Gríðarleg óánægja með tillöguna 6. nóvember 2004 00:01 Gríðarleg óánægja er meðal grunnskólakennara með miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Talið er fullvíst að hún verði felld sem þýðir að verkfall hefst á nýjan leik í grunnskólum landsins á þriðjudag. Miklar annir hafa verið í húsakynnum ríkissáttasemjara undanfarið en tekið verður á móti atkvæðum fram til klukkan eitt á mánudag. Þá hefst talningin. Það er kannski einkennandi fyrir stemmninguna sem ríkir um þessa atkvæðagreiðslu að starfsfólk ríkissáttasemjara er spurt spjörunum úr um framkvæmd hennar og langflestir virðast ekki treysta póstsamgöngum og kjósa að afhenda atkvæði sitt í eigin persónu. Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara, segir óvenjulegt hvað margir komi með atkvæði sitt sjálfir. Hátt á fimmta þúsund grunnskólakennarar eru á kjörskrá. Ef meira en fjórðungur þeirra greiðir atkvæði gegn tillögunni skoðast hún felld. Það var sama við hvern úr röðum kennara fréttastofa ræddi við í gær - fólk var á einu máli um að hún yrði felld. Það eina sem þá er ljóst í stöðunni er að verkfall hefst aftur strax á þriðjudag. Svo virðist sem kennurum þyki sú launahækkun sem í tillögunni felst ekki vera nægjanleg og að hún leiðrétti ekki ýmis ákvæði síðustu samninga sem einnig er megn óánægja með. Anna María Jónsdóttir, kennari við Vogaskóla, segir miðlunartillöguna hafa valdið gríðarlega miklum vonbrigðum innan stéttarinnar og á von á því að kennsla falli niður að nýju á þriðjudag. Rebekka Ólafsdóttir, kennari við Korpuskóla, segist hafa hafnað tillögunni því hún sé ekki sátt við innihald hennar. Hún á einnig von á því að tillagan verði felld og verkfall hefjist því að nýju. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira
Gríðarleg óánægja er meðal grunnskólakennara með miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Talið er fullvíst að hún verði felld sem þýðir að verkfall hefst á nýjan leik í grunnskólum landsins á þriðjudag. Miklar annir hafa verið í húsakynnum ríkissáttasemjara undanfarið en tekið verður á móti atkvæðum fram til klukkan eitt á mánudag. Þá hefst talningin. Það er kannski einkennandi fyrir stemmninguna sem ríkir um þessa atkvæðagreiðslu að starfsfólk ríkissáttasemjara er spurt spjörunum úr um framkvæmd hennar og langflestir virðast ekki treysta póstsamgöngum og kjósa að afhenda atkvæði sitt í eigin persónu. Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara, segir óvenjulegt hvað margir komi með atkvæði sitt sjálfir. Hátt á fimmta þúsund grunnskólakennarar eru á kjörskrá. Ef meira en fjórðungur þeirra greiðir atkvæði gegn tillögunni skoðast hún felld. Það var sama við hvern úr röðum kennara fréttastofa ræddi við í gær - fólk var á einu máli um að hún yrði felld. Það eina sem þá er ljóst í stöðunni er að verkfall hefst aftur strax á þriðjudag. Svo virðist sem kennurum þyki sú launahækkun sem í tillögunni felst ekki vera nægjanleg og að hún leiðrétti ekki ýmis ákvæði síðustu samninga sem einnig er megn óánægja með. Anna María Jónsdóttir, kennari við Vogaskóla, segir miðlunartillöguna hafa valdið gríðarlega miklum vonbrigðum innan stéttarinnar og á von á því að kennsla falli niður að nýju á þriðjudag. Rebekka Ólafsdóttir, kennari við Korpuskóla, segist hafa hafnað tillögunni því hún sé ekki sátt við innihald hennar. Hún á einnig von á því að tillagan verði felld og verkfall hefjist því að nýju.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira