Útgjöld að aukast 14. október 2004 00:01 Ríkissjóður stendur vel, í það minnsta mun betur en í fyrra. Ekki er þó hægt að þakka ríkisstjórninni fyrir aðhald í fjármálum því útgjöldin eru að aukast. Það sem gerir buddu Geirs Haarde fjármálaráðherra svo þunga eru skatttekjurnar sem aukast sífellt samfara meiri neyslu og vaxandi hagvexti. Fyrir síðustu kosningar lofuðu báðir stjórnarflokkarnir miklum skattalækkunum. Gott og vel. Enn hafa engin loforð verið svikin því í stjórnarsáttmálanum var talað um efndir á kjörtímabilinu. Það sem er komið fram nú þegar er að eignarskattur hefur verið lækkaður en í stjórnarsáttmála var talað um afnema hann. Erfðafjárskattur hefur verið samræmdur og lækkaður, svo og hátekjuskatturinn. Þá hefur verið ákveðið að lækka tekjuskatt einstaklinga um eitt prósent á næsta ári. Í nýjasta fjárlagafrumvarpinu er talað um að meginþungi skattalækkananna komi til framkvæmda árið 2007. Nú er hins vegar árið 2004 og þá er raunveruleikinn sá að fyrstu átta mánuði ársins jukust skatttekjur ríkissjóðs verulega. Staða ríkissjóðs samkvæmt ágústuppgjöri fjármálaráðuneytisins er hátt í tólf milljörðum betri en á sama tíma í fyrra og um fimm milljörðum betri en gert var ráð fyrir í áætlun fjárlaga. Í hálf fimm fréttum KB banka kemur fram að innheimtur skattur á tekjur einstaklinga og hagnað lögaðila eykst um 20,5 prósent og nemur 53,4 milljörðum króna. Aukning í innheimtu tryggingargjalda eykst um 10,5 prósent og innheimta eignarskatta um 18,3 prósent. Hagur þjóðarinnar, eða að minnsta kosti einhverra landsmanna, er því greinilega að vænkast, tekjur að hækka og eignir að aukast í verðmæti. Met innflutningur hefur verið á bifreiðum sem endurspeglast meðal annars í því að vörugjald af bifreiðum hefur hækkað um tæp 28 prósent. Á þessum sama tíma eru útgjöld ríkissjóðs að aukast sem nemur tæplega 4,4 prósentum. Fréttir Innlent Skattar og tollar Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Ríkissjóður stendur vel, í það minnsta mun betur en í fyrra. Ekki er þó hægt að þakka ríkisstjórninni fyrir aðhald í fjármálum því útgjöldin eru að aukast. Það sem gerir buddu Geirs Haarde fjármálaráðherra svo þunga eru skatttekjurnar sem aukast sífellt samfara meiri neyslu og vaxandi hagvexti. Fyrir síðustu kosningar lofuðu báðir stjórnarflokkarnir miklum skattalækkunum. Gott og vel. Enn hafa engin loforð verið svikin því í stjórnarsáttmálanum var talað um efndir á kjörtímabilinu. Það sem er komið fram nú þegar er að eignarskattur hefur verið lækkaður en í stjórnarsáttmála var talað um afnema hann. Erfðafjárskattur hefur verið samræmdur og lækkaður, svo og hátekjuskatturinn. Þá hefur verið ákveðið að lækka tekjuskatt einstaklinga um eitt prósent á næsta ári. Í nýjasta fjárlagafrumvarpinu er talað um að meginþungi skattalækkananna komi til framkvæmda árið 2007. Nú er hins vegar árið 2004 og þá er raunveruleikinn sá að fyrstu átta mánuði ársins jukust skatttekjur ríkissjóðs verulega. Staða ríkissjóðs samkvæmt ágústuppgjöri fjármálaráðuneytisins er hátt í tólf milljörðum betri en á sama tíma í fyrra og um fimm milljörðum betri en gert var ráð fyrir í áætlun fjárlaga. Í hálf fimm fréttum KB banka kemur fram að innheimtur skattur á tekjur einstaklinga og hagnað lögaðila eykst um 20,5 prósent og nemur 53,4 milljörðum króna. Aukning í innheimtu tryggingargjalda eykst um 10,5 prósent og innheimta eignarskatta um 18,3 prósent. Hagur þjóðarinnar, eða að minnsta kosti einhverra landsmanna, er því greinilega að vænkast, tekjur að hækka og eignir að aukast í verðmæti. Met innflutningur hefur verið á bifreiðum sem endurspeglast meðal annars í því að vörugjald af bifreiðum hefur hækkað um tæp 28 prósent. Á þessum sama tíma eru útgjöld ríkissjóðs að aukast sem nemur tæplega 4,4 prósentum.
Fréttir Innlent Skattar og tollar Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira