Áfram samstarf milli olíufélaganna 9. nóvember 2004 00:01 Olíufélögin þrjú stofnuðu fyrir tveimur mánuðum nýtt félag sem á að sjá um afgreiðslu á flugeldsneyti á Keflavíkurflugvelli og aðra þjónustu við olíu- og flugfélög á vellinum. Þetta félag er stofnað á grunni annars félags sem lagt hefur verið niður en er gagnrýnt harðlega fyrir að hafa verið vettvangur verðsamráðs og verkfæri til að auka hagnað olíufélaganna og skipta honum á milli sín. Forstjóri Esso segir að áfram verði ríkt samstarf á milli olíufélaganna. Fyrir tveimur mánuðum lögðu olíufélögin niður fyrirtækið EAK sf., Eldsneytisafgreiðsluna í Keflavík. Nokkrum dögum áður stofnuðu Esso, Skeljungur og Olís EAK ehf. Á stofnfundi voru tveir fulltrúar hvers félags og er hlutafé þess 18 milljónir króna. Tilgangur hins nýja félags er hinn sami og gamla félagsins: Afgreiðsla á flugeldsneyti á Keflavíkurflugvelli, eignaumsýsla og þjónusta við olíufélög og flugrekendur á Keflavíkurflugvelli. Rekstur EAK er harðlega átalinn í skýrslu samkeppnisstofnunar. Þar kemur meðal annars fram að með stofnun EAK „...væri hægt að innheimta mun hærra gjald af Flugleiðum en ef Flugleiðir færi í útboð og pressuðu niður verðið.“ Í skýrslunni kemur ennfremur fram að verðtilboð félaganna í útboði Flugleiða árin 1996 og 1997 voru unnin í samráði og tilboð Olíufélagsins haft lægst. Olíufélagið greiddi svo ákveðna upphæð af hverjum lítra sem það seldi Flugleiðum inn í EAK, og var henni síðan skipt á milli félaganna. Í niðurstöðu Samkeppnisráðs segir að þetta samráð brjóti gegn tíundu grein samkeppnislaga og það telur ennfremur að einn megintilgangur Eldsneytisafgreiðslunnar á Keflavíkurflugvelli hafi augljóslega verið sá að draga úr samkeppni og hækka verð. EAK hefur verið vettvangur ýmiskonar samráðs olíufélaganna í sölu eldsneytis á Keflavíkurflugvelli. Þá kemur fram að þessar aðgerðir hafi varað að minnsta kosti frá 1995 til 2001. Samkeppnisráð vekur ennfremur athygli á því að olíufélögin hafi „ ... enn samvinnu sín á milli innan vébanda ... EAK á Keflavíkurflugvelli ...“ Þeesi harða gagnrýni á starfsemi Eldsneytisafgreiðslunnar á Keflavíkurflugvelli vekur óneitanlega upp þær spurningar hvers vegna fyrirtækið haldi áfram að starfa, og nú með nýrri kennitölu og breyttu rekstrarformi. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Esso, svarar því til að það sé í sjálfu sér mjög algengt að þessi starfsemi sé sameiginleg erlendis. Það sé af öryggisástæðum því menn vilji ekki hafa of mörg tæki og tól inni á svona viðkvæmum svæðum. Að hans mati er það skynsamleg ráðstöfun. Staðan er því þessi: Það stendur til að hætta samstarfi í innflutningi gass og samrekstri bensínstöðva. Olíudreifing verður hins vegar áfram rekin sameiginlega af Olís og Esso og Eldsneytisafgreiðslan á Keflavíkurflugvelli verður undir hatti allra. Því er spurt hvort ekki verði ríkt samstarf á milli olíufélaganna í ljósi alls þessa? Hjörleifur svarar því til að það verði samstarf á dreifingarhliðinni en það sem Samkeppnisstofnun hafi gert athugasemdir við sé samstarf sem snúi að markaðshliðinni. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Olíufélögin þrjú stofnuðu fyrir tveimur mánuðum nýtt félag sem á að sjá um afgreiðslu á flugeldsneyti á Keflavíkurflugvelli og aðra þjónustu við olíu- og flugfélög á vellinum. Þetta félag er stofnað á grunni annars félags sem lagt hefur verið niður en er gagnrýnt harðlega fyrir að hafa verið vettvangur verðsamráðs og verkfæri til að auka hagnað olíufélaganna og skipta honum á milli sín. Forstjóri Esso segir að áfram verði ríkt samstarf á milli olíufélaganna. Fyrir tveimur mánuðum lögðu olíufélögin niður fyrirtækið EAK sf., Eldsneytisafgreiðsluna í Keflavík. Nokkrum dögum áður stofnuðu Esso, Skeljungur og Olís EAK ehf. Á stofnfundi voru tveir fulltrúar hvers félags og er hlutafé þess 18 milljónir króna. Tilgangur hins nýja félags er hinn sami og gamla félagsins: Afgreiðsla á flugeldsneyti á Keflavíkurflugvelli, eignaumsýsla og þjónusta við olíufélög og flugrekendur á Keflavíkurflugvelli. Rekstur EAK er harðlega átalinn í skýrslu samkeppnisstofnunar. Þar kemur meðal annars fram að með stofnun EAK „...væri hægt að innheimta mun hærra gjald af Flugleiðum en ef Flugleiðir færi í útboð og pressuðu niður verðið.“ Í skýrslunni kemur ennfremur fram að verðtilboð félaganna í útboði Flugleiða árin 1996 og 1997 voru unnin í samráði og tilboð Olíufélagsins haft lægst. Olíufélagið greiddi svo ákveðna upphæð af hverjum lítra sem það seldi Flugleiðum inn í EAK, og var henni síðan skipt á milli félaganna. Í niðurstöðu Samkeppnisráðs segir að þetta samráð brjóti gegn tíundu grein samkeppnislaga og það telur ennfremur að einn megintilgangur Eldsneytisafgreiðslunnar á Keflavíkurflugvelli hafi augljóslega verið sá að draga úr samkeppni og hækka verð. EAK hefur verið vettvangur ýmiskonar samráðs olíufélaganna í sölu eldsneytis á Keflavíkurflugvelli. Þá kemur fram að þessar aðgerðir hafi varað að minnsta kosti frá 1995 til 2001. Samkeppnisráð vekur ennfremur athygli á því að olíufélögin hafi „ ... enn samvinnu sín á milli innan vébanda ... EAK á Keflavíkurflugvelli ...“ Þeesi harða gagnrýni á starfsemi Eldsneytisafgreiðslunnar á Keflavíkurflugvelli vekur óneitanlega upp þær spurningar hvers vegna fyrirtækið haldi áfram að starfa, og nú með nýrri kennitölu og breyttu rekstrarformi. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Esso, svarar því til að það sé í sjálfu sér mjög algengt að þessi starfsemi sé sameiginleg erlendis. Það sé af öryggisástæðum því menn vilji ekki hafa of mörg tæki og tól inni á svona viðkvæmum svæðum. Að hans mati er það skynsamleg ráðstöfun. Staðan er því þessi: Það stendur til að hætta samstarfi í innflutningi gass og samrekstri bensínstöðva. Olíudreifing verður hins vegar áfram rekin sameiginlega af Olís og Esso og Eldsneytisafgreiðslan á Keflavíkurflugvelli verður undir hatti allra. Því er spurt hvort ekki verði ríkt samstarf á milli olíufélaganna í ljósi alls þessa? Hjörleifur svarar því til að það verði samstarf á dreifingarhliðinni en það sem Samkeppnisstofnun hafi gert athugasemdir við sé samstarf sem snúi að markaðshliðinni.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira