Boða byltingu í meðferð geðsjúkra 15. október 2004 00:01 Það verður að útrýma iðjuleysi á geðdeildum, auka hreyfingu sjúklinga og bæta eftirfylgni. Það verður að beita öllum aðferðum til þess að viðhalda von sjúklingsins um að hann fái bata. Þetta sagði Jón Arnar Arason, einn félaga í Hugarafli sem er hópur geðsjúkra einstaklinga í bata og iðjuþjálfa með víðtæka reynslu af geðsviði. Þessi hópur boðar byltingu í meðferð geðsjúkra og var starf hans kynnt á blaðamannafundi í gær. Félagar í honum hafa gert könnun á jafnræðisgrundvelli meðal þeirra geðsjúku einstaklinga sem dvöldu á geðdeildum Landspítala háskólasjúkrahúss í sumar. Heilbrigðiráðuneytið og Nýsköpunarsjóður námsmanna studdu þessa vinnu. Einnig Landspítali Háskólasjúkrahús, en Elín Ebba Ásmundsdóttir og Auður Axelsdóttir iðjuþjálfar á LSH höfðu yfirumsjón með framkvæmd verkefnisins, að ógleymdum tveimur 4. árs iðjuþjálfanemum við Háskólann á Akureyri. Niðurstöður vinnu sinnar hefur hópurinn gefið út í skýrslu. Á fundinum í gær tilkynnti Eydís Sveinbjarnardóttir sviðsstjóri geðsviðs LSH, að hún myndi leggja til að stofnað yrði eins konar gæðaráð, með fólki úr Hugarafli og af geðsviði. Yrði gengið í að laga sum atriði, sem miður þættu í skýrslunni strax, en gerð framkvæmdaáætlun um annað sem tæki lengri tíma. Í verkefninu sem hópurinn vann á geðdeildum LSH var einungis spurt hvernig fólk upplifði það að vera inni á deildinni. Niðurstöður þess sýndi, að sjúklingarnir eru yfirleitt ánægðir með starfsfólkið. Þó töldu sumir að ákveðið úrræðaleysi ríkti hjá því þegar sjúklingar tjáðu tilfinningar sínar, til dæmis reiði og angist. Sumum fannst örla fyrir fordómum hjá því í sinn garð. Þá fannst sjúklingunum að ýmsir gallar væru á iðjuþjálfun þeirri sem veitt er á spítalanum. Erfitt væri að komast að, iðjuþjálfar hefðu lítinn tíma fyrir þá og, of fáir kæmust að og of lítið að gera fyrir karlmenn. Sumir sjúklinganna voru óánægðir með mikla lyfjanotkun. Þá lagði fólk áherslu á að það fengi að vera þátttakendur í ákvörðunum sem teknar væru um meðferð þess á geðdeildum. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Það verður að útrýma iðjuleysi á geðdeildum, auka hreyfingu sjúklinga og bæta eftirfylgni. Það verður að beita öllum aðferðum til þess að viðhalda von sjúklingsins um að hann fái bata. Þetta sagði Jón Arnar Arason, einn félaga í Hugarafli sem er hópur geðsjúkra einstaklinga í bata og iðjuþjálfa með víðtæka reynslu af geðsviði. Þessi hópur boðar byltingu í meðferð geðsjúkra og var starf hans kynnt á blaðamannafundi í gær. Félagar í honum hafa gert könnun á jafnræðisgrundvelli meðal þeirra geðsjúku einstaklinga sem dvöldu á geðdeildum Landspítala háskólasjúkrahúss í sumar. Heilbrigðiráðuneytið og Nýsköpunarsjóður námsmanna studdu þessa vinnu. Einnig Landspítali Háskólasjúkrahús, en Elín Ebba Ásmundsdóttir og Auður Axelsdóttir iðjuþjálfar á LSH höfðu yfirumsjón með framkvæmd verkefnisins, að ógleymdum tveimur 4. árs iðjuþjálfanemum við Háskólann á Akureyri. Niðurstöður vinnu sinnar hefur hópurinn gefið út í skýrslu. Á fundinum í gær tilkynnti Eydís Sveinbjarnardóttir sviðsstjóri geðsviðs LSH, að hún myndi leggja til að stofnað yrði eins konar gæðaráð, með fólki úr Hugarafli og af geðsviði. Yrði gengið í að laga sum atriði, sem miður þættu í skýrslunni strax, en gerð framkvæmdaáætlun um annað sem tæki lengri tíma. Í verkefninu sem hópurinn vann á geðdeildum LSH var einungis spurt hvernig fólk upplifði það að vera inni á deildinni. Niðurstöður þess sýndi, að sjúklingarnir eru yfirleitt ánægðir með starfsfólkið. Þó töldu sumir að ákveðið úrræðaleysi ríkti hjá því þegar sjúklingar tjáðu tilfinningar sínar, til dæmis reiði og angist. Sumum fannst örla fyrir fordómum hjá því í sinn garð. Þá fannst sjúklingunum að ýmsir gallar væru á iðjuþjálfun þeirri sem veitt er á spítalanum. Erfitt væri að komast að, iðjuþjálfar hefðu lítinn tíma fyrir þá og, of fáir kæmust að og of lítið að gera fyrir karlmenn. Sumir sjúklinganna voru óánægðir með mikla lyfjanotkun. Þá lagði fólk áherslu á að það fengi að vera þátttakendur í ákvörðunum sem teknar væru um meðferð þess á geðdeildum.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent