Barnageðdeild í óviðunandi húsnæði 8. október 2004 00:01 Bráðnauðsynleg iðjuþjálfun fyrir geðsjúk börn og unglinga á 15 fermetrum í köldum og saggafullum kjallara. Listasmiðja í gömlu kæliherbergi í sama kjallara, svo og tómstundaherbergi. Loftræsting er engin, en nóg af maurum og silfurskottum, að sögn starfsfólks. Starfsaðstaða fyrir sálfræðing fengin með því að brjóta niður gamalt klósett. Viðkvæm viðtöl þurfa að fara fram í "skjálftahúsi" frá Hvolsvelli, sem ekki er einu sinni hljóðeinangrað. Þetta er hlut af þeirri starfsaðstöðu sem Barna- og unglingageðdeild Landspítala háskólasjúkrahús býr við. Annar hluti aðstöðunnar er lítið skárri. Ótrúlegt en satt á því herrans ári 2004. Þarna eru um 40 börn í meðferð á hverjum degi, en starfsmenn eru tæplega 100. Þegar Fréttablaðið heimsótti BUGL í gær, var fyrst komið inn í litla móttöku, þar sem allir þurfa að ganga um sem eiga erindi í húsið. Þar á meðal þeir sem eru að koma með börnin sín á göngudeild. Þarna bíða allt að 15 - 20 manns sem eru að koma með börn sín í meðferð. "Fyrstu skrefin hingað inn eru fólki mjög þung, þótt ekki bætist við að þurfa að bíða í mannþröng svo og svo lengi," sagði Urður Njarðvík sálfræðingur. Húsnæðið sem BUGL er starfrækt í, er síðan 1960, að sögn Ólafs Ó. Guðmundssonar yfirlæknis. Ekki hefur verið ausið í viðhaldið, því ekki sést út um marga glugganna, þar sem rúðurnar eru gjörónýtar. Klastur upp í sprungur er áberandi. En fyrst og síðast þarf helmingi stærra húsnæði undir þá starfsemi sem BUGL er ætlað að rúma, að sögn Ólafs. Þarna fer fram margþætt starfsemi á þremur deildum, göngudeild og tveimur legudeildum fyrir börn og unglinga. Í starfinu felst meðal annars mat og meðferð á kvíða og þunglyndi, athyglisbresti með ofvirkni og tengdum hegðunar- og þroskaröskunum. Fjölskyldumeðferð, hópmeðferð, þjálfunarnámskeið og lyfjameðferð þegar hún á við. Jafnframt mat og meðferð á alvarlegum átröskunum. Á legudeildunum eru enn veikari börn og unglingar. Biðlistar eru á öllum deildum, lengstir þó á göngudeild, þar sem 90 börn biðu í haust, að sögn Ólafs. Nú eru uppi áætlanir um að stækka húsnæði BUGL um helming, um 1400 fermetra ásamt nauðsynlegri fjölgun starfsfólks. Landssöfnun Kiwanishreyfingarinnar í þágu málefnisins fer fram nú um helgina. Ágóðinn rennur til uppbyggingar BUGL svo og Geðhjálpar. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Bráðnauðsynleg iðjuþjálfun fyrir geðsjúk börn og unglinga á 15 fermetrum í köldum og saggafullum kjallara. Listasmiðja í gömlu kæliherbergi í sama kjallara, svo og tómstundaherbergi. Loftræsting er engin, en nóg af maurum og silfurskottum, að sögn starfsfólks. Starfsaðstaða fyrir sálfræðing fengin með því að brjóta niður gamalt klósett. Viðkvæm viðtöl þurfa að fara fram í "skjálftahúsi" frá Hvolsvelli, sem ekki er einu sinni hljóðeinangrað. Þetta er hlut af þeirri starfsaðstöðu sem Barna- og unglingageðdeild Landspítala háskólasjúkrahús býr við. Annar hluti aðstöðunnar er lítið skárri. Ótrúlegt en satt á því herrans ári 2004. Þarna eru um 40 börn í meðferð á hverjum degi, en starfsmenn eru tæplega 100. Þegar Fréttablaðið heimsótti BUGL í gær, var fyrst komið inn í litla móttöku, þar sem allir þurfa að ganga um sem eiga erindi í húsið. Þar á meðal þeir sem eru að koma með börnin sín á göngudeild. Þarna bíða allt að 15 - 20 manns sem eru að koma með börn sín í meðferð. "Fyrstu skrefin hingað inn eru fólki mjög þung, þótt ekki bætist við að þurfa að bíða í mannþröng svo og svo lengi," sagði Urður Njarðvík sálfræðingur. Húsnæðið sem BUGL er starfrækt í, er síðan 1960, að sögn Ólafs Ó. Guðmundssonar yfirlæknis. Ekki hefur verið ausið í viðhaldið, því ekki sést út um marga glugganna, þar sem rúðurnar eru gjörónýtar. Klastur upp í sprungur er áberandi. En fyrst og síðast þarf helmingi stærra húsnæði undir þá starfsemi sem BUGL er ætlað að rúma, að sögn Ólafs. Þarna fer fram margþætt starfsemi á þremur deildum, göngudeild og tveimur legudeildum fyrir börn og unglinga. Í starfinu felst meðal annars mat og meðferð á kvíða og þunglyndi, athyglisbresti með ofvirkni og tengdum hegðunar- og þroskaröskunum. Fjölskyldumeðferð, hópmeðferð, þjálfunarnámskeið og lyfjameðferð þegar hún á við. Jafnframt mat og meðferð á alvarlegum átröskunum. Á legudeildunum eru enn veikari börn og unglingar. Biðlistar eru á öllum deildum, lengstir þó á göngudeild, þar sem 90 börn biðu í haust, að sögn Ólafs. Nú eru uppi áætlanir um að stækka húsnæði BUGL um helming, um 1400 fermetra ásamt nauðsynlegri fjölgun starfsfólks. Landssöfnun Kiwanishreyfingarinnar í þágu málefnisins fer fram nú um helgina. Ágóðinn rennur til uppbyggingar BUGL svo og Geðhjálpar.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira