Sakna sveigjanleikans í starfinu 13. október 2005 14:44 Allur sveigjanleiki í starfi grunnskólakennara hvarf með síðasta kjarasamningi, segja Ingibjörg Soffía Sveinsdóttir og Aðalbjörg Ingadóttir kennarar í 2. og 3. bekk í Hamraskóla. Þær stöllur sátu ásamt fjölda kennara og mátu stöðu samningaviðræðnanna og verkfallsins í Verkfallsmiðstöð kennara í Borgartúni. Ingibjörg segir að áður hafi hún getað unnið heima en sú vinna sé nú bundin í grunnskólanum. "Frá því fyrir síðustu samninga gat ég haft börnin mín tvö í leikskóla til klukkan tvö, fyrir utan einn dag í viku þegar ég var á kennarafundum. Í dag er ég með leikskólapláss til klukkan hálf fimm. Ég get ekki unnið skemur í skólanum," segir Ingibjörg: "Ég vil geta valið um það hvenær ég undirbý mig sem er ekki reyndin í dag." Aðalbjörg segir ekki aðeins skorta á sveigjanleikann heldur sé búið að skerða alla undirbúningskennslu: "Verkstjórnartíminn sem skólastjórnendur hafa til umráða yfir kennurum tekur tíma frá undirbúningi fyrir almenna kennslu." Þær stöllur vilja þó taka þátt í uppbyggingu skólastarfsins. "En á mörgum stöðum er vinna við uppbyggingu orðin svo yfirdrifin. Við þurfum tíma til að meta hvað gekk vel og hvað gekk illa til að endurskoða kennsluna og auka gæði hennar," segir Aðalbjörg. "Síðan er foreldrasamstarfið mjög tímafrekt. Aðstæður barna eru oft á tíðum erfiðar," segja þær Ingibjörg og Aðalbjörg. Aukinn undirbúningur sé því nauðsynlegur svo þær geti sinnt starfi sínu af kostgæfni sem sé þeirra markmið. Þær segja kennara óánægða með síðasta kjarasamning. "Okkur finnst að skellt hafi verið á okkur mikilli vinnu fyrir litla launauppbót. Það er búið að lengja skólana um 10 daga og við fáum laun fyrir þá viðbót, en við fengum ekki eina einustu launahækkun. Að því leitinu til erum við kennarar ósáttir við samninginn," segir Aðalbjörg. Undir það tekur Ingibjörg. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Kjaramál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Allur sveigjanleiki í starfi grunnskólakennara hvarf með síðasta kjarasamningi, segja Ingibjörg Soffía Sveinsdóttir og Aðalbjörg Ingadóttir kennarar í 2. og 3. bekk í Hamraskóla. Þær stöllur sátu ásamt fjölda kennara og mátu stöðu samningaviðræðnanna og verkfallsins í Verkfallsmiðstöð kennara í Borgartúni. Ingibjörg segir að áður hafi hún getað unnið heima en sú vinna sé nú bundin í grunnskólanum. "Frá því fyrir síðustu samninga gat ég haft börnin mín tvö í leikskóla til klukkan tvö, fyrir utan einn dag í viku þegar ég var á kennarafundum. Í dag er ég með leikskólapláss til klukkan hálf fimm. Ég get ekki unnið skemur í skólanum," segir Ingibjörg: "Ég vil geta valið um það hvenær ég undirbý mig sem er ekki reyndin í dag." Aðalbjörg segir ekki aðeins skorta á sveigjanleikann heldur sé búið að skerða alla undirbúningskennslu: "Verkstjórnartíminn sem skólastjórnendur hafa til umráða yfir kennurum tekur tíma frá undirbúningi fyrir almenna kennslu." Þær stöllur vilja þó taka þátt í uppbyggingu skólastarfsins. "En á mörgum stöðum er vinna við uppbyggingu orðin svo yfirdrifin. Við þurfum tíma til að meta hvað gekk vel og hvað gekk illa til að endurskoða kennsluna og auka gæði hennar," segir Aðalbjörg. "Síðan er foreldrasamstarfið mjög tímafrekt. Aðstæður barna eru oft á tíðum erfiðar," segja þær Ingibjörg og Aðalbjörg. Aukinn undirbúningur sé því nauðsynlegur svo þær geti sinnt starfi sínu af kostgæfni sem sé þeirra markmið. Þær segja kennara óánægða með síðasta kjarasamning. "Okkur finnst að skellt hafi verið á okkur mikilli vinnu fyrir litla launauppbót. Það er búið að lengja skólana um 10 daga og við fáum laun fyrir þá viðbót, en við fengum ekki eina einustu launahækkun. Að því leitinu til erum við kennarar ósáttir við samninginn," segir Aðalbjörg. Undir það tekur Ingibjörg.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Kjaramál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira