Grátlega erfiður hnútur 9. nóvember 2004 00:01 "Þetta er grátlega erfiður hnútur," sagði Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, eftir að launanefnd sveitarfélaganna hafði hafnað tilboði Kennarasambands Íslands á tólfta tímanum á mánudag. Hugmyndir samninganefndanna um leiðir að kjarasamningi eru gjörólíkar. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir tilboðið sem lagt var fyrir launanefndina hafa verið vísun á samningsgrundvöll. Það hafi verið byggt á því skársta úr miðlunartillögunni og því sem kennarar töldu að vantaði. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndarinnar í viðræðunum, segir engan grundvöll til samninga í tilboði kennara. Launanefndin gangi óbundin af miðlunartillögunni til viðræðna. Hún vilji sá framþróun í skólastarfi sem niðurnjörfuð skilgreining á verkstjórnartíma hamli. Birgir segir launanefndina hafa verið ósátta við margt í tillögu ríkissáttasemjara en gengið að henni þar sem nefndin hafi talið að samningur gætu náðst. Hún vilji nú sjá kennara lúta verkstjórn og vinnurétti eins og gildi um aðra sérfræðinga sveitarfélaganna. Tilboð kennara hljóðaði upp á um 36 prósenta kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin. Eiríkur segir það svipaða upphæð og tilboð kennara frá því í vor. Ef litlu hærra sé það ekki óeðlilegt: "Menn eru alltaf að verða fyrir meira og meira tekjutapi og það þarf að vinna það upp." Birgir segir kostnaðarramman á miðlunartillögu ríkissáttasemjara hafa verið rúm 29 prósent: "Við í launanefndinni teljum að það sé í raun allt of hátt." Hærra verði ekki farið. Eiríkur telur sveitarfélögin eiga næstu skref í kjaradeilunni: "Ég tel að það sem við lögðum fram í tilboðinu sé það sem leysi deiluna. Ég sé enga framtíð í því að búa til samning sem verði felldur." Kristján Þór segir að finni deilendur ekki sameiginlega snertipunkta fram í miðja næstu viku telji hann fullreynt að nefndinar ráði við verkefnið. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
"Þetta er grátlega erfiður hnútur," sagði Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, eftir að launanefnd sveitarfélaganna hafði hafnað tilboði Kennarasambands Íslands á tólfta tímanum á mánudag. Hugmyndir samninganefndanna um leiðir að kjarasamningi eru gjörólíkar. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir tilboðið sem lagt var fyrir launanefndina hafa verið vísun á samningsgrundvöll. Það hafi verið byggt á því skársta úr miðlunartillögunni og því sem kennarar töldu að vantaði. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndarinnar í viðræðunum, segir engan grundvöll til samninga í tilboði kennara. Launanefndin gangi óbundin af miðlunartillögunni til viðræðna. Hún vilji sá framþróun í skólastarfi sem niðurnjörfuð skilgreining á verkstjórnartíma hamli. Birgir segir launanefndina hafa verið ósátta við margt í tillögu ríkissáttasemjara en gengið að henni þar sem nefndin hafi talið að samningur gætu náðst. Hún vilji nú sjá kennara lúta verkstjórn og vinnurétti eins og gildi um aðra sérfræðinga sveitarfélaganna. Tilboð kennara hljóðaði upp á um 36 prósenta kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin. Eiríkur segir það svipaða upphæð og tilboð kennara frá því í vor. Ef litlu hærra sé það ekki óeðlilegt: "Menn eru alltaf að verða fyrir meira og meira tekjutapi og það þarf að vinna það upp." Birgir segir kostnaðarramman á miðlunartillögu ríkissáttasemjara hafa verið rúm 29 prósent: "Við í launanefndinni teljum að það sé í raun allt of hátt." Hærra verði ekki farið. Eiríkur telur sveitarfélögin eiga næstu skref í kjaradeilunni: "Ég tel að það sem við lögðum fram í tilboðinu sé það sem leysi deiluna. Ég sé enga framtíð í því að búa til samning sem verði felldur." Kristján Þór segir að finni deilendur ekki sameiginlega snertipunkta fram í miðja næstu viku telji hann fullreynt að nefndinar ráði við verkefnið.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira