Skólastarf hófst að nýju 13. október 2005 14:44 Skólastarf hófst á nýjan leik í dag í þeim fimm skólum sem fengu undanþágu til kennslu á meðan á verkfalli grunnskólakennara stendur. Nemendur eru hæstánægðir en tilfinningar hinna fullorðnu eru blendnar. Spurt er hversu sanngjarnt sé að sum fötluð börn fái kennslu en önnur ekki. Undanþágunefnd samþykkti beiðnir frá Öskjuhlíðarskóla, Safamýrarskóla, Barna- og unglingageðdeild, athvarfi í Vestmannaeyjum og meðferðarheimilinu Hvítárbakka. Meðal kennara heyrast þær raddir að undanþágurnar hafi fengist á tilfinningalegum forsendum, ekki faglegum. Bent er á að sú stefna sem er við lýði, Skóli án aðgreingar, geri auk þess að verkum að fötluð börn innan almenna skólakerfisins sitji heima á meðan fötluð börn í sérskólum fái kennslu, þrátt fyrir að aðstæður þeirra séu álíka. Undir það tekur fulltrúi sveitarfélaga í undanþágunefnd, Sigurður Óli Kolbeinsson, sem telur að beiðnum fyrir nemendur, sem eru alveg eins viðkvæm fyrir röskun á skólastarfi og þau sem ganga í sérskóla, hafi verið hafnað. Dæmi eru um að skólastjórar hafi nú sótt um undanþágu til nefndarinnar í þrígang. Einar Hólm Ólafsson, skólastjóri Öskjuhlíðarskóla, segir erfiðara um vik að sækja um og veita alvarlega fötluðum börnum í hinum almenna skóla því það sé mjög flókið mál. Þótt mikil kátína hafi ríkt meðal nemenda á fyrsta skóladeginum í tvær vikur þá var kátínan ekki eins mikil meðal kennaranna. Einar segir tilfinningar þeirra blendnar, þó svo þeir vilji nemendum sínum og fjölskyldum þeirra allt hið besta, því það sé erfitt að fara til starfa þegar baráttunni er lokið og aðrir eru að standa í baráttunni fyrir þessa kennara. Nemendum leist þó prýðisvel á að vera aftur mættir í skólann. Garðar Írisarson segir skemmtilegra að vera í skólanum en að vera heim. Atli Már Haraldsson hlakkar mest til að fara í „bíló“ í skólanum. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
Skólastarf hófst á nýjan leik í dag í þeim fimm skólum sem fengu undanþágu til kennslu á meðan á verkfalli grunnskólakennara stendur. Nemendur eru hæstánægðir en tilfinningar hinna fullorðnu eru blendnar. Spurt er hversu sanngjarnt sé að sum fötluð börn fái kennslu en önnur ekki. Undanþágunefnd samþykkti beiðnir frá Öskjuhlíðarskóla, Safamýrarskóla, Barna- og unglingageðdeild, athvarfi í Vestmannaeyjum og meðferðarheimilinu Hvítárbakka. Meðal kennara heyrast þær raddir að undanþágurnar hafi fengist á tilfinningalegum forsendum, ekki faglegum. Bent er á að sú stefna sem er við lýði, Skóli án aðgreingar, geri auk þess að verkum að fötluð börn innan almenna skólakerfisins sitji heima á meðan fötluð börn í sérskólum fái kennslu, þrátt fyrir að aðstæður þeirra séu álíka. Undir það tekur fulltrúi sveitarfélaga í undanþágunefnd, Sigurður Óli Kolbeinsson, sem telur að beiðnum fyrir nemendur, sem eru alveg eins viðkvæm fyrir röskun á skólastarfi og þau sem ganga í sérskóla, hafi verið hafnað. Dæmi eru um að skólastjórar hafi nú sótt um undanþágu til nefndarinnar í þrígang. Einar Hólm Ólafsson, skólastjóri Öskjuhlíðarskóla, segir erfiðara um vik að sækja um og veita alvarlega fötluðum börnum í hinum almenna skóla því það sé mjög flókið mál. Þótt mikil kátína hafi ríkt meðal nemenda á fyrsta skóladeginum í tvær vikur þá var kátínan ekki eins mikil meðal kennaranna. Einar segir tilfinningar þeirra blendnar, þó svo þeir vilji nemendum sínum og fjölskyldum þeirra allt hið besta, því það sé erfitt að fara til starfa þegar baráttunni er lokið og aðrir eru að standa í baráttunni fyrir þessa kennara. Nemendum leist þó prýðisvel á að vera aftur mættir í skólann. Garðar Írisarson segir skemmtilegra að vera í skólanum en að vera heim. Atli Már Haraldsson hlakkar mest til að fara í „bíló“ í skólanum.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira