Lagasetningar gegn rokki og róli 3. nóvember 2004 00:01 Egill Helgason er konungur hinna hlutlausu en skoðanamyndandi/álitsgefandi. Egill tekur afstöður, beygir sig lipurlega og stekkur oft upp af minnsta tilefni. Hann er hlutlausari en fólkið í Sunnudagsþættinum, og hann er að sama skapi skoðanameiri - opinjóneraðri, svo að segja. Hann er vinstrisinnaðri en Katrín Jakobs, hann er meiri frjálshyggjumaður en Ólafur Teitur, hann er sniðugri en Guðmundur Steingríms og hann er meiri íhaldskurfur en Illugi Gunnars (jæja, kannski ekki alveg, en næstum því. Ég vissi ekki að hann væri íhaldsmaður líka - ekki fyrr en í dag - og mér þóttu vinsældir hans alltaf skrítnar í ljósi þess hversu miklar nöldurpíkur Íslendingar eru. Þjóðarsálin og Velvakandi, Útvarp Saga - ætli sé nokkurs staðar annars staðar í heiminum hefð fyrir því að eigi að gera átak í nokkrum sköpuðum hlut þá þýði það að menn þurfi að fylla eitt stærsta dagblað landsins af greinum í nokkra daga. Greinum sem allar segja það sama, koma með sama nöldrið, hvort sem það er um kransæðastíflur eða eiturlyfjadjöfulinn. Athugið að ég er ekki að halda því fram að það sé slæmt að almenningur hafi aðgang að fjölmiðlum, því síður. Síðasti pistill Egils sýndi hans innri íhaldsmann nokkuð vel. Mér datt fyrst í hug hvort það gæti verið að til að halda hlutleysi sínu hefði Egill starfsreglur um hlutfallsbundnar skoðanir. Hann ætti sumsé eitthvað skema, þar sem stæði að 10 hvern dag yrði hann að koma fram með íhaldsskoðun, 10 hvern róttæka sósíalíska skoðun, 10 hvern dag að ráðast að einhverjum risa úr menningarlífinu (bókmenntaverðlaunahafa, þjóðleikhússtjóra og sambærilega), 10 hvern krefjast einkavæðingar... og svo framvegis og svo framvegis, og því neyddist hann til að nöldra eins og eldri skruggur með dauflitaðra hár. Í dag stóð sumsé íhaldssemi á skemanu. Egill vill setja lög gegn andfélagslegri hegðun. "Andfélagsleg hegðun telst meðal annars að krota á veggi, ýmis skemmdarverk, að öskra úti á götu að næturlagi, að henda rusli og svína út umhverfið og að hafa uppi drykkjulæti og ógeðslegt orðbragð." Hvernig á því stendur að fullorðnu fólki, sem eitt sinn var ungt, skuli detta í hug að þjóðfélaginu sé fyrir bestu að ala upp hlýðna prúða krakka sem öskra ekki á nóttinni, henda ekki rusli, detta ekki í það og rífa ekki kjaft - veit ég ekki. Fylgispekt er ekki beinlínis sá eiginleiki sem ég myndi vilja innræta upprennandi þegnum þessa lands. Þjóðin er að kafna úr fylgispekt, við erum svo upptekin af því að kóa með Íslandi - við þurfum hreinlega á skemmdarverkamannakynslóð að halda. Við þurfum á kynslóð að halda sem í stað þess að hætta að versla á bensínstöðvum fer að hanga á bensínstöðvum og stela sér snakki og júmbó-samlokum. Helvítis ólátabelgi. Fylgispekt er organískur hlutur, og maður verður fyrst að læra að hafna henni áður en maður getur farið að venja sig af því að vekja Egil og Þráin í miðbænum, æpandi "tussan þín!" og "áfram Kr", fleygjandi í kringum sig karamellubréfum og sígarettustubbum, hrækjandi tyggjói með bokkuna í buxnastrengnum. Eins og Mick Jagger söng: "It´s only rock´n´roll, but I like it." Við eigum ekki að krefjst þess að þegnar þjóðfélagsins séu meinlausir. Meinleysi er krabbamein sem gerir þjóðfélagið óspennandi og leiðinlegt. Eiríkur Örn NorðdahlGreinin birtist einnig á blogggsíðu Eiríks Fjallabaksleið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Sjá meira
Egill Helgason er konungur hinna hlutlausu en skoðanamyndandi/álitsgefandi. Egill tekur afstöður, beygir sig lipurlega og stekkur oft upp af minnsta tilefni. Hann er hlutlausari en fólkið í Sunnudagsþættinum, og hann er að sama skapi skoðanameiri - opinjóneraðri, svo að segja. Hann er vinstrisinnaðri en Katrín Jakobs, hann er meiri frjálshyggjumaður en Ólafur Teitur, hann er sniðugri en Guðmundur Steingríms og hann er meiri íhaldskurfur en Illugi Gunnars (jæja, kannski ekki alveg, en næstum því. Ég vissi ekki að hann væri íhaldsmaður líka - ekki fyrr en í dag - og mér þóttu vinsældir hans alltaf skrítnar í ljósi þess hversu miklar nöldurpíkur Íslendingar eru. Þjóðarsálin og Velvakandi, Útvarp Saga - ætli sé nokkurs staðar annars staðar í heiminum hefð fyrir því að eigi að gera átak í nokkrum sköpuðum hlut þá þýði það að menn þurfi að fylla eitt stærsta dagblað landsins af greinum í nokkra daga. Greinum sem allar segja það sama, koma með sama nöldrið, hvort sem það er um kransæðastíflur eða eiturlyfjadjöfulinn. Athugið að ég er ekki að halda því fram að það sé slæmt að almenningur hafi aðgang að fjölmiðlum, því síður. Síðasti pistill Egils sýndi hans innri íhaldsmann nokkuð vel. Mér datt fyrst í hug hvort það gæti verið að til að halda hlutleysi sínu hefði Egill starfsreglur um hlutfallsbundnar skoðanir. Hann ætti sumsé eitthvað skema, þar sem stæði að 10 hvern dag yrði hann að koma fram með íhaldsskoðun, 10 hvern róttæka sósíalíska skoðun, 10 hvern dag að ráðast að einhverjum risa úr menningarlífinu (bókmenntaverðlaunahafa, þjóðleikhússtjóra og sambærilega), 10 hvern krefjast einkavæðingar... og svo framvegis og svo framvegis, og því neyddist hann til að nöldra eins og eldri skruggur með dauflitaðra hár. Í dag stóð sumsé íhaldssemi á skemanu. Egill vill setja lög gegn andfélagslegri hegðun. "Andfélagsleg hegðun telst meðal annars að krota á veggi, ýmis skemmdarverk, að öskra úti á götu að næturlagi, að henda rusli og svína út umhverfið og að hafa uppi drykkjulæti og ógeðslegt orðbragð." Hvernig á því stendur að fullorðnu fólki, sem eitt sinn var ungt, skuli detta í hug að þjóðfélaginu sé fyrir bestu að ala upp hlýðna prúða krakka sem öskra ekki á nóttinni, henda ekki rusli, detta ekki í það og rífa ekki kjaft - veit ég ekki. Fylgispekt er ekki beinlínis sá eiginleiki sem ég myndi vilja innræta upprennandi þegnum þessa lands. Þjóðin er að kafna úr fylgispekt, við erum svo upptekin af því að kóa með Íslandi - við þurfum hreinlega á skemmdarverkamannakynslóð að halda. Við þurfum á kynslóð að halda sem í stað þess að hætta að versla á bensínstöðvum fer að hanga á bensínstöðvum og stela sér snakki og júmbó-samlokum. Helvítis ólátabelgi. Fylgispekt er organískur hlutur, og maður verður fyrst að læra að hafna henni áður en maður getur farið að venja sig af því að vekja Egil og Þráin í miðbænum, æpandi "tussan þín!" og "áfram Kr", fleygjandi í kringum sig karamellubréfum og sígarettustubbum, hrækjandi tyggjói með bokkuna í buxnastrengnum. Eins og Mick Jagger söng: "It´s only rock´n´roll, but I like it." Við eigum ekki að krefjst þess að þegnar þjóðfélagsins séu meinlausir. Meinleysi er krabbamein sem gerir þjóðfélagið óspennandi og leiðinlegt. Eiríkur Örn NorðdahlGreinin birtist einnig á blogggsíðu Eiríks Fjallabaksleið.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar