Afsögn formanns bæjarráðs 5. nóvember 2004 00:01 Andrés Sigmundsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja, hefur sagt af sér í framhaldi af umræðu sem átti sér stað á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær um undirritun hans á viljayfirlýsingu um skoðun kaupa á fasteignum. Andrés sagði af sér bæði sem formaður bæjarráðs og formaður í verkefnisstjórn um byggingu menningarhúss. Andrés hafði án samþykkis eða samráðs við kóng eða prest undirritað viljayfirlýsingu um kaup á hálfónýtum og verðlausum frystihússkumbalda fyrir stórfé undir rekstur menningarhúss. Kaupverðið átti að vera 153 milljónir, eftir því sem fréttastofan kemst næst, en tekið skal fram að sú tala hefur ekki fengist staðfest. Fyrir fáeinum árum ákvað vinnslustöðin að losna við húsið, sem talið var algerlega verðlaust og gott betur, því sá gat fengið húsið gefins sem færi fram á lægstu greiðslu með því, gegn því að mála það að utan og lagfæra þakið þannig að ekki stafaði hætta af foki af þakinu og að húsið yrði ekki lengur lýti í miðbænum. Sá sem fór fram á lægsta tilboðið fékk húsið gefins og 7-10 milljónir í meðgjöf til framkvæmdanna. Upp komst um málið í gær þegar lögmaður eigendans fór að ganga eftir frágangi kaupanna og peningunum fyrir húsið. Byggði hann þar á viljayfirlýsingu Andrésar sem hann hafði enga heimild til að undirrita fyrir hönd nefndarinnar eða bæjarins. Í yfirlýsingu sem Andrés hefur sent frá sér segir meðal annars: „Nokkrar umræður hafa farið fram í verkefnastjórn Menningarhúss um möguleika á því að nýta gömlu Fiskiðju- og Ísfélagshúsin undir hluta af þeirri starfsemi sem samningur um byggingu menningarhúss kveður á um að skuli vera til staðar í Vestmannaeyjum, eftir að verkefninu er lokið. Í framhaldi af þessum umræðum ræddi ég við fltr. eigenda hluta „Fiskiðjuhússins“ í Vestmannaeyjum 12. okt. s.l. um möguleika á kaupum. Á þessum fundi ákvað ég að undirrita viljayfirlýsingu um að kaup á þessari eign yrðu skoðuð frekar í verkefnastjórn um Menningarhús. Ég tilkynnti eigendum hússins í „tölvubréfi“ 27. okt. s.l. að enginn flötur væri á því að halda viðræðum um kaup áfram. Engar kvaðir né skuldbindingar fólust í undirskrift minni gagnvart Vestmannaeyjabæ eða samstarfsaðila hans um byggingu menningarhúss. Á hinn bóginn er mér ljóst að ég hafði ekki umboð verkefnastjórnar til að undirrita þessa yfirlýsingu. Með undirskrift minni urðu mér því á veruleg mistök. Það er eðlilegt að mál þetta verði skoðað frekar. Meðan sú skoðun er í gangi hef ég ákveðið að láta af störfum sem formaður bæjarráðs og af formennsku í verkefnastjórn um byggingu Menningarhúss, og koma á þann hátt til móts við kröfur sem fram komu á fundi bæjarstjórnar í kvöld.“ Í yfirlýsingunni segir Andrés jafnframt að undirritun hans hafi ekki valdið tjóni og ekki bundið Vestmannaeyjabæ, verkefnastjórn eða aðra við nokkrar skuldbindingar fjárhagslegar eða annars eðlis. Svo segir orðrétt: „Það er von mín að yfirlýsing þessi skýri málið að fullu. Jafnframt bið ég alla hlutaðeigandi velvirðingar á þeim mistökum sem mér urðu á með því að undirrita viljayfirlýsinguna og gera ekki grein fyrir því í verkefnastjórn um byggingu Menningarhúss í Vestmannaeyjum. Með vinsemd og virðingu, Andrés Sigmundsson.“ Fréttastofan hefur ekki náð tali af lögmanni eigandans til að kanna hversu bindandi hann teldi undirskriftina vera. Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Sjá meira
Andrés Sigmundsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja, hefur sagt af sér í framhaldi af umræðu sem átti sér stað á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær um undirritun hans á viljayfirlýsingu um skoðun kaupa á fasteignum. Andrés sagði af sér bæði sem formaður bæjarráðs og formaður í verkefnisstjórn um byggingu menningarhúss. Andrés hafði án samþykkis eða samráðs við kóng eða prest undirritað viljayfirlýsingu um kaup á hálfónýtum og verðlausum frystihússkumbalda fyrir stórfé undir rekstur menningarhúss. Kaupverðið átti að vera 153 milljónir, eftir því sem fréttastofan kemst næst, en tekið skal fram að sú tala hefur ekki fengist staðfest. Fyrir fáeinum árum ákvað vinnslustöðin að losna við húsið, sem talið var algerlega verðlaust og gott betur, því sá gat fengið húsið gefins sem færi fram á lægstu greiðslu með því, gegn því að mála það að utan og lagfæra þakið þannig að ekki stafaði hætta af foki af þakinu og að húsið yrði ekki lengur lýti í miðbænum. Sá sem fór fram á lægsta tilboðið fékk húsið gefins og 7-10 milljónir í meðgjöf til framkvæmdanna. Upp komst um málið í gær þegar lögmaður eigendans fór að ganga eftir frágangi kaupanna og peningunum fyrir húsið. Byggði hann þar á viljayfirlýsingu Andrésar sem hann hafði enga heimild til að undirrita fyrir hönd nefndarinnar eða bæjarins. Í yfirlýsingu sem Andrés hefur sent frá sér segir meðal annars: „Nokkrar umræður hafa farið fram í verkefnastjórn Menningarhúss um möguleika á því að nýta gömlu Fiskiðju- og Ísfélagshúsin undir hluta af þeirri starfsemi sem samningur um byggingu menningarhúss kveður á um að skuli vera til staðar í Vestmannaeyjum, eftir að verkefninu er lokið. Í framhaldi af þessum umræðum ræddi ég við fltr. eigenda hluta „Fiskiðjuhússins“ í Vestmannaeyjum 12. okt. s.l. um möguleika á kaupum. Á þessum fundi ákvað ég að undirrita viljayfirlýsingu um að kaup á þessari eign yrðu skoðuð frekar í verkefnastjórn um Menningarhús. Ég tilkynnti eigendum hússins í „tölvubréfi“ 27. okt. s.l. að enginn flötur væri á því að halda viðræðum um kaup áfram. Engar kvaðir né skuldbindingar fólust í undirskrift minni gagnvart Vestmannaeyjabæ eða samstarfsaðila hans um byggingu menningarhúss. Á hinn bóginn er mér ljóst að ég hafði ekki umboð verkefnastjórnar til að undirrita þessa yfirlýsingu. Með undirskrift minni urðu mér því á veruleg mistök. Það er eðlilegt að mál þetta verði skoðað frekar. Meðan sú skoðun er í gangi hef ég ákveðið að láta af störfum sem formaður bæjarráðs og af formennsku í verkefnastjórn um byggingu Menningarhúss, og koma á þann hátt til móts við kröfur sem fram komu á fundi bæjarstjórnar í kvöld.“ Í yfirlýsingunni segir Andrés jafnframt að undirritun hans hafi ekki valdið tjóni og ekki bundið Vestmannaeyjabæ, verkefnastjórn eða aðra við nokkrar skuldbindingar fjárhagslegar eða annars eðlis. Svo segir orðrétt: „Það er von mín að yfirlýsing þessi skýri málið að fullu. Jafnframt bið ég alla hlutaðeigandi velvirðingar á þeim mistökum sem mér urðu á með því að undirrita viljayfirlýsinguna og gera ekki grein fyrir því í verkefnastjórn um byggingu Menningarhúss í Vestmannaeyjum. Með vinsemd og virðingu, Andrés Sigmundsson.“ Fréttastofan hefur ekki náð tali af lögmanni eigandans til að kanna hversu bindandi hann teldi undirskriftina vera.
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Sjá meira