Þröngt í búi hjá kennurum 8. október 2004 00:01 Engin afgerandi kaflaskipti urðu á samningafundi kennara og sveitarfélaga í dag. Þrátt fyrir samstöðu og baráttuanda grunnskólakennara er þröngt í búi hjá mörgum þeirra. Frá því verkfallið hófst, þann 20. september, hafa þeir fengið greiddar þrjátíu og átta þúsund krónur úr verkfallssjóði. Kennarar fengu höfðinglegt framlag í verkfallssjóð sinn í dag þegar vinnudeilusjóður SFR gaf þeim tíu milljónir króna. Þrátt fyrir að framlagið sé höfðingleg má segja að það hrökkvi skammt. Tíu milljónir eru sú upphæð sem þarf til að tryggja 4300 grunnskólakennurum í verkfalli greiðslur úr verkfallssjóði í einn dag. Talið er að sjóðurinn standi undir greiðslum til félagsmanna ef verkfallið verður ekki lengra en tveir mánuðir. Óvíst er hvað þá tekur við en ekki hefur fengist vilyrði fyrir greiðslum úr verkfallssjóðum kennara á hinum Norðurlöndunum eins og gerðist í verkfalli árið 1995. Flestir geta verið sammála um að greiðslur til grunnskólakennara úr verkfallsjóði eru lágar. Að sögn Árna Heimis Jónssonar, formanns stjórnar vinnudeilusjóðs, hafa kennarar fengið greiddar þrjátíu og átta þúsund krónur úr verkfallssjóði. Svo er að heyra að þröngt sé í búi hjá mörgum kennaranum um þessar mundir. Berþóra Þorsteinsdóttir, kennari í Háteigsskóla, er búin að láta skipta næsta VISA-reikningi sínum og segist hafa fengið 0 krónur á síðasta launaseðli. Nú skuldi hún sveitarfélaginu 80 þúsund krónur. Guðmundur Jensson, kennari við Laugarnesskóla, segist þurfa að grípa í sparisjóð þeirra hjóna ef þetta heldur áfram mikið lengur. Þórdís Eyvör Valdímarsdóttir, kennari við Réttaholtsskóla, finnst skrítið að talað sé um „digra“ verkfallssjóði því hún sé ekki að fitna af peningunum. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Engin afgerandi kaflaskipti urðu á samningafundi kennara og sveitarfélaga í dag. Þrátt fyrir samstöðu og baráttuanda grunnskólakennara er þröngt í búi hjá mörgum þeirra. Frá því verkfallið hófst, þann 20. september, hafa þeir fengið greiddar þrjátíu og átta þúsund krónur úr verkfallssjóði. Kennarar fengu höfðinglegt framlag í verkfallssjóð sinn í dag þegar vinnudeilusjóður SFR gaf þeim tíu milljónir króna. Þrátt fyrir að framlagið sé höfðingleg má segja að það hrökkvi skammt. Tíu milljónir eru sú upphæð sem þarf til að tryggja 4300 grunnskólakennurum í verkfalli greiðslur úr verkfallssjóði í einn dag. Talið er að sjóðurinn standi undir greiðslum til félagsmanna ef verkfallið verður ekki lengra en tveir mánuðir. Óvíst er hvað þá tekur við en ekki hefur fengist vilyrði fyrir greiðslum úr verkfallssjóðum kennara á hinum Norðurlöndunum eins og gerðist í verkfalli árið 1995. Flestir geta verið sammála um að greiðslur til grunnskólakennara úr verkfallsjóði eru lágar. Að sögn Árna Heimis Jónssonar, formanns stjórnar vinnudeilusjóðs, hafa kennarar fengið greiddar þrjátíu og átta þúsund krónur úr verkfallssjóði. Svo er að heyra að þröngt sé í búi hjá mörgum kennaranum um þessar mundir. Berþóra Þorsteinsdóttir, kennari í Háteigsskóla, er búin að láta skipta næsta VISA-reikningi sínum og segist hafa fengið 0 krónur á síðasta launaseðli. Nú skuldi hún sveitarfélaginu 80 þúsund krónur. Guðmundur Jensson, kennari við Laugarnesskóla, segist þurfa að grípa í sparisjóð þeirra hjóna ef þetta heldur áfram mikið lengur. Þórdís Eyvör Valdímarsdóttir, kennari við Réttaholtsskóla, finnst skrítið að talað sé um „digra“ verkfallssjóði því hún sé ekki að fitna af peningunum.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira