Kennarar fái greitt fyrirfram 1. nóvember 2004 00:01 Launafulltrúar sveitarfélaganna tilkynntu á föstudaginn að kennarar fengju engar launagreiðslur í dag. Formaður Kennarasambandsins segist fara fram á að þessu verði breytt hið snarasta, enda sé það skylda sveitarfélaganna að greiða fyrirfram fyrir það tímabil sem sannarlega verði skólastarf. Þrátt fyrir að fjörutíu og fimm þúsund grunnskólanemar hafi mætt aftur í skólann í dag eftir sex vikna verkfall kennara, er enn deilt. Samkvæmt bréfi sem launafulltrúum sveitarfélaga var sent á föstudaginn verða engar launagreiðslur til kennara í dag, þó að verkfalli hafi verið frestað. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, vill að þessu verði kippt í liðinn hið snarasta, enda eigi kennarar rétt á að fá greiðslu fyrir þann tíma sem þeir sannarlega muni vinna. Spurður hvort ekki sé óeðlilegt að búið verði að greiða kennurum heil mánaðarlaun, ef samningurinn verður ekki samþykktur, segir Eiríkur að aldrei hafi verið rætt um að greiða fyrir heilan mánuð. Um sé að ræða síðustu þrjá dagana í október og fyrstu átta daga nóvembermánaðar. „Að sjálfsögðu myndi svo koma til skuldajöfnun ef menn hefðu fengið ofborgað fyrir september,“ segir Eiríkur sem kveðst hafa sent tölvupóst þar sem óskað er eftir að þessu verði breytt hið snarasta. Hann vill ekki tjá sig um hugsanlegar aðgerðir ef ekki verði farið að þeim óskum. Kennarar fengu full dagvinnulaun fyrir september en fóru í verkfall 20. september. Það kom hins vegar til yfirvinnugreiðslu fyrir ágúst þann 1. október en það var skuldajafnað á móti. Miðlunartillögu ríkissáttasemjara verður dreift til allra kennara í dag og á atkvæðagreiðslu um hana að ljúka um næstu helgi. Atkvæði verða svo talin á mánudaginn eftir viku. Rétt fyrir hádegi sagði Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, að kennurum í Reykjavík yrðu greidd full föst laun fyrir nóvembermánuð sem ekki taka mið af því að þeir fengu greiddan allan septembermánuð, þó að kennsla hafi hætt tuttugasta þess mánaðar. Birgir Björn segir að kennurum verði greitt samkvæmt þeim kjarasamningi sem var í gildi fyrir verkfall. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Launafulltrúar sveitarfélaganna tilkynntu á föstudaginn að kennarar fengju engar launagreiðslur í dag. Formaður Kennarasambandsins segist fara fram á að þessu verði breytt hið snarasta, enda sé það skylda sveitarfélaganna að greiða fyrirfram fyrir það tímabil sem sannarlega verði skólastarf. Þrátt fyrir að fjörutíu og fimm þúsund grunnskólanemar hafi mætt aftur í skólann í dag eftir sex vikna verkfall kennara, er enn deilt. Samkvæmt bréfi sem launafulltrúum sveitarfélaga var sent á föstudaginn verða engar launagreiðslur til kennara í dag, þó að verkfalli hafi verið frestað. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, vill að þessu verði kippt í liðinn hið snarasta, enda eigi kennarar rétt á að fá greiðslu fyrir þann tíma sem þeir sannarlega muni vinna. Spurður hvort ekki sé óeðlilegt að búið verði að greiða kennurum heil mánaðarlaun, ef samningurinn verður ekki samþykktur, segir Eiríkur að aldrei hafi verið rætt um að greiða fyrir heilan mánuð. Um sé að ræða síðustu þrjá dagana í október og fyrstu átta daga nóvembermánaðar. „Að sjálfsögðu myndi svo koma til skuldajöfnun ef menn hefðu fengið ofborgað fyrir september,“ segir Eiríkur sem kveðst hafa sent tölvupóst þar sem óskað er eftir að þessu verði breytt hið snarasta. Hann vill ekki tjá sig um hugsanlegar aðgerðir ef ekki verði farið að þeim óskum. Kennarar fengu full dagvinnulaun fyrir september en fóru í verkfall 20. september. Það kom hins vegar til yfirvinnugreiðslu fyrir ágúst þann 1. október en það var skuldajafnað á móti. Miðlunartillögu ríkissáttasemjara verður dreift til allra kennara í dag og á atkvæðagreiðslu um hana að ljúka um næstu helgi. Atkvæði verða svo talin á mánudaginn eftir viku. Rétt fyrir hádegi sagði Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, að kennurum í Reykjavík yrðu greidd full föst laun fyrir nóvembermánuð sem ekki taka mið af því að þeir fengu greiddan allan septembermánuð, þó að kennsla hafi hætt tuttugasta þess mánaðar. Birgir Björn segir að kennurum verði greitt samkvæmt þeim kjarasamningi sem var í gildi fyrir verkfall.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira