Sólríkur október
Meðalhiti í Reykjavík var 4,3 stig og er það 0,1 stigi neðan meðallags og kaldasti október frá 1998. Á Akureyri var meðalhitinn 3,3 stig og er það 0,3 stigum ofan meðallags. Úrkoma í Reykjavík mældist 66 mm og eru það um þrír fjórðu hlutar meðalúrkomu. Á Akureyri mældist úrkoman 88 mm sem er 50 prósentum umfram meðallag. Á Akureyri var sólarlítið, þar mældust sólskinsstundirnar 36 og er það 16 stundum minna en í meðalári.