Fangar fela einelti 14. október 2004 00:01 Breytingar hafa orðið á einelti á Litla-Hrauni, að sögn Atla Helgasonar, trúnaðarmanns fanga, eftir að forstjóri Fangelsismálastofnunar sendi bréf til allra fanga þar sem segir að tekið verði á einelti og þeir sem gerast sekir um slíkt eigi von á agaviðurlögum. Eineltið beinist helst gegn kynferðisafbrotamönnum. Atli segir suma þá sem beitt hafa einelti halda að sér höndum og eins sé eineltinu haldið leyndu meira en gert var áður. Hann treystir sér ekki til að spá til um hver árangur af átakinu verður fyrr en í fyrsta lagi um jólaleytið. Þá verði kominn nógu langur tími frá átakinu. Ef það virkar eins og flest önnur átök má gera ráð fyrir að allt verði komið í sama far eftir einhvern tíma. Hann segir eineltið oft hafa verið hættulegt, til dæmis hafi fangar verið barðir illa. Þá hefur verið komið í veg fyrir að fangar komist í sjoppu meðan hún er opin og þeir hindraðir í að nýta útivistartíma. Hrækt er á menn og fúkyrði kölluð á eftir þeim. Atli segir að því miður sé það leið margra fanga til að öðlast virðingu að níðast á öðrum. Önnur leið sé að vera sterkur og að rífast við yfirvaldið. Því telur hann að ástandinu verði ekki breytt fyrr en fangarnir hafi tækifæri á að vinna sig upp á annan hátt. "Þessu verður ekki breytt nema hliðið sé opnað þannig að fangar geti haft augastað á einhverju fyrir utan rimlana," segir Atli. Þannig geti fangar unnið sér inn traust og þeir sem virkilega standi sig geti jafnvel haft möguleika á að sækja nám eða vinnu fyrir utan fangelsið eða fengið helgarleyfi af og til. Fangar losna allir úr fangelsi fyrr eða síðar og því segir Atli að það sé mikilvægt að fangar geti haldið einhverjum tengslum við umheiminn. Þannig aukist líkur á að fangavistin verði til betrunar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira
Breytingar hafa orðið á einelti á Litla-Hrauni, að sögn Atla Helgasonar, trúnaðarmanns fanga, eftir að forstjóri Fangelsismálastofnunar sendi bréf til allra fanga þar sem segir að tekið verði á einelti og þeir sem gerast sekir um slíkt eigi von á agaviðurlögum. Eineltið beinist helst gegn kynferðisafbrotamönnum. Atli segir suma þá sem beitt hafa einelti halda að sér höndum og eins sé eineltinu haldið leyndu meira en gert var áður. Hann treystir sér ekki til að spá til um hver árangur af átakinu verður fyrr en í fyrsta lagi um jólaleytið. Þá verði kominn nógu langur tími frá átakinu. Ef það virkar eins og flest önnur átök má gera ráð fyrir að allt verði komið í sama far eftir einhvern tíma. Hann segir eineltið oft hafa verið hættulegt, til dæmis hafi fangar verið barðir illa. Þá hefur verið komið í veg fyrir að fangar komist í sjoppu meðan hún er opin og þeir hindraðir í að nýta útivistartíma. Hrækt er á menn og fúkyrði kölluð á eftir þeim. Atli segir að því miður sé það leið margra fanga til að öðlast virðingu að níðast á öðrum. Önnur leið sé að vera sterkur og að rífast við yfirvaldið. Því telur hann að ástandinu verði ekki breytt fyrr en fangarnir hafi tækifæri á að vinna sig upp á annan hátt. "Þessu verður ekki breytt nema hliðið sé opnað þannig að fangar geti haft augastað á einhverju fyrir utan rimlana," segir Atli. Þannig geti fangar unnið sér inn traust og þeir sem virkilega standi sig geti jafnvel haft möguleika á að sækja nám eða vinnu fyrir utan fangelsið eða fengið helgarleyfi af og til. Fangar losna allir úr fangelsi fyrr eða síðar og því segir Atli að það sé mikilvægt að fangar geti haldið einhverjum tengslum við umheiminn. Þannig aukist líkur á að fangavistin verði til betrunar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira