Ferðin ekki verkfallsbrot 24. október 2004 00:01 Skólastjóri Ingunnarskóla segir fyrirhugaða námsferð kennara til Bandaríkjanna á föstudag eiga eftir að gagnast nemendum vel. Formaður Kennarasambandsins segir þegar búið að greiða fyrir þá vinnu sem þarna fari fram og vinnan því ekki verkfallsbrot. Stöð 2 sagði í gær frá námsferð starfsfólks Ingunnarskóla til Bandaríkjanna næsta föstudag. Guðlaug Sturlaugsdóttir skólastjóri segir ekki unnt að færa ferðina eða fresta henni. Hún segir hana eiga eftir að skila sér út í skólastarfið og gagnast bæði nemendum og kennurum. Skólinn sem sé verið að heimsækja í Minneapolis sé með opið heimasvæði, líkt og Ingunnarskóli, og það eigi vafalítið eftir að skila sér að læra af reynslu annarra. Kennarar og starfsfólk hafa fengið styrk til fararinnar frá Kennarasambandinu og Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar, auk þess sem þau greiða hluta ferðakostnaðar sjálf. Forysta stéttarfélagsins segir þetta í lagi. Spurður hvort þetta sé ekki óheppilegt í miðju verkfalli segist Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, ekki meta það svo. Það hafi verið tekið á þessu máli löngu fyrir verkfall og þá sett það viðmið að þar sem væri verið að flytja til vinnu, af sumri og inn á vetur, þá væri þetta heimilt þótt verkfall væri yfirstandandi. Deilendur funda með ríkisstjórn á morgun og Eiríkur segist fara með opnum huga á þann fund. Hann útilokar ekki að deilunni verði skotið til gerðardóms en segir skipta máli á hvaða forsendum það sé gert. „Ég hef nefnt það sem dæmi að fyrir allmörgum áraum var það markmið alþingismanna að þingfarakaupið næði jöfnuði við kennarakaupið. Ef menn eru t.a.m. að hugsa um að jafna kennarakaupið upp í þingfarakaupið þá vil ég skoða þann möguleika. Það er samt forsendurnar sem skipta máli,“ segir formaður Kennarasambandsins. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Skólastjóri Ingunnarskóla segir fyrirhugaða námsferð kennara til Bandaríkjanna á föstudag eiga eftir að gagnast nemendum vel. Formaður Kennarasambandsins segir þegar búið að greiða fyrir þá vinnu sem þarna fari fram og vinnan því ekki verkfallsbrot. Stöð 2 sagði í gær frá námsferð starfsfólks Ingunnarskóla til Bandaríkjanna næsta föstudag. Guðlaug Sturlaugsdóttir skólastjóri segir ekki unnt að færa ferðina eða fresta henni. Hún segir hana eiga eftir að skila sér út í skólastarfið og gagnast bæði nemendum og kennurum. Skólinn sem sé verið að heimsækja í Minneapolis sé með opið heimasvæði, líkt og Ingunnarskóli, og það eigi vafalítið eftir að skila sér að læra af reynslu annarra. Kennarar og starfsfólk hafa fengið styrk til fararinnar frá Kennarasambandinu og Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar, auk þess sem þau greiða hluta ferðakostnaðar sjálf. Forysta stéttarfélagsins segir þetta í lagi. Spurður hvort þetta sé ekki óheppilegt í miðju verkfalli segist Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, ekki meta það svo. Það hafi verið tekið á þessu máli löngu fyrir verkfall og þá sett það viðmið að þar sem væri verið að flytja til vinnu, af sumri og inn á vetur, þá væri þetta heimilt þótt verkfall væri yfirstandandi. Deilendur funda með ríkisstjórn á morgun og Eiríkur segist fara með opnum huga á þann fund. Hann útilokar ekki að deilunni verði skotið til gerðardóms en segir skipta máli á hvaða forsendum það sé gert. „Ég hef nefnt það sem dæmi að fyrir allmörgum áraum var það markmið alþingismanna að þingfarakaupið næði jöfnuði við kennarakaupið. Ef menn eru t.a.m. að hugsa um að jafna kennarakaupið upp í þingfarakaupið þá vil ég skoða þann möguleika. Það er samt forsendurnar sem skipta máli,“ segir formaður Kennarasambandsins.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira