Ný aðferð til að drepa krabbamein 19. október 2004 00:01 Baldur Sveinbjörnsson, prófessor við læknadeild háskólans í Tromsö, hefur ásamt rannsóknarhópi þar fundið lyfjameðferð sem vinnur á krabbameinsfrumum í börnum. Um er að ræða nýja notkun verkjalyfjanna Voltaren og Celebra. Þessi uppgötvun var þróuð áfram í samstarfi við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi og kunngerð 14. október. Hún hefur vakið mikla athygli í Evrópu og Bandaríkjunum. "Það hefur verið vitað að þessi lyf hefðu áhrif á ristilkrabbamein," sagði Baldur. "En hitt, að það virki á þessa tegund krabbameins í börnum er alveg nýtt. Ég og mín deild í Tromsö höfðum verið að vinna með rannsóknir á ristilkrabbameini. Síðan vorum við í öðru samstarfi við barnakrabbameinsdeildina hérna og fórum að prófa þetta af forvitni. Við fengum þá niðurstöður sem voru það góðar, að við urðum að hafa samband við rannsóknarhóp í Svíþjóð sem er mjög framarlega í rannsóknum á krabbameini barna" Í þeim rannsóknum sem þegar hafa verið gerðar hefur fengist staðfest að lyfin verka gegn krabbameini, sem algengast er í börnum á aldrinum 0 - 10 ára. Var lyfið prófað með því að taka krabbameinsfrumur úr æxlum, auk þess sem frumum úr fólki var komið fyrir í rottum og lyfið reynt með þeim hætti. "Þetta hafði þau áhrif að krabbameinsfrumurnar drápust einfaldlega," sagði Baldur. Þegar frumárangurinn var kominn í ljós, var hafin samvinna við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi, þar sem ofangreindur rannsóknarhópur starfar. Frá Tromsö fóru þangað Baldur og Ingvild Pettersen og hafa starfað með þeim hópi að áframhaldandi rannsóknum. "Þessi rannsókn hefur leitt til þess að nú á að fara að prófa þetta á fleiri sjúkrahúsum í Evrópu," sagði Baldur. "Þá er gert ráð fyrir að í vor hefjist skipulagðar, umfangsmiklar rannsóknir á þessari meðferð á börnum, samhliða hefðbundinni krabbameinsmeðferð." Þessi meðferð á einungis við um börn enn sem komið er. Hins vegar er unnið að rannsóknum á verkun Celebra á lungnakrabbamein og ristilkrabbamein hjá fullorðnum á öðrum vígstöðvum, meðal annars í Bandaríkjunum Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Baldur Sveinbjörnsson, prófessor við læknadeild háskólans í Tromsö, hefur ásamt rannsóknarhópi þar fundið lyfjameðferð sem vinnur á krabbameinsfrumum í börnum. Um er að ræða nýja notkun verkjalyfjanna Voltaren og Celebra. Þessi uppgötvun var þróuð áfram í samstarfi við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi og kunngerð 14. október. Hún hefur vakið mikla athygli í Evrópu og Bandaríkjunum. "Það hefur verið vitað að þessi lyf hefðu áhrif á ristilkrabbamein," sagði Baldur. "En hitt, að það virki á þessa tegund krabbameins í börnum er alveg nýtt. Ég og mín deild í Tromsö höfðum verið að vinna með rannsóknir á ristilkrabbameini. Síðan vorum við í öðru samstarfi við barnakrabbameinsdeildina hérna og fórum að prófa þetta af forvitni. Við fengum þá niðurstöður sem voru það góðar, að við urðum að hafa samband við rannsóknarhóp í Svíþjóð sem er mjög framarlega í rannsóknum á krabbameini barna" Í þeim rannsóknum sem þegar hafa verið gerðar hefur fengist staðfest að lyfin verka gegn krabbameini, sem algengast er í börnum á aldrinum 0 - 10 ára. Var lyfið prófað með því að taka krabbameinsfrumur úr æxlum, auk þess sem frumum úr fólki var komið fyrir í rottum og lyfið reynt með þeim hætti. "Þetta hafði þau áhrif að krabbameinsfrumurnar drápust einfaldlega," sagði Baldur. Þegar frumárangurinn var kominn í ljós, var hafin samvinna við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi, þar sem ofangreindur rannsóknarhópur starfar. Frá Tromsö fóru þangað Baldur og Ingvild Pettersen og hafa starfað með þeim hópi að áframhaldandi rannsóknum. "Þessi rannsókn hefur leitt til þess að nú á að fara að prófa þetta á fleiri sjúkrahúsum í Evrópu," sagði Baldur. "Þá er gert ráð fyrir að í vor hefjist skipulagðar, umfangsmiklar rannsóknir á þessari meðferð á börnum, samhliða hefðbundinni krabbameinsmeðferð." Þessi meðferð á einungis við um börn enn sem komið er. Hins vegar er unnið að rannsóknum á verkun Celebra á lungnakrabbamein og ristilkrabbamein hjá fullorðnum á öðrum vígstöðvum, meðal annars í Bandaríkjunum
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira