Lagasetningar gegn rokki og róli 3. nóvember 2004 00:01 Egill Helgason er konungur hinna hlutlausu en skoðanamyndandi/álitsgefandi. Egill tekur afstöður, beygir sig lipurlega og stekkur oft upp af minnsta tilefni. Hann er hlutlausari en fólkið í Sunnudagsþættinum, og hann er að sama skapi skoðanameiri - opinjóneraðri, svo að segja. Hann er vinstrisinnaðri en Katrín Jakobs, hann er meiri frjálshyggjumaður en Ólafur Teitur, hann er sniðugri en Guðmundur Steingríms og hann er meiri íhaldskurfur en Illugi Gunnars (jæja, kannski ekki alveg, en næstum því. Ég vissi ekki að hann væri íhaldsmaður líka - ekki fyrr en í dag - og mér þóttu vinsældir hans alltaf skrítnar í ljósi þess hversu miklar nöldurpíkur Íslendingar eru. Þjóðarsálin og Velvakandi, Útvarp Saga - ætli sé nokkurs staðar annars staðar í heiminum hefð fyrir því að eigi að gera átak í nokkrum sköpuðum hlut þá þýði það að menn þurfi að fylla eitt stærsta dagblað landsins af greinum í nokkra daga. Greinum sem allar segja það sama, koma með sama nöldrið, hvort sem það er um kransæðastíflur eða eiturlyfjadjöfulinn. Athugið að ég er ekki að halda því fram að það sé slæmt að almenningur hafi aðgang að fjölmiðlum, því síður. Síðasti pistill Egils sýndi hans innri íhaldsmann nokkuð vel. Mér datt fyrst í hug hvort það gæti verið að til að halda hlutleysi sínu hefði Egill starfsreglur um hlutfallsbundnar skoðanir. Hann ætti sumsé eitthvað skema, þar sem stæði að 10 hvern dag yrði hann að koma fram með íhaldsskoðun, 10 hvern róttæka sósíalíska skoðun, 10 hvern dag að ráðast að einhverjum risa úr menningarlífinu (bókmenntaverðlaunahafa, þjóðleikhússtjóra og sambærilega), 10 hvern krefjast einkavæðingar... og svo framvegis og svo framvegis, og því neyddist hann til að nöldra eins og eldri skruggur með dauflitaðra hár. Í dag stóð sumsé íhaldssemi á skemanu. Egill vill setja lög gegn andfélagslegri hegðun. "Andfélagsleg hegðun telst meðal annars að krota á veggi, ýmis skemmdarverk, að öskra úti á götu að næturlagi, að henda rusli og svína út umhverfið og að hafa uppi drykkjulæti og ógeðslegt orðbragð." Hvernig á því stendur að fullorðnu fólki, sem eitt sinn var ungt, skuli detta í hug að þjóðfélaginu sé fyrir bestu að ala upp hlýðna prúða krakka sem öskra ekki á nóttinni, henda ekki rusli, detta ekki í það og rífa ekki kjaft - veit ég ekki. Fylgispekt er ekki beinlínis sá eiginleiki sem ég myndi vilja innræta upprennandi þegnum þessa lands. Þjóðin er að kafna úr fylgispekt, við erum svo upptekin af því að kóa með Íslandi - við þurfum hreinlega á skemmdarverkamannakynslóð að halda. Við þurfum á kynslóð að halda sem í stað þess að hætta að versla á bensínstöðvum fer að hanga á bensínstöðvum og stela sér snakki og júmbó-samlokum. Helvítis ólátabelgi. Fylgispekt er organískur hlutur, og maður verður fyrst að læra að hafna henni áður en maður getur farið að venja sig af því að vekja Egil og Þráin í miðbænum, æpandi "tussan þín!" og "áfram Kr", fleygjandi í kringum sig karamellubréfum og sígarettustubbum, hrækjandi tyggjói með bokkuna í buxnastrengnum. Eins og Mick Jagger söng: "It´s only rock´n´roll, but I like it." Við eigum ekki að krefjst þess að þegnar þjóðfélagsins séu meinlausir. Meinleysi er krabbamein sem gerir þjóðfélagið óspennandi og leiðinlegt. Eiríkur Örn NorðdahlGreinin birtist einnig á blogggsíðu Eiríks Fjallabaksleið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Egill Helgason er konungur hinna hlutlausu en skoðanamyndandi/álitsgefandi. Egill tekur afstöður, beygir sig lipurlega og stekkur oft upp af minnsta tilefni. Hann er hlutlausari en fólkið í Sunnudagsþættinum, og hann er að sama skapi skoðanameiri - opinjóneraðri, svo að segja. Hann er vinstrisinnaðri en Katrín Jakobs, hann er meiri frjálshyggjumaður en Ólafur Teitur, hann er sniðugri en Guðmundur Steingríms og hann er meiri íhaldskurfur en Illugi Gunnars (jæja, kannski ekki alveg, en næstum því. Ég vissi ekki að hann væri íhaldsmaður líka - ekki fyrr en í dag - og mér þóttu vinsældir hans alltaf skrítnar í ljósi þess hversu miklar nöldurpíkur Íslendingar eru. Þjóðarsálin og Velvakandi, Útvarp Saga - ætli sé nokkurs staðar annars staðar í heiminum hefð fyrir því að eigi að gera átak í nokkrum sköpuðum hlut þá þýði það að menn þurfi að fylla eitt stærsta dagblað landsins af greinum í nokkra daga. Greinum sem allar segja það sama, koma með sama nöldrið, hvort sem það er um kransæðastíflur eða eiturlyfjadjöfulinn. Athugið að ég er ekki að halda því fram að það sé slæmt að almenningur hafi aðgang að fjölmiðlum, því síður. Síðasti pistill Egils sýndi hans innri íhaldsmann nokkuð vel. Mér datt fyrst í hug hvort það gæti verið að til að halda hlutleysi sínu hefði Egill starfsreglur um hlutfallsbundnar skoðanir. Hann ætti sumsé eitthvað skema, þar sem stæði að 10 hvern dag yrði hann að koma fram með íhaldsskoðun, 10 hvern róttæka sósíalíska skoðun, 10 hvern dag að ráðast að einhverjum risa úr menningarlífinu (bókmenntaverðlaunahafa, þjóðleikhússtjóra og sambærilega), 10 hvern krefjast einkavæðingar... og svo framvegis og svo framvegis, og því neyddist hann til að nöldra eins og eldri skruggur með dauflitaðra hár. Í dag stóð sumsé íhaldssemi á skemanu. Egill vill setja lög gegn andfélagslegri hegðun. "Andfélagsleg hegðun telst meðal annars að krota á veggi, ýmis skemmdarverk, að öskra úti á götu að næturlagi, að henda rusli og svína út umhverfið og að hafa uppi drykkjulæti og ógeðslegt orðbragð." Hvernig á því stendur að fullorðnu fólki, sem eitt sinn var ungt, skuli detta í hug að þjóðfélaginu sé fyrir bestu að ala upp hlýðna prúða krakka sem öskra ekki á nóttinni, henda ekki rusli, detta ekki í það og rífa ekki kjaft - veit ég ekki. Fylgispekt er ekki beinlínis sá eiginleiki sem ég myndi vilja innræta upprennandi þegnum þessa lands. Þjóðin er að kafna úr fylgispekt, við erum svo upptekin af því að kóa með Íslandi - við þurfum hreinlega á skemmdarverkamannakynslóð að halda. Við þurfum á kynslóð að halda sem í stað þess að hætta að versla á bensínstöðvum fer að hanga á bensínstöðvum og stela sér snakki og júmbó-samlokum. Helvítis ólátabelgi. Fylgispekt er organískur hlutur, og maður verður fyrst að læra að hafna henni áður en maður getur farið að venja sig af því að vekja Egil og Þráin í miðbænum, æpandi "tussan þín!" og "áfram Kr", fleygjandi í kringum sig karamellubréfum og sígarettustubbum, hrækjandi tyggjói með bokkuna í buxnastrengnum. Eins og Mick Jagger söng: "It´s only rock´n´roll, but I like it." Við eigum ekki að krefjst þess að þegnar þjóðfélagsins séu meinlausir. Meinleysi er krabbamein sem gerir þjóðfélagið óspennandi og leiðinlegt. Eiríkur Örn NorðdahlGreinin birtist einnig á blogggsíðu Eiríks Fjallabaksleið.
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar