Deilendur á fund forsætisráðherra 22. október 2004 00:01 Forsætisráðherra hefur kallað til sín deilendur í kennaradeilunni á mánudag. Hann segir að viðræðuslitin í gær séu mikil vonbrigði. Ekki hafi þó verið rætt um að setja lög á verkfallið. Kennarar sóttu hart að menntamálaráðherra á Akureyri í dag. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir ljóst að kennaraverkföll eru tíðari hér en í nokkru öðru vestrænu ríki. Hann segir enn of snemmt að segja til um hvort sett verða lög á verkfallið og segir ekki koma til greina að ríkissjóður greiði meira til sveitarfélaganna svo hægt sé að greina kennurum hærri laun. Halldór segist hafa verið í sambandi við Ríkissáttasemjara síðustu daga og orðið mjög bjartsýnn í gær á að deilan væri að leysast. Deilendur hafi tekið mjög vel í miðlunartillögu hans skömmu áður en slitnaði upp úr. Hann segist hafa kallað til sín deilendur í forætisráðuneytið á mánudag til að ræða þessa stöðu enda sé málið mjög alvarlegt. Hann telur rétt að ríkisstjórnin kynni sér málið eins og nú sé búið að ákveða því það sé mjög alvarlegt og varði alla landsmenn. Halldór taldi ekki tímabært að svara því hversu lengi verkfallið getur staðið án þess að ríkisstjórnin skerist í leikinn með lagasetningu. Það hefur nú staðið í mánuð, börn eru vanrækt og þeim neitað um þá menntun sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum. Spurður hvort slíkt ástand sé einsdæmi hér á landi segir hann þetta í það minnsta á allan hátt óeðlilegt. Forsætisráðherra segir of fljótt að fullyrða um hvort farið verði í fyrirbyggjandi aðgerðir til að svona gerist ekki aftur. Kennarar efndu til mótmælastöðu þegar menntamálaráðherra og ýmsir aðrir stjórnmálamenn mætti til að vera viðstaddir þegar nýtt Rannsóknar- og nýsköpunarhús Háskólans á Akureyri var formlega tekið í notkun í dag. Menntamálaráðherra var gagnrýnd af einum mótmælanda fyrir að tala niður til kennara, t.d. í tengslum við námsskrá grunsskólanna og þrýstihópa hunda- og kattaeigenda. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira
Forsætisráðherra hefur kallað til sín deilendur í kennaradeilunni á mánudag. Hann segir að viðræðuslitin í gær séu mikil vonbrigði. Ekki hafi þó verið rætt um að setja lög á verkfallið. Kennarar sóttu hart að menntamálaráðherra á Akureyri í dag. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir ljóst að kennaraverkföll eru tíðari hér en í nokkru öðru vestrænu ríki. Hann segir enn of snemmt að segja til um hvort sett verða lög á verkfallið og segir ekki koma til greina að ríkissjóður greiði meira til sveitarfélaganna svo hægt sé að greina kennurum hærri laun. Halldór segist hafa verið í sambandi við Ríkissáttasemjara síðustu daga og orðið mjög bjartsýnn í gær á að deilan væri að leysast. Deilendur hafi tekið mjög vel í miðlunartillögu hans skömmu áður en slitnaði upp úr. Hann segist hafa kallað til sín deilendur í forætisráðuneytið á mánudag til að ræða þessa stöðu enda sé málið mjög alvarlegt. Hann telur rétt að ríkisstjórnin kynni sér málið eins og nú sé búið að ákveða því það sé mjög alvarlegt og varði alla landsmenn. Halldór taldi ekki tímabært að svara því hversu lengi verkfallið getur staðið án þess að ríkisstjórnin skerist í leikinn með lagasetningu. Það hefur nú staðið í mánuð, börn eru vanrækt og þeim neitað um þá menntun sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum. Spurður hvort slíkt ástand sé einsdæmi hér á landi segir hann þetta í það minnsta á allan hátt óeðlilegt. Forsætisráðherra segir of fljótt að fullyrða um hvort farið verði í fyrirbyggjandi aðgerðir til að svona gerist ekki aftur. Kennarar efndu til mótmælastöðu þegar menntamálaráðherra og ýmsir aðrir stjórnmálamenn mætti til að vera viðstaddir þegar nýtt Rannsóknar- og nýsköpunarhús Háskólans á Akureyri var formlega tekið í notkun í dag. Menntamálaráðherra var gagnrýnd af einum mótmælanda fyrir að tala niður til kennara, t.d. í tengslum við námsskrá grunsskólanna og þrýstihópa hunda- og kattaeigenda.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira