Lausnin vandfundin á Alþingi? 9. nóvember 2004 00:01 Lausn á kennaradeilunni virðist ekki vera að finna á Alþingi ef marka má þær umræður sem þar fóru fram utandagskrár á öðrum tímanum. Pétur Bjarnason Frjálslynda flokknum var málshefjandi og sagði hann ríkisstjórnina ekki geta setið aðgerðalausa hjá lengur á meðan börn þessa lands fá ekki notið menntunar vegna verkfalls kennara. Telur Pétur að sýnt hafi verið fram á máttleysi launanefndar sveitarfélaganna til að takast á við vandann og sagði ábyrgð menntamálaráðherra mikla. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði verkefni dagsins vera að bæta kjör kennara svo ásætttanlegt sé fyrir þá að sinna sínum mikilvægu störfum og án þess að slíkir samningar feli í sér ógnun við kærkominn stöðugleika. Hún vill að aðilar sitji við samingaborðið svo lausn fáist hið fyrsta. Össur Skarphéðinsson Samfylkingunni sagði ekkert að finna í ræðu menntamálaráðherra sem liðkað gæti fyrir lausn verkfallsins. Hjálmar Árnasson Framsóknarflokki fullyrti að samfélagið héldi kennarastéttinni að mörgu leyti í gíslingu. Hann vísar þar m.a. til yfirlýsinga frá ýmsum verkalýðsfélögum og samtökum þeirra. Kolbrún Halldórsdóttir Vinstri - grænum vakti athygli á því að kennarar lögðu fram viðræðuáætlun sína í janúar síðastliðnum og að samningarnir hafi verið lausir í mars. Auk þess hafi þeir lagt fram tilboð um samning til eins árs til að reyna að forða verkfalli en ekki hafi verið tekið í þá „útréttu hönd“. Hægt er að hlusta á brot úr umræðunum með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Lausn á kennaradeilunni virðist ekki vera að finna á Alþingi ef marka má þær umræður sem þar fóru fram utandagskrár á öðrum tímanum. Pétur Bjarnason Frjálslynda flokknum var málshefjandi og sagði hann ríkisstjórnina ekki geta setið aðgerðalausa hjá lengur á meðan börn þessa lands fá ekki notið menntunar vegna verkfalls kennara. Telur Pétur að sýnt hafi verið fram á máttleysi launanefndar sveitarfélaganna til að takast á við vandann og sagði ábyrgð menntamálaráðherra mikla. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði verkefni dagsins vera að bæta kjör kennara svo ásætttanlegt sé fyrir þá að sinna sínum mikilvægu störfum og án þess að slíkir samningar feli í sér ógnun við kærkominn stöðugleika. Hún vill að aðilar sitji við samingaborðið svo lausn fáist hið fyrsta. Össur Skarphéðinsson Samfylkingunni sagði ekkert að finna í ræðu menntamálaráðherra sem liðkað gæti fyrir lausn verkfallsins. Hjálmar Árnasson Framsóknarflokki fullyrti að samfélagið héldi kennarastéttinni að mörgu leyti í gíslingu. Hann vísar þar m.a. til yfirlýsinga frá ýmsum verkalýðsfélögum og samtökum þeirra. Kolbrún Halldórsdóttir Vinstri - grænum vakti athygli á því að kennarar lögðu fram viðræðuáætlun sína í janúar síðastliðnum og að samningarnir hafi verið lausir í mars. Auk þess hafi þeir lagt fram tilboð um samning til eins árs til að reyna að forða verkfalli en ekki hafi verið tekið í þá „útréttu hönd“. Hægt er að hlusta á brot úr umræðunum með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira