Hækkun jafnmikil og parísarveislan 8. október 2004 00:01 Í næstu fjárlögum er gert ráð fyrir um 47 milljóna króna hækkun á framlagi sjúklinga til heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisráðherra, Jón Kristjánsson, hefur skýrt frá því að það samsvari hækkun almennra komugjalda um 100 krónur, eða úr 600 í 700 krónur og um 50 krónur fyrir lífeyrisþega og börn. Hækkunin tekur gildi um næstu áramót. Til samanburðar má geta þess að Íslandskynningin í París og þar á meðal flutningur ísklumpsins úr Jökulsárlóni kostaði íslenska ríkið sömu upphæð. Því má í raun segja að sjúklingar muni á næsta ári að greiða fyrir flutning ísklumps til Parísar. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu verða komugjöldin eftir hækkunina hin sömu og 1996. Þau hækkuðu í 850 krónur 2001 en voru lækkuð um rúmlega helming, eða í 400 krónur 2002. Síðan þá hafa þau hækkað árlega um 100 krónur. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að fjárhæðin sem ríkissjóður hafi kostað til vegna Íslandskynningarinnar sé að öllum líkindum enn hærri en upp hefur verið gefið. Í 50 milljónunum sé ekki tekið tillit til ferðakostnaðar og dagpeninga. "Þetta sýnir hins vegar forgangsröðunina. Ríkisstjórnin hikar ekki við að eyða í svona hluti og hikar ekki að ráðast á öryrkja og sjúklinga til að hala inn í kassann fyrir þessu," segir Jóhanna. "Það er orðinn árlegur viðburður við fjárlagagerð að ráðist sé á sjúklinga með auknum álögum. Í fyrra hækkuðu álögur á sjúklinga um 740 milljónir með hækkun á lyfjum, komugjöldum og sérfræðiþjónustu lækna. Nú er haldið áfram að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, til viðbótar því að svíkja öryrkja um 500 milljónir," segir hún. Jóhanna bendir á að útgjöld heimilanna til heilbrigðisþjónustu hafi vaxið hlutfallslega mun meira en hins opinbera. "Útgjöld heimilanna eru komin á það stig að farið að bitna á aðgengi í heilbrigðisþjónustinni. Margir, svo sem öryrkjar, leita ekki lækninga og leysa ekki út lyfin. Það er sérkennilegt að verið sé að ráðast á þá sem síst skyldi í jafnmiklu hagvaxtarskeiði og nú er," segir Jóhanna. Fjárlagafrumvarp 2005 Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Í næstu fjárlögum er gert ráð fyrir um 47 milljóna króna hækkun á framlagi sjúklinga til heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisráðherra, Jón Kristjánsson, hefur skýrt frá því að það samsvari hækkun almennra komugjalda um 100 krónur, eða úr 600 í 700 krónur og um 50 krónur fyrir lífeyrisþega og börn. Hækkunin tekur gildi um næstu áramót. Til samanburðar má geta þess að Íslandskynningin í París og þar á meðal flutningur ísklumpsins úr Jökulsárlóni kostaði íslenska ríkið sömu upphæð. Því má í raun segja að sjúklingar muni á næsta ári að greiða fyrir flutning ísklumps til Parísar. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu verða komugjöldin eftir hækkunina hin sömu og 1996. Þau hækkuðu í 850 krónur 2001 en voru lækkuð um rúmlega helming, eða í 400 krónur 2002. Síðan þá hafa þau hækkað árlega um 100 krónur. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að fjárhæðin sem ríkissjóður hafi kostað til vegna Íslandskynningarinnar sé að öllum líkindum enn hærri en upp hefur verið gefið. Í 50 milljónunum sé ekki tekið tillit til ferðakostnaðar og dagpeninga. "Þetta sýnir hins vegar forgangsröðunina. Ríkisstjórnin hikar ekki við að eyða í svona hluti og hikar ekki að ráðast á öryrkja og sjúklinga til að hala inn í kassann fyrir þessu," segir Jóhanna. "Það er orðinn árlegur viðburður við fjárlagagerð að ráðist sé á sjúklinga með auknum álögum. Í fyrra hækkuðu álögur á sjúklinga um 740 milljónir með hækkun á lyfjum, komugjöldum og sérfræðiþjónustu lækna. Nú er haldið áfram að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, til viðbótar því að svíkja öryrkja um 500 milljónir," segir hún. Jóhanna bendir á að útgjöld heimilanna til heilbrigðisþjónustu hafi vaxið hlutfallslega mun meira en hins opinbera. "Útgjöld heimilanna eru komin á það stig að farið að bitna á aðgengi í heilbrigðisþjónustinni. Margir, svo sem öryrkjar, leita ekki lækninga og leysa ekki út lyfin. Það er sérkennilegt að verið sé að ráðast á þá sem síst skyldi í jafnmiklu hagvaxtarskeiði og nú er," segir Jóhanna.
Fjárlagafrumvarp 2005 Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira