Áfram samstarf milli olíufélaganna 9. nóvember 2004 00:01 Olíufélögin þrjú stofnuðu fyrir tveimur mánuðum nýtt félag sem á að sjá um afgreiðslu á flugeldsneyti á Keflavíkurflugvelli og aðra þjónustu við olíu- og flugfélög á vellinum. Þetta félag er stofnað á grunni annars félags sem lagt hefur verið niður en er gagnrýnt harðlega fyrir að hafa verið vettvangur verðsamráðs og verkfæri til að auka hagnað olíufélaganna og skipta honum á milli sín. Forstjóri Esso segir að áfram verði ríkt samstarf á milli olíufélaganna. Fyrir tveimur mánuðum lögðu olíufélögin niður fyrirtækið EAK sf., Eldsneytisafgreiðsluna í Keflavík. Nokkrum dögum áður stofnuðu Esso, Skeljungur og Olís EAK ehf. Á stofnfundi voru tveir fulltrúar hvers félags og er hlutafé þess 18 milljónir króna. Tilgangur hins nýja félags er hinn sami og gamla félagsins: Afgreiðsla á flugeldsneyti á Keflavíkurflugvelli, eignaumsýsla og þjónusta við olíufélög og flugrekendur á Keflavíkurflugvelli. Rekstur EAK er harðlega átalinn í skýrslu samkeppnisstofnunar. Þar kemur meðal annars fram að með stofnun EAK „...væri hægt að innheimta mun hærra gjald af Flugleiðum en ef Flugleiðir færi í útboð og pressuðu niður verðið.“ Í skýrslunni kemur ennfremur fram að verðtilboð félaganna í útboði Flugleiða árin 1996 og 1997 voru unnin í samráði og tilboð Olíufélagsins haft lægst. Olíufélagið greiddi svo ákveðna upphæð af hverjum lítra sem það seldi Flugleiðum inn í EAK, og var henni síðan skipt á milli félaganna. Í niðurstöðu Samkeppnisráðs segir að þetta samráð brjóti gegn tíundu grein samkeppnislaga og það telur ennfremur að einn megintilgangur Eldsneytisafgreiðslunnar á Keflavíkurflugvelli hafi augljóslega verið sá að draga úr samkeppni og hækka verð. EAK hefur verið vettvangur ýmiskonar samráðs olíufélaganna í sölu eldsneytis á Keflavíkurflugvelli. Þá kemur fram að þessar aðgerðir hafi varað að minnsta kosti frá 1995 til 2001. Samkeppnisráð vekur ennfremur athygli á því að olíufélögin hafi „ ... enn samvinnu sín á milli innan vébanda ... EAK á Keflavíkurflugvelli ...“ Þeesi harða gagnrýni á starfsemi Eldsneytisafgreiðslunnar á Keflavíkurflugvelli vekur óneitanlega upp þær spurningar hvers vegna fyrirtækið haldi áfram að starfa, og nú með nýrri kennitölu og breyttu rekstrarformi. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Esso, svarar því til að það sé í sjálfu sér mjög algengt að þessi starfsemi sé sameiginleg erlendis. Það sé af öryggisástæðum því menn vilji ekki hafa of mörg tæki og tól inni á svona viðkvæmum svæðum. Að hans mati er það skynsamleg ráðstöfun. Staðan er því þessi: Það stendur til að hætta samstarfi í innflutningi gass og samrekstri bensínstöðva. Olíudreifing verður hins vegar áfram rekin sameiginlega af Olís og Esso og Eldsneytisafgreiðslan á Keflavíkurflugvelli verður undir hatti allra. Því er spurt hvort ekki verði ríkt samstarf á milli olíufélaganna í ljósi alls þessa? Hjörleifur svarar því til að það verði samstarf á dreifingarhliðinni en það sem Samkeppnisstofnun hafi gert athugasemdir við sé samstarf sem snúi að markaðshliðinni. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira
Olíufélögin þrjú stofnuðu fyrir tveimur mánuðum nýtt félag sem á að sjá um afgreiðslu á flugeldsneyti á Keflavíkurflugvelli og aðra þjónustu við olíu- og flugfélög á vellinum. Þetta félag er stofnað á grunni annars félags sem lagt hefur verið niður en er gagnrýnt harðlega fyrir að hafa verið vettvangur verðsamráðs og verkfæri til að auka hagnað olíufélaganna og skipta honum á milli sín. Forstjóri Esso segir að áfram verði ríkt samstarf á milli olíufélaganna. Fyrir tveimur mánuðum lögðu olíufélögin niður fyrirtækið EAK sf., Eldsneytisafgreiðsluna í Keflavík. Nokkrum dögum áður stofnuðu Esso, Skeljungur og Olís EAK ehf. Á stofnfundi voru tveir fulltrúar hvers félags og er hlutafé þess 18 milljónir króna. Tilgangur hins nýja félags er hinn sami og gamla félagsins: Afgreiðsla á flugeldsneyti á Keflavíkurflugvelli, eignaumsýsla og þjónusta við olíufélög og flugrekendur á Keflavíkurflugvelli. Rekstur EAK er harðlega átalinn í skýrslu samkeppnisstofnunar. Þar kemur meðal annars fram að með stofnun EAK „...væri hægt að innheimta mun hærra gjald af Flugleiðum en ef Flugleiðir færi í útboð og pressuðu niður verðið.“ Í skýrslunni kemur ennfremur fram að verðtilboð félaganna í útboði Flugleiða árin 1996 og 1997 voru unnin í samráði og tilboð Olíufélagsins haft lægst. Olíufélagið greiddi svo ákveðna upphæð af hverjum lítra sem það seldi Flugleiðum inn í EAK, og var henni síðan skipt á milli félaganna. Í niðurstöðu Samkeppnisráðs segir að þetta samráð brjóti gegn tíundu grein samkeppnislaga og það telur ennfremur að einn megintilgangur Eldsneytisafgreiðslunnar á Keflavíkurflugvelli hafi augljóslega verið sá að draga úr samkeppni og hækka verð. EAK hefur verið vettvangur ýmiskonar samráðs olíufélaganna í sölu eldsneytis á Keflavíkurflugvelli. Þá kemur fram að þessar aðgerðir hafi varað að minnsta kosti frá 1995 til 2001. Samkeppnisráð vekur ennfremur athygli á því að olíufélögin hafi „ ... enn samvinnu sín á milli innan vébanda ... EAK á Keflavíkurflugvelli ...“ Þeesi harða gagnrýni á starfsemi Eldsneytisafgreiðslunnar á Keflavíkurflugvelli vekur óneitanlega upp þær spurningar hvers vegna fyrirtækið haldi áfram að starfa, og nú með nýrri kennitölu og breyttu rekstrarformi. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Esso, svarar því til að það sé í sjálfu sér mjög algengt að þessi starfsemi sé sameiginleg erlendis. Það sé af öryggisástæðum því menn vilji ekki hafa of mörg tæki og tól inni á svona viðkvæmum svæðum. Að hans mati er það skynsamleg ráðstöfun. Staðan er því þessi: Það stendur til að hætta samstarfi í innflutningi gass og samrekstri bensínstöðva. Olíudreifing verður hins vegar áfram rekin sameiginlega af Olís og Esso og Eldsneytisafgreiðslan á Keflavíkurflugvelli verður undir hatti allra. Því er spurt hvort ekki verði ríkt samstarf á milli olíufélaganna í ljósi alls þessa? Hjörleifur svarar því til að það verði samstarf á dreifingarhliðinni en það sem Samkeppnisstofnun hafi gert athugasemdir við sé samstarf sem snúi að markaðshliðinni.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira