Verður ekki forseti 2008 9. nóvember 2004 00:01 Þegar bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Hillary Rodham Clinton kom til Íslands í lok ágúst ásamt manni sínum Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta var mikið um það skrafað að þarna væri líklega á ferð framtíðarforeti vestanhafs. Frúin var spurð um möguleika Johns Kerry á að vinna forsetakosningarnar og vakti athygli hve fámál hún var um það atriði. Um þetta leyti voru miklar umræður í gangi um það að líklega yrði hún valin forsetaefni demókrata í kosningunum eftir fjögur ár, árið 2008. Heyrðist sú skoðun meðal eindreginna fylgismanna hennar að ef til vill væri það fyrir bestu að Bush fengi önnur fjögur ár í Hvíta húsinu því ekki gæti Hillary keppt við flokksbróður sinn um forsetaembættið; næði Kerry kjöri væri víst að hann stefndi að því að sitja að völdum í átta ár. Á flokksþingi demókrata í sumar sem leið var frambjóðandanum Kerry að vonum fagnað en athygli vakti hve miklu innilegra, lengra og öflugra lófatakið var þegar Clinton-hjónin ávörpuðu ráðstefnuna. Skoðanakönnun sem gerð var meðal þingfulltrúa leiddi í ljós að 75% þeirra vildu að Hillary Clinton yrði forsetaefni flokksins árið 2008 ef Kerry næði ekki kjöri. Nú þegar Kerry hefur beðið mikinn ósigur og Bush er sestur í valdastól að nýju er eðlilegt að spurt sé hvort ekki megi treysta því að Hillary Clinton fari fram eftir fjögur ár. Að vísu hefur heyrst að John Kerry útiloki ekki að endurtaka leikinn en allir sem eitthvað spá í það tal telja að um óra eina sé að ræða. Til þess hafi hann engan stuðning. En Hillary? Verður hún í framboði? Svarið, að svo miklu leyti sem hægt er að svara slíkri spurningu með jafn löngum fyrirvara, er afdráttarlaust. Nei. Hún á enga möguleika lengur. Lengur? Hvað hefur breyst? Það hefur komið í ljós að bandarískir demókratar áttuðu sig ekki á því hvert hreyfiaflið var í stjórnmálum í þeirra eigin landi. Þeir héldu að kosningarnar snerust um Íraksstríðið, hryðjuverkastefnuna og efnahags- og atvinnumál. Og vissulega voru þetta allt mál sem brunnu á kjósendum. En þegar kjósendur um öll Bandaríkin voru spurðir að því á kjördag hvað hefði ráðið úrslitum um afstöðu þeirra á endanum var svarið sem yfirgnæfði allt annað "moral values"; verðmætamat, lífsgildi, siðferðissjónarmið. Jonathan Freedland talar í Guardian um "faith", "flag" og "family"; trúna, þjóðerniskenndina og fjölskyldugildin. Bætir við að á óheflaðra máli þýði þetta í huga kjósenda "God", "guns" og "gays". Kjósendum fannst Bush frekar vera fulltrúi fyrir sín "moral values" en Kerry sem væri of frjálslyndur eða vinstri sinnaður. Þess vegna kusu þeir Bush. Þeir treystu honum best fyrir að koma í veg fyrir upplausn fjölskyldunnar, fyrir því að standa vörð um bandaríska menningu og hefðbundin kristin trúarviðhorf. Eru Bandaríkjamenn þá svona agalega forpokaðir, íhaldssamir og trúaðir? Líklega má svara því að einhverju leyti játandi ef við erum til dæmis með okkur Evrópubúa í huga til samanburðar. En menn verða að gæta þess að ganga ekki í langt í túlkunum sínum. Það er ekkert trúarofstæki sem hefur heltekið tugmilljónir Bandaríkjamanna heldur ósköp hversdagsleg trúarleg viðhorf sem vel að merkja allur þorri Íslendinga játar með vörunum en Bandaríkjamenn í verki með vikulegum kirkjuferðum. Vissulega er líka um ákafa og jafnvel ofsa í trúarefnum að ræða eins og við þekkjum úr sérsöfnuðum hér á landi og sennilegra eru slík viðhorf miklu útbreiddari vestan hafs en í Evrópu. Þáttur í því að Kerry tapaði og Bush sigraði var að stórum hluta kjósenda fannst hinn síðarnefndi tilheyra sínum "menningarheimi". Þetta tengist áreiðanlega skilningi kjósenda á "moral values". Bush er alþýðlegur maður sem talar mál fjöldans, maður einfaldra hugsana (sem út af fyrir sig þurfa ekki að vera verri fyrir það); maður sem hinn almenni Bandaríkjamaður gæti sest niður með og drukkið með kaffi - nú eða bjór ef karlinn væri ekki orðinn bindindismaður. Kerry aftur á móti er gáfumaður sem talar í löngum og flóknum setningum. Það þarf lið sérfræðinga til að útskýra eftir á hvað hann er að fara. Ekkert mál er svo einfalt að hann geti ekki gert það flókið. Bandaríkjamenn hafa aldrei verið mikið fyrir svoleiðis stjórnmálamenn þótt margir þeirra beri virðingu fyrir þeim; þorranum finnst að gáfumennirnir eigi frekar heima í háskólum og stofnunum en á þingi og í Hvíta húsinu. Og þá er aftur komið að Hillary Clinton. Allir vita að hún er menntakona, vinstri sinni og femínisti. Þó að henni þyki vænt um alþýðu manna og vilji úrbætur í félagslegum efnum í heimalandi sínu er hún ekki fulltrúi fyrir þau gildi - "moral values" - eða menningarheim sem bandarískir kjósendur létu ráða atkvæði sínu á kjördag. Hún er með öðrum orðum ekki lausnin á þeim vanda sem demókrötum var skapaður í forsetakosningunum. Þess vegna kemur hún ekki til greina. Demókratar geta ekki boðið fram jafn eindreginn vinstri sinna - í bandarískum skilningi þess hugtaks - og Hillary Clinton. Þeir verða að sækja frá miðju og vinstri hlið stjórnmálanna yfir á þá hægri ætli þeir að leggjast í pólitíska landvinninga, hvort sem verið er að ræða um þingið eða Hvíta húsið. Og þegar eru farnar að berast fregnir af því að leiðtogar demókrata séu farnir að svipast um eftir stefnumálum og leiðsögn um vinnubrögð og baráttuaðferðir innanlands og utan. Þeir velta fyrir sér af hverju breskir jafnaðarmenn hafa verið svona sigursælir. Kannski leita þeir í smiðju Tony Blair - það er að segja ef hann verður ekki of upptekinn við að klappa vini sínu Bush lof í lófa. Og kannski leita þeir hingað. Hver veit. Þegar Hillary Clinton var hér í sumar kom fram að hún dáðist að íslensku stjórnskipulagi og efnahags- og velferðarstefnu stjórnvalda. Það hefur áreiðanlega verið henni ráðgáta af hverju forsætisráðherrann sem henni fannst deila með henni skoðunum í þessu efni var stuðningsmaður Bush. En sjálf er Hillary Clinton ekki lengur rétta manneskjan til að stýra þessari baráttu. Enginn dregur vitsmuni hennar og hæfni í efa en demókratar mun enga áhættu taka í næstu kosningum.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Þegar bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Hillary Rodham Clinton kom til Íslands í lok ágúst ásamt manni sínum Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta var mikið um það skrafað að þarna væri líklega á ferð framtíðarforeti vestanhafs. Frúin var spurð um möguleika Johns Kerry á að vinna forsetakosningarnar og vakti athygli hve fámál hún var um það atriði. Um þetta leyti voru miklar umræður í gangi um það að líklega yrði hún valin forsetaefni demókrata í kosningunum eftir fjögur ár, árið 2008. Heyrðist sú skoðun meðal eindreginna fylgismanna hennar að ef til vill væri það fyrir bestu að Bush fengi önnur fjögur ár í Hvíta húsinu því ekki gæti Hillary keppt við flokksbróður sinn um forsetaembættið; næði Kerry kjöri væri víst að hann stefndi að því að sitja að völdum í átta ár. Á flokksþingi demókrata í sumar sem leið var frambjóðandanum Kerry að vonum fagnað en athygli vakti hve miklu innilegra, lengra og öflugra lófatakið var þegar Clinton-hjónin ávörpuðu ráðstefnuna. Skoðanakönnun sem gerð var meðal þingfulltrúa leiddi í ljós að 75% þeirra vildu að Hillary Clinton yrði forsetaefni flokksins árið 2008 ef Kerry næði ekki kjöri. Nú þegar Kerry hefur beðið mikinn ósigur og Bush er sestur í valdastól að nýju er eðlilegt að spurt sé hvort ekki megi treysta því að Hillary Clinton fari fram eftir fjögur ár. Að vísu hefur heyrst að John Kerry útiloki ekki að endurtaka leikinn en allir sem eitthvað spá í það tal telja að um óra eina sé að ræða. Til þess hafi hann engan stuðning. En Hillary? Verður hún í framboði? Svarið, að svo miklu leyti sem hægt er að svara slíkri spurningu með jafn löngum fyrirvara, er afdráttarlaust. Nei. Hún á enga möguleika lengur. Lengur? Hvað hefur breyst? Það hefur komið í ljós að bandarískir demókratar áttuðu sig ekki á því hvert hreyfiaflið var í stjórnmálum í þeirra eigin landi. Þeir héldu að kosningarnar snerust um Íraksstríðið, hryðjuverkastefnuna og efnahags- og atvinnumál. Og vissulega voru þetta allt mál sem brunnu á kjósendum. En þegar kjósendur um öll Bandaríkin voru spurðir að því á kjördag hvað hefði ráðið úrslitum um afstöðu þeirra á endanum var svarið sem yfirgnæfði allt annað "moral values"; verðmætamat, lífsgildi, siðferðissjónarmið. Jonathan Freedland talar í Guardian um "faith", "flag" og "family"; trúna, þjóðerniskenndina og fjölskyldugildin. Bætir við að á óheflaðra máli þýði þetta í huga kjósenda "God", "guns" og "gays". Kjósendum fannst Bush frekar vera fulltrúi fyrir sín "moral values" en Kerry sem væri of frjálslyndur eða vinstri sinnaður. Þess vegna kusu þeir Bush. Þeir treystu honum best fyrir að koma í veg fyrir upplausn fjölskyldunnar, fyrir því að standa vörð um bandaríska menningu og hefðbundin kristin trúarviðhorf. Eru Bandaríkjamenn þá svona agalega forpokaðir, íhaldssamir og trúaðir? Líklega má svara því að einhverju leyti játandi ef við erum til dæmis með okkur Evrópubúa í huga til samanburðar. En menn verða að gæta þess að ganga ekki í langt í túlkunum sínum. Það er ekkert trúarofstæki sem hefur heltekið tugmilljónir Bandaríkjamanna heldur ósköp hversdagsleg trúarleg viðhorf sem vel að merkja allur þorri Íslendinga játar með vörunum en Bandaríkjamenn í verki með vikulegum kirkjuferðum. Vissulega er líka um ákafa og jafnvel ofsa í trúarefnum að ræða eins og við þekkjum úr sérsöfnuðum hér á landi og sennilegra eru slík viðhorf miklu útbreiddari vestan hafs en í Evrópu. Þáttur í því að Kerry tapaði og Bush sigraði var að stórum hluta kjósenda fannst hinn síðarnefndi tilheyra sínum "menningarheimi". Þetta tengist áreiðanlega skilningi kjósenda á "moral values". Bush er alþýðlegur maður sem talar mál fjöldans, maður einfaldra hugsana (sem út af fyrir sig þurfa ekki að vera verri fyrir það); maður sem hinn almenni Bandaríkjamaður gæti sest niður með og drukkið með kaffi - nú eða bjór ef karlinn væri ekki orðinn bindindismaður. Kerry aftur á móti er gáfumaður sem talar í löngum og flóknum setningum. Það þarf lið sérfræðinga til að útskýra eftir á hvað hann er að fara. Ekkert mál er svo einfalt að hann geti ekki gert það flókið. Bandaríkjamenn hafa aldrei verið mikið fyrir svoleiðis stjórnmálamenn þótt margir þeirra beri virðingu fyrir þeim; þorranum finnst að gáfumennirnir eigi frekar heima í háskólum og stofnunum en á þingi og í Hvíta húsinu. Og þá er aftur komið að Hillary Clinton. Allir vita að hún er menntakona, vinstri sinni og femínisti. Þó að henni þyki vænt um alþýðu manna og vilji úrbætur í félagslegum efnum í heimalandi sínu er hún ekki fulltrúi fyrir þau gildi - "moral values" - eða menningarheim sem bandarískir kjósendur létu ráða atkvæði sínu á kjördag. Hún er með öðrum orðum ekki lausnin á þeim vanda sem demókrötum var skapaður í forsetakosningunum. Þess vegna kemur hún ekki til greina. Demókratar geta ekki boðið fram jafn eindreginn vinstri sinna - í bandarískum skilningi þess hugtaks - og Hillary Clinton. Þeir verða að sækja frá miðju og vinstri hlið stjórnmálanna yfir á þá hægri ætli þeir að leggjast í pólitíska landvinninga, hvort sem verið er að ræða um þingið eða Hvíta húsið. Og þegar eru farnar að berast fregnir af því að leiðtogar demókrata séu farnir að svipast um eftir stefnumálum og leiðsögn um vinnubrögð og baráttuaðferðir innanlands og utan. Þeir velta fyrir sér af hverju breskir jafnaðarmenn hafa verið svona sigursælir. Kannski leita þeir í smiðju Tony Blair - það er að segja ef hann verður ekki of upptekinn við að klappa vini sínu Bush lof í lófa. Og kannski leita þeir hingað. Hver veit. Þegar Hillary Clinton var hér í sumar kom fram að hún dáðist að íslensku stjórnskipulagi og efnahags- og velferðarstefnu stjórnvalda. Það hefur áreiðanlega verið henni ráðgáta af hverju forsætisráðherrann sem henni fannst deila með henni skoðunum í þessu efni var stuðningsmaður Bush. En sjálf er Hillary Clinton ekki lengur rétta manneskjan til að stýra þessari baráttu. Enginn dregur vitsmuni hennar og hæfni í efa en demókratar mun enga áhættu taka í næstu kosningum.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun