Skora á samningsaðila

Stjórn Foreldra- og kennarafélags Síðuskóla á Akureyri skorar á deilendur í kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélaga að sýna vilja í verki og setjast að samningaborðinu með opnum og jákvæðum huga. Mikilvægt sé að leysa deiluna sem sé farin að hafa áhrif á líf og störf alltof margra fjölskyldna í landinu. Samningamenn í kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélaganna hittast aftur á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag en viðræðum var frestað í gær eftir stuttan fund. Lítið þokaðist í samkomulagsátt en kröfur kennara um breytta launamyndun voru aðeins til umræðu.