
Innlent
Húsleit og handtökur
Þrír menn voru handteknir eftir húsleit á Ólafsfirði í gær. Tveir mannanna eru grunaðir um innbrot í leikskóla bæjarins en þeim þriðja var sleppt fljótlega eftir handtökuna. Í innbrotinu var stolið fjórum dvd drifum úr tölvum, nýrri stafrænni myndavél auk annara tölvuhluta. Lögreglan fékk í gærmorgunn dómsúrskurð til húsleitar hjá mönnum sem áður hafa komist í kast við lögin. Í húsleitinni fannst hluti þýfisins. Mönnunum tveimur var sleppt að loknum yfirheyrslum hjá lögreglu í gærkvöldi.