Nefndin strax orðin umdeild 8. október 2004 00:01 Ný nefnd menntamálaráðherra um fjölmiðla hefur ekki verið skipuð en er þegar orðin umdeild. Nefndinni er ætlað ákveðið sáttahlutverk svo næsta frumvarp um fjölmiðla hljóti önnur örlög en það síðasta. Það byrjar hins vegar ekki vel því stjórnarandstaðan er ósátt við hvernig skipa á nefndina. Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ætlar að skipa nefnd til að fara stöðuna á fjölmiðlamarkaði og það umhverfi sem íslenskir fjölmiðlar starfa í. Þessi nefnd á að skila tillögum á vormánuðum og í framhaldi ætlar ráðherra að leggja fram frumvarp á Alþingi. Þetta hljómar kunnuglega, ekki satt? Ekki þarf að fjölyrða um þær deilur sem urðu í vor og sumar um tilraunir ríkisstjórnarinnar til að setja fjölmiðlalög á grundvelli skýrslu síðustu fjölmiðlanefndar. Nýju nefndinni er ætlað að hafa samráð við alla þá sem koma að og hafa hagsmuni sem tengjast fjölmiðlum, að skoða sem sagt ýmislegt sem gamla nefndin gerði ekki. Þar má nefna stöðu Ríkisútvarpsins og hvaða áhrif framþróun í tækni hefur. Nú á að gera hlutina með öðrum hætti með það að markmiði að samstaða náist um þessi mál segir ráðherra. Í sem stystu máli þá segist ríkisstjórnin vera að læra af reynslunni. Menntamálaráðherra segir alltaf heilbrigt að líta í eign barm en ef hún skynji þetta rétt voru menn fyrst og fremst ósáttir við aðferðafræðina. Annars hafi allir verið sammála um að setja eigi löggjöf um starfsemi og eignarhald á fjölmiðlum og ráðherra vonar að með þessu sé hún að koma til móts við sem flesta og í sem bestri sátt við alla. Sátt og sátt. Stjórnarandstaðan er í það minnsta þegar sammála um að vera ósátt við að nefndin skuli vera skipuð þremur fulltrúum stjórnar og tveimur fulltrúum stjórnarandstöðu. Þorgerður Katrín segir stjórnarandstöðuna hafa verið mjög samhenta í þessu máli og því ætti að vera auðvelt fyrir hana að velja tvo fulltrúa í nefndina. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir þetta vissulega skref í rétta átt og vinnubrögðin miklu gæfulegri en þau sem stunduð hafa verið undanfarna mánuði og misseri. Hann lýsir hins vegar yfir vonbrigðum ef ekki á að leyfa öllum þátttöku í nefndinni á jafnræðisgrunni. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir stjórnarandstöðunni ekki verða skotaskuld úr því að koma sér saman um tvo fulltrúa. Hann er hins vegar þeirrar skoðunar að ef menn vilji einlæglega ná friði sé best að fá öll sjónarmiðin fram. Össur myndi líka vilja hafa fulltrúa fjölmiðla í nefndinni. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sýnist tilhögun nefndarinnar eiga að verða til þess að hans flokkur verði settur til hliðar. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Ný nefnd menntamálaráðherra um fjölmiðla hefur ekki verið skipuð en er þegar orðin umdeild. Nefndinni er ætlað ákveðið sáttahlutverk svo næsta frumvarp um fjölmiðla hljóti önnur örlög en það síðasta. Það byrjar hins vegar ekki vel því stjórnarandstaðan er ósátt við hvernig skipa á nefndina. Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ætlar að skipa nefnd til að fara stöðuna á fjölmiðlamarkaði og það umhverfi sem íslenskir fjölmiðlar starfa í. Þessi nefnd á að skila tillögum á vormánuðum og í framhaldi ætlar ráðherra að leggja fram frumvarp á Alþingi. Þetta hljómar kunnuglega, ekki satt? Ekki þarf að fjölyrða um þær deilur sem urðu í vor og sumar um tilraunir ríkisstjórnarinnar til að setja fjölmiðlalög á grundvelli skýrslu síðustu fjölmiðlanefndar. Nýju nefndinni er ætlað að hafa samráð við alla þá sem koma að og hafa hagsmuni sem tengjast fjölmiðlum, að skoða sem sagt ýmislegt sem gamla nefndin gerði ekki. Þar má nefna stöðu Ríkisútvarpsins og hvaða áhrif framþróun í tækni hefur. Nú á að gera hlutina með öðrum hætti með það að markmiði að samstaða náist um þessi mál segir ráðherra. Í sem stystu máli þá segist ríkisstjórnin vera að læra af reynslunni. Menntamálaráðherra segir alltaf heilbrigt að líta í eign barm en ef hún skynji þetta rétt voru menn fyrst og fremst ósáttir við aðferðafræðina. Annars hafi allir verið sammála um að setja eigi löggjöf um starfsemi og eignarhald á fjölmiðlum og ráðherra vonar að með þessu sé hún að koma til móts við sem flesta og í sem bestri sátt við alla. Sátt og sátt. Stjórnarandstaðan er í það minnsta þegar sammála um að vera ósátt við að nefndin skuli vera skipuð þremur fulltrúum stjórnar og tveimur fulltrúum stjórnarandstöðu. Þorgerður Katrín segir stjórnarandstöðuna hafa verið mjög samhenta í þessu máli og því ætti að vera auðvelt fyrir hana að velja tvo fulltrúa í nefndina. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir þetta vissulega skref í rétta átt og vinnubrögðin miklu gæfulegri en þau sem stunduð hafa verið undanfarna mánuði og misseri. Hann lýsir hins vegar yfir vonbrigðum ef ekki á að leyfa öllum þátttöku í nefndinni á jafnræðisgrunni. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir stjórnarandstöðunni ekki verða skotaskuld úr því að koma sér saman um tvo fulltrúa. Hann er hins vegar þeirrar skoðunar að ef menn vilji einlæglega ná friði sé best að fá öll sjónarmiðin fram. Össur myndi líka vilja hafa fulltrúa fjölmiðla í nefndinni. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sýnist tilhögun nefndarinnar eiga að verða til þess að hans flokkur verði settur til hliðar.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira