ekki geta svarað því hvernig mætingin verði hjá kennurum í dag en þeir hafi greinilega ekki treyst sér til að mæta í gær við núverandi aðstæður. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Sjá meira
Kennsla á að fara fram í öllum skólum í Reykjavík í dag. Fræðsluráð Reykjavíkur sendi skólastjórum boð um þetta í gær. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, segir að tíðindi gærkvöldsins bendi til þess að ástand í skólunum verði betra í dag en í gær, þegar aðeins um fimmtán prósent kennara mættu til starfa og kennsla féll víða niður. "Það verður allra leiða leitað til að komast hjá því að senda börn heim úr skólanum," segir Stefán. Hann segist ráðleggja fólki að mæta í skólann með börnum sínum og athuga hvernig staðan er ef engin skilaboð hafa borist frá skólunum. Hilmar Ingólfsson, skólastjóri Hofstaðaskóla í Garðabæ, segir að kennt verði í skólanum í dag og börnin eigi að mæta. Stefna skólaskrifstofu Garðabæjar sé að kennsla fari fram í grunnskólum bæjarins. Hann segir marga foreldra tilbúna til að koma og hjálpa. Auk þess séu skólaliðar og uppeldisfulltrúar til taks. Hilmar segir mjög þungt hljóð í kennurum og ljóst að margir þeirra treysti sér ekki til að koma til starfa. "Þeir fengu slæma útreið hjá ríkisstjórninni með lögum og nú dynja á þeim skammir og svívirðingar foreldra sem bæta ekki úr skák." Hanna Hjartardóttir, skólastjóri Snælandsskóla í Kópavogi, segist hafa heyrt það á starfsfélögum sínum að fleiri kennarar muni mæta til starfa í dag en í gær. Í Snælandsskóla verði tekið á móti börnunum en ekki sé vitað hvort fram fari full kennsla á öllum sviðum. Trúnaðarmenn kennara í Reykjavík hittust á fundi í gær þar sem farið var yfir stöðuna. Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, segist ekki geta svarað því hvernig mætingin verði hjá kennurum í dag en þeir hafi greinilega ekki treyst sér til að mæta í gær við núverandi aðstæður.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Sjá meira