Verkfall kennara bannað með lögum 12. nóvember 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra lagði í gær fram frumvarp á Alþingi sem gerir ráð fyrir því að nærri 7 vikna löngu verkfalli kennara verði bannað þannig að kennsla í grunnskólum geti hafist á mánudag. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að hafi deilendur ekki samið fyrir 15. desember, skipi hæstiréttur þriggja manna gerðardóm sem ákveði kaup og kjör kennara ekki síðar en 31. mars 2005. Halldór Ásgrímsson sagði í framsöguræðu sinni að ríkisstjórnin hefði tekið þessa ákvörðun á fundi sínum í gærmorgun eftir ítarlegt samráð við kennara, sveitastjórnarmenn og foreldra: "Ríkisstjórnin telur sig einfaldlega ekki lengur geta setið aðgerðarlaus á meðan 45 þúsund skólabörn fá ekki þá lögmætu kennslu sem þeim ber." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands segir niðurstöðuna skefilega og sýni vanmat og vanvirðingu á skólastarfi og þeim sem þar starfi: "Það á bara að reka fólkið inn í skólana aftur eins og hvern annan fénað á kjörum sem það hefur hafnað í tvígang." Stjórnarandstaðan samþykkti að veita afbrigði frá þingstörfum til að málið kæmist strax á dagskrá Alþingis. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði í ræðu sinni að ríkisstjórnin hefði valið "valdbeitingarleið". Ögmundur Jónasson, vinstri grænum sakaði stjórnina um að beita fyrir sig börnunum: "Þetta er ekki stórmannlegt." Kennarar gagnrýna einnig að gerðardómur taki ekki til starfa fyrr en eftir mánuð. Halldór Ásgrímsson svaraði gagnrýni stjórnarandstöðunnar á þetta atriði í umræðum um frumvarpið á þann veg að þessi dagsetning væri ríkisstjórninni ekki föst í hendi en með þessu væri verið að koma til móts við sjónarmið Alþjóðavinnumálasambandsins. Líklegt er talið að þessi dagsetning breytist í meðförum Allsherjarnefndar. Þingfundur hefst klukkan hálf ellefu í dag og er búist við að frumvarpið um frestun kennaraverkfallsins verði að lögum síðdegis. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra lagði í gær fram frumvarp á Alþingi sem gerir ráð fyrir því að nærri 7 vikna löngu verkfalli kennara verði bannað þannig að kennsla í grunnskólum geti hafist á mánudag. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að hafi deilendur ekki samið fyrir 15. desember, skipi hæstiréttur þriggja manna gerðardóm sem ákveði kaup og kjör kennara ekki síðar en 31. mars 2005. Halldór Ásgrímsson sagði í framsöguræðu sinni að ríkisstjórnin hefði tekið þessa ákvörðun á fundi sínum í gærmorgun eftir ítarlegt samráð við kennara, sveitastjórnarmenn og foreldra: "Ríkisstjórnin telur sig einfaldlega ekki lengur geta setið aðgerðarlaus á meðan 45 þúsund skólabörn fá ekki þá lögmætu kennslu sem þeim ber." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands segir niðurstöðuna skefilega og sýni vanmat og vanvirðingu á skólastarfi og þeim sem þar starfi: "Það á bara að reka fólkið inn í skólana aftur eins og hvern annan fénað á kjörum sem það hefur hafnað í tvígang." Stjórnarandstaðan samþykkti að veita afbrigði frá þingstörfum til að málið kæmist strax á dagskrá Alþingis. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði í ræðu sinni að ríkisstjórnin hefði valið "valdbeitingarleið". Ögmundur Jónasson, vinstri grænum sakaði stjórnina um að beita fyrir sig börnunum: "Þetta er ekki stórmannlegt." Kennarar gagnrýna einnig að gerðardómur taki ekki til starfa fyrr en eftir mánuð. Halldór Ásgrímsson svaraði gagnrýni stjórnarandstöðunnar á þetta atriði í umræðum um frumvarpið á þann veg að þessi dagsetning væri ríkisstjórninni ekki föst í hendi en með þessu væri verið að koma til móts við sjónarmið Alþjóðavinnumálasambandsins. Líklegt er talið að þessi dagsetning breytist í meðförum Allsherjarnefndar. Þingfundur hefst klukkan hálf ellefu í dag og er búist við að frumvarpið um frestun kennaraverkfallsins verði að lögum síðdegis.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Sjá meira