Verkfall kennara bannað með lögum 12. nóvember 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra lagði í gær fram frumvarp á Alþingi sem gerir ráð fyrir því að nærri 7 vikna löngu verkfalli kennara verði bannað þannig að kennsla í grunnskólum geti hafist á mánudag. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að hafi deilendur ekki samið fyrir 15. desember, skipi hæstiréttur þriggja manna gerðardóm sem ákveði kaup og kjör kennara ekki síðar en 31. mars 2005. Halldór Ásgrímsson sagði í framsöguræðu sinni að ríkisstjórnin hefði tekið þessa ákvörðun á fundi sínum í gærmorgun eftir ítarlegt samráð við kennara, sveitastjórnarmenn og foreldra: "Ríkisstjórnin telur sig einfaldlega ekki lengur geta setið aðgerðarlaus á meðan 45 þúsund skólabörn fá ekki þá lögmætu kennslu sem þeim ber." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands segir niðurstöðuna skefilega og sýni vanmat og vanvirðingu á skólastarfi og þeim sem þar starfi: "Það á bara að reka fólkið inn í skólana aftur eins og hvern annan fénað á kjörum sem það hefur hafnað í tvígang." Stjórnarandstaðan samþykkti að veita afbrigði frá þingstörfum til að málið kæmist strax á dagskrá Alþingis. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði í ræðu sinni að ríkisstjórnin hefði valið "valdbeitingarleið". Ögmundur Jónasson, vinstri grænum sakaði stjórnina um að beita fyrir sig börnunum: "Þetta er ekki stórmannlegt." Kennarar gagnrýna einnig að gerðardómur taki ekki til starfa fyrr en eftir mánuð. Halldór Ásgrímsson svaraði gagnrýni stjórnarandstöðunnar á þetta atriði í umræðum um frumvarpið á þann veg að þessi dagsetning væri ríkisstjórninni ekki föst í hendi en með þessu væri verið að koma til móts við sjónarmið Alþjóðavinnumálasambandsins. Líklegt er talið að þessi dagsetning breytist í meðförum Allsherjarnefndar. Þingfundur hefst klukkan hálf ellefu í dag og er búist við að frumvarpið um frestun kennaraverkfallsins verði að lögum síðdegis. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra lagði í gær fram frumvarp á Alþingi sem gerir ráð fyrir því að nærri 7 vikna löngu verkfalli kennara verði bannað þannig að kennsla í grunnskólum geti hafist á mánudag. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að hafi deilendur ekki samið fyrir 15. desember, skipi hæstiréttur þriggja manna gerðardóm sem ákveði kaup og kjör kennara ekki síðar en 31. mars 2005. Halldór Ásgrímsson sagði í framsöguræðu sinni að ríkisstjórnin hefði tekið þessa ákvörðun á fundi sínum í gærmorgun eftir ítarlegt samráð við kennara, sveitastjórnarmenn og foreldra: "Ríkisstjórnin telur sig einfaldlega ekki lengur geta setið aðgerðarlaus á meðan 45 þúsund skólabörn fá ekki þá lögmætu kennslu sem þeim ber." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands segir niðurstöðuna skefilega og sýni vanmat og vanvirðingu á skólastarfi og þeim sem þar starfi: "Það á bara að reka fólkið inn í skólana aftur eins og hvern annan fénað á kjörum sem það hefur hafnað í tvígang." Stjórnarandstaðan samþykkti að veita afbrigði frá þingstörfum til að málið kæmist strax á dagskrá Alþingis. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði í ræðu sinni að ríkisstjórnin hefði valið "valdbeitingarleið". Ögmundur Jónasson, vinstri grænum sakaði stjórnina um að beita fyrir sig börnunum: "Þetta er ekki stórmannlegt." Kennarar gagnrýna einnig að gerðardómur taki ekki til starfa fyrr en eftir mánuð. Halldór Ásgrímsson svaraði gagnrýni stjórnarandstöðunnar á þetta atriði í umræðum um frumvarpið á þann veg að þessi dagsetning væri ríkisstjórninni ekki föst í hendi en með þessu væri verið að koma til móts við sjónarmið Alþjóðavinnumálasambandsins. Líklegt er talið að þessi dagsetning breytist í meðförum Allsherjarnefndar. Þingfundur hefst klukkan hálf ellefu í dag og er búist við að frumvarpið um frestun kennaraverkfallsins verði að lögum síðdegis.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira