Lausnin vandfundin á Alþingi? 9. nóvember 2004 00:01 Lausn á kennaradeilunni virðist ekki vera að finna á Alþingi ef marka má þær umræður sem þar fóru fram utandagskrár á öðrum tímanum. Pétur Bjarnason Frjálslynda flokknum var málshefjandi og sagði hann ríkisstjórnina ekki geta setið aðgerðalausa hjá lengur á meðan börn þessa lands fá ekki notið menntunar vegna verkfalls kennara. Telur Pétur að sýnt hafi verið fram á máttleysi launanefndar sveitarfélaganna til að takast á við vandann og sagði ábyrgð menntamálaráðherra mikla. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði verkefni dagsins vera að bæta kjör kennara svo ásætttanlegt sé fyrir þá að sinna sínum mikilvægu störfum og án þess að slíkir samningar feli í sér ógnun við kærkominn stöðugleika. Hún vill að aðilar sitji við samingaborðið svo lausn fáist hið fyrsta. Össur Skarphéðinsson Samfylkingunni sagði ekkert að finna í ræðu menntamálaráðherra sem liðkað gæti fyrir lausn verkfallsins. Hjálmar Árnasson Framsóknarflokki fullyrti að samfélagið héldi kennarastéttinni að mörgu leyti í gíslingu. Hann vísar þar m.a. til yfirlýsinga frá ýmsum verkalýðsfélögum og samtökum þeirra. Kolbrún Halldórsdóttir Vinstri - grænum vakti athygli á því að kennarar lögðu fram viðræðuáætlun sína í janúar síðastliðnum og að samningarnir hafi verið lausir í mars. Auk þess hafi þeir lagt fram tilboð um samning til eins árs til að reyna að forða verkfalli en ekki hafi verið tekið í þá „útréttu hönd“. Hægt er að hlusta á brot úr umræðunum með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Lausn á kennaradeilunni virðist ekki vera að finna á Alþingi ef marka má þær umræður sem þar fóru fram utandagskrár á öðrum tímanum. Pétur Bjarnason Frjálslynda flokknum var málshefjandi og sagði hann ríkisstjórnina ekki geta setið aðgerðalausa hjá lengur á meðan börn þessa lands fá ekki notið menntunar vegna verkfalls kennara. Telur Pétur að sýnt hafi verið fram á máttleysi launanefndar sveitarfélaganna til að takast á við vandann og sagði ábyrgð menntamálaráðherra mikla. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði verkefni dagsins vera að bæta kjör kennara svo ásætttanlegt sé fyrir þá að sinna sínum mikilvægu störfum og án þess að slíkir samningar feli í sér ógnun við kærkominn stöðugleika. Hún vill að aðilar sitji við samingaborðið svo lausn fáist hið fyrsta. Össur Skarphéðinsson Samfylkingunni sagði ekkert að finna í ræðu menntamálaráðherra sem liðkað gæti fyrir lausn verkfallsins. Hjálmar Árnasson Framsóknarflokki fullyrti að samfélagið héldi kennarastéttinni að mörgu leyti í gíslingu. Hann vísar þar m.a. til yfirlýsinga frá ýmsum verkalýðsfélögum og samtökum þeirra. Kolbrún Halldórsdóttir Vinstri - grænum vakti athygli á því að kennarar lögðu fram viðræðuáætlun sína í janúar síðastliðnum og að samningarnir hafi verið lausir í mars. Auk þess hafi þeir lagt fram tilboð um samning til eins árs til að reyna að forða verkfalli en ekki hafi verið tekið í þá „útréttu hönd“. Hægt er að hlusta á brot úr umræðunum með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira