Kennarar fái greitt fyrirfram 1. nóvember 2004 00:01 Launafulltrúar sveitarfélaganna tilkynntu á föstudaginn að kennarar fengju engar launagreiðslur í dag. Formaður Kennarasambandsins segist fara fram á að þessu verði breytt hið snarasta, enda sé það skylda sveitarfélaganna að greiða fyrirfram fyrir það tímabil sem sannarlega verði skólastarf. Þrátt fyrir að fjörutíu og fimm þúsund grunnskólanemar hafi mætt aftur í skólann í dag eftir sex vikna verkfall kennara, er enn deilt. Samkvæmt bréfi sem launafulltrúum sveitarfélaga var sent á föstudaginn verða engar launagreiðslur til kennara í dag, þó að verkfalli hafi verið frestað. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, vill að þessu verði kippt í liðinn hið snarasta, enda eigi kennarar rétt á að fá greiðslu fyrir þann tíma sem þeir sannarlega muni vinna. Spurður hvort ekki sé óeðlilegt að búið verði að greiða kennurum heil mánaðarlaun, ef samningurinn verður ekki samþykktur, segir Eiríkur að aldrei hafi verið rætt um að greiða fyrir heilan mánuð. Um sé að ræða síðustu þrjá dagana í október og fyrstu átta daga nóvembermánaðar. „Að sjálfsögðu myndi svo koma til skuldajöfnun ef menn hefðu fengið ofborgað fyrir september,“ segir Eiríkur sem kveðst hafa sent tölvupóst þar sem óskað er eftir að þessu verði breytt hið snarasta. Hann vill ekki tjá sig um hugsanlegar aðgerðir ef ekki verði farið að þeim óskum. Kennarar fengu full dagvinnulaun fyrir september en fóru í verkfall 20. september. Það kom hins vegar til yfirvinnugreiðslu fyrir ágúst þann 1. október en það var skuldajafnað á móti. Miðlunartillögu ríkissáttasemjara verður dreift til allra kennara í dag og á atkvæðagreiðslu um hana að ljúka um næstu helgi. Atkvæði verða svo talin á mánudaginn eftir viku. Rétt fyrir hádegi sagði Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, að kennurum í Reykjavík yrðu greidd full föst laun fyrir nóvembermánuð sem ekki taka mið af því að þeir fengu greiddan allan septembermánuð, þó að kennsla hafi hætt tuttugasta þess mánaðar. Birgir Björn segir að kennurum verði greitt samkvæmt þeim kjarasamningi sem var í gildi fyrir verkfall. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Launafulltrúar sveitarfélaganna tilkynntu á föstudaginn að kennarar fengju engar launagreiðslur í dag. Formaður Kennarasambandsins segist fara fram á að þessu verði breytt hið snarasta, enda sé það skylda sveitarfélaganna að greiða fyrirfram fyrir það tímabil sem sannarlega verði skólastarf. Þrátt fyrir að fjörutíu og fimm þúsund grunnskólanemar hafi mætt aftur í skólann í dag eftir sex vikna verkfall kennara, er enn deilt. Samkvæmt bréfi sem launafulltrúum sveitarfélaga var sent á föstudaginn verða engar launagreiðslur til kennara í dag, þó að verkfalli hafi verið frestað. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, vill að þessu verði kippt í liðinn hið snarasta, enda eigi kennarar rétt á að fá greiðslu fyrir þann tíma sem þeir sannarlega muni vinna. Spurður hvort ekki sé óeðlilegt að búið verði að greiða kennurum heil mánaðarlaun, ef samningurinn verður ekki samþykktur, segir Eiríkur að aldrei hafi verið rætt um að greiða fyrir heilan mánuð. Um sé að ræða síðustu þrjá dagana í október og fyrstu átta daga nóvembermánaðar. „Að sjálfsögðu myndi svo koma til skuldajöfnun ef menn hefðu fengið ofborgað fyrir september,“ segir Eiríkur sem kveðst hafa sent tölvupóst þar sem óskað er eftir að þessu verði breytt hið snarasta. Hann vill ekki tjá sig um hugsanlegar aðgerðir ef ekki verði farið að þeim óskum. Kennarar fengu full dagvinnulaun fyrir september en fóru í verkfall 20. september. Það kom hins vegar til yfirvinnugreiðslu fyrir ágúst þann 1. október en það var skuldajafnað á móti. Miðlunartillögu ríkissáttasemjara verður dreift til allra kennara í dag og á atkvæðagreiðslu um hana að ljúka um næstu helgi. Atkvæði verða svo talin á mánudaginn eftir viku. Rétt fyrir hádegi sagði Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, að kennurum í Reykjavík yrðu greidd full föst laun fyrir nóvembermánuð sem ekki taka mið af því að þeir fengu greiddan allan septembermánuð, þó að kennsla hafi hætt tuttugasta þess mánaðar. Birgir Björn segir að kennurum verði greitt samkvæmt þeim kjarasamningi sem var í gildi fyrir verkfall.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira