Hækkun jafnmikil og parísarveislan 8. október 2004 00:01 Í næstu fjárlögum er gert ráð fyrir um 47 milljóna króna hækkun á framlagi sjúklinga til heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisráðherra, Jón Kristjánsson, hefur skýrt frá því að það samsvari hækkun almennra komugjalda um 100 krónur, eða úr 600 í 700 krónur og um 50 krónur fyrir lífeyrisþega og börn. Hækkunin tekur gildi um næstu áramót. Til samanburðar má geta þess að Íslandskynningin í París og þar á meðal flutningur ísklumpsins úr Jökulsárlóni kostaði íslenska ríkið sömu upphæð. Því má í raun segja að sjúklingar muni á næsta ári að greiða fyrir flutning ísklumps til Parísar. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu verða komugjöldin eftir hækkunina hin sömu og 1996. Þau hækkuðu í 850 krónur 2001 en voru lækkuð um rúmlega helming, eða í 400 krónur 2002. Síðan þá hafa þau hækkað árlega um 100 krónur. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að fjárhæðin sem ríkissjóður hafi kostað til vegna Íslandskynningarinnar sé að öllum líkindum enn hærri en upp hefur verið gefið. Í 50 milljónunum sé ekki tekið tillit til ferðakostnaðar og dagpeninga. "Þetta sýnir hins vegar forgangsröðunina. Ríkisstjórnin hikar ekki við að eyða í svona hluti og hikar ekki að ráðast á öryrkja og sjúklinga til að hala inn í kassann fyrir þessu," segir Jóhanna. "Það er orðinn árlegur viðburður við fjárlagagerð að ráðist sé á sjúklinga með auknum álögum. Í fyrra hækkuðu álögur á sjúklinga um 740 milljónir með hækkun á lyfjum, komugjöldum og sérfræðiþjónustu lækna. Nú er haldið áfram að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, til viðbótar því að svíkja öryrkja um 500 milljónir," segir hún. Jóhanna bendir á að útgjöld heimilanna til heilbrigðisþjónustu hafi vaxið hlutfallslega mun meira en hins opinbera. "Útgjöld heimilanna eru komin á það stig að farið að bitna á aðgengi í heilbrigðisþjónustinni. Margir, svo sem öryrkjar, leita ekki lækninga og leysa ekki út lyfin. Það er sérkennilegt að verið sé að ráðast á þá sem síst skyldi í jafnmiklu hagvaxtarskeiði og nú er," segir Jóhanna. Fjárlagafrumvarp 2005 Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Í næstu fjárlögum er gert ráð fyrir um 47 milljóna króna hækkun á framlagi sjúklinga til heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisráðherra, Jón Kristjánsson, hefur skýrt frá því að það samsvari hækkun almennra komugjalda um 100 krónur, eða úr 600 í 700 krónur og um 50 krónur fyrir lífeyrisþega og börn. Hækkunin tekur gildi um næstu áramót. Til samanburðar má geta þess að Íslandskynningin í París og þar á meðal flutningur ísklumpsins úr Jökulsárlóni kostaði íslenska ríkið sömu upphæð. Því má í raun segja að sjúklingar muni á næsta ári að greiða fyrir flutning ísklumps til Parísar. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu verða komugjöldin eftir hækkunina hin sömu og 1996. Þau hækkuðu í 850 krónur 2001 en voru lækkuð um rúmlega helming, eða í 400 krónur 2002. Síðan þá hafa þau hækkað árlega um 100 krónur. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að fjárhæðin sem ríkissjóður hafi kostað til vegna Íslandskynningarinnar sé að öllum líkindum enn hærri en upp hefur verið gefið. Í 50 milljónunum sé ekki tekið tillit til ferðakostnaðar og dagpeninga. "Þetta sýnir hins vegar forgangsröðunina. Ríkisstjórnin hikar ekki við að eyða í svona hluti og hikar ekki að ráðast á öryrkja og sjúklinga til að hala inn í kassann fyrir þessu," segir Jóhanna. "Það er orðinn árlegur viðburður við fjárlagagerð að ráðist sé á sjúklinga með auknum álögum. Í fyrra hækkuðu álögur á sjúklinga um 740 milljónir með hækkun á lyfjum, komugjöldum og sérfræðiþjónustu lækna. Nú er haldið áfram að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, til viðbótar því að svíkja öryrkja um 500 milljónir," segir hún. Jóhanna bendir á að útgjöld heimilanna til heilbrigðisþjónustu hafi vaxið hlutfallslega mun meira en hins opinbera. "Útgjöld heimilanna eru komin á það stig að farið að bitna á aðgengi í heilbrigðisþjónustinni. Margir, svo sem öryrkjar, leita ekki lækninga og leysa ekki út lyfin. Það er sérkennilegt að verið sé að ráðast á þá sem síst skyldi í jafnmiklu hagvaxtarskeiði og nú er," segir Jóhanna.
Fjárlagafrumvarp 2005 Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira