Kabúl 65% dýrari 7. október 2004 00:01 Gert er ráð fyrir að rekstur NATO flugvallarins í Kabúl í Afganistan kosti Íslensku friðargæsluna 110 milljónum meira á næsta ári en í ár og 130 milljónum meira en sagt var frá í upphafi. Þetta þýðir 65% hækkun frá því flugvöllurinn var afhentur íslensku friðargæslunni í byrjun júní. Upphaflega var sagt að kostnaðurinn yrði 200 milljónir en rekstraráætlun fyrir 2004 miðast við að reksturinn kosti nokkru meira eða 220 milljónir. Hækki hann síðan í 330 milljónir á næsta ári. Sú tala miðast við hálfs árs rekstur en Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins segir að til greina komi að framlengja rekstur Íslendinga á flugvellinum. Þorbjörn Jónsson, sendiráðunautur í utanríkisráðuneytinu, segir að samkvæmt fjárlögum 2005 fái íslenska friðargæslan 125 milljóna hækkun í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um hækkandi útgjöld til hennar frá 2002. Í rekstraráætlun árið 2005 eru auk Kabúl, verkefni á Balkanskaga og Sri Lanka samtals 70 milljónir króna. Á yfirstandandi ári kosta þessir tveir liðir 125 milljónir en fyrsta ársfjórðung þessa árs tók friðargæslan þátt í stjórn flugvallarins í Pristina í Kosovo og tók þátt í ýmsum verkefnum í Kosovo og Bosníu sem nú hefur verið hætt við. Kosningaeftirlit erlendis mun aukast stórlega á næsta ári en verja á 15 milljónum til þess samkvæmt rekstraráætlun en aðeins tveimur miljónum á árinu sem er að líða. Starf friðargæslunnar reyndist talsvert kostnaðarsamara 2004 en fjárlög ársins gerðu ráð fyrir. Íslensk friðargæslan fékk 84,4 milljónir króna hækkun á fjárlögum 2004 frá árinu áður og heildarútgjöldin áttu að vera 330 milljónir. Þetta dugði ekki til og óskað er eftir 70 milljónum króna aukalega á fjáraukalögum sem nú eru rædd á Alþingi eða 21% meira en í fjárlögum 2004. Fjárlagafrumvarp 2005 Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Gert er ráð fyrir að rekstur NATO flugvallarins í Kabúl í Afganistan kosti Íslensku friðargæsluna 110 milljónum meira á næsta ári en í ár og 130 milljónum meira en sagt var frá í upphafi. Þetta þýðir 65% hækkun frá því flugvöllurinn var afhentur íslensku friðargæslunni í byrjun júní. Upphaflega var sagt að kostnaðurinn yrði 200 milljónir en rekstraráætlun fyrir 2004 miðast við að reksturinn kosti nokkru meira eða 220 milljónir. Hækki hann síðan í 330 milljónir á næsta ári. Sú tala miðast við hálfs árs rekstur en Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins segir að til greina komi að framlengja rekstur Íslendinga á flugvellinum. Þorbjörn Jónsson, sendiráðunautur í utanríkisráðuneytinu, segir að samkvæmt fjárlögum 2005 fái íslenska friðargæslan 125 milljóna hækkun í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um hækkandi útgjöld til hennar frá 2002. Í rekstraráætlun árið 2005 eru auk Kabúl, verkefni á Balkanskaga og Sri Lanka samtals 70 milljónir króna. Á yfirstandandi ári kosta þessir tveir liðir 125 milljónir en fyrsta ársfjórðung þessa árs tók friðargæslan þátt í stjórn flugvallarins í Pristina í Kosovo og tók þátt í ýmsum verkefnum í Kosovo og Bosníu sem nú hefur verið hætt við. Kosningaeftirlit erlendis mun aukast stórlega á næsta ári en verja á 15 milljónum til þess samkvæmt rekstraráætlun en aðeins tveimur miljónum á árinu sem er að líða. Starf friðargæslunnar reyndist talsvert kostnaðarsamara 2004 en fjárlög ársins gerðu ráð fyrir. Íslensk friðargæslan fékk 84,4 milljónir króna hækkun á fjárlögum 2004 frá árinu áður og heildarútgjöldin áttu að vera 330 milljónir. Þetta dugði ekki til og óskað er eftir 70 milljónum króna aukalega á fjáraukalögum sem nú eru rædd á Alþingi eða 21% meira en í fjárlögum 2004.
Fjárlagafrumvarp 2005 Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira