Vegagerðinni synjað um leyfi 13. október 2005 14:44 Bæjarstjórn Ölfuss synjaði Vegagerðinni um framkvæmdaleyfi vegna nýs vegar um Svínahraun fyrir helgi. Synjunin gæti orðið til þess að vegabæturnar frestist um fjölda ára. Fyrirhugað er að stytta þjóðveginn um Svínahraun og taka af um leið tvær varasamar beygjur, annars vegar fyrir neðan Hveradalabrekkuna og hins vegar við gatnamót Þrengslavegar. Upphaflega stóð til að bjóða út verkið snemma á þessu ári og átti vegurinn að vera tilbúinn nú í haust. Þá var hugmyndin að gatnamótin til Þorlákshafnar yrðu ekki mislæg heldur hefðbundin. Ölfusingar hafa hins vegar ákaft þrýst á að þarna verði mislæg gatnamót. Til að höggva á hnútinn hugðist Vegagerðin síðar í þessum mánuði bjóða verkið út með báðum þessum valkostum til að fá samanburð á kostnaði. Bæjarstjórn Ölfuss hafnaði því hins vegar fyrir helgi að veita framkvæmdaleyfi á þeim grundvelli að báðir kostir kæmu til greina og hefur með samþykkt sinni í raun sett það skilyrði að þarna verði mislæg gatnamót. Hjá Vegagerðinni eru menn nú að skoða hvernig bregðast eigi við þessari óvæntu uppákomu. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 er meðal annars verið að skoða þann möguleika að kæra samþykkt bæjarstjórnarinnar til félagsmálaráðuneytis til að láta reyna á gildi hennar. Þá er frekari töf á útboði talin auka líkur á því að nýr vegur um Svínahraun lendi í hópi þeirra framkvæmda sem Vegagerðinni þarf að skera niður. Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir nærri tveggja milljarða niðurskurði á næsta ári til vegamála. Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Bæjarstjórn Ölfuss synjaði Vegagerðinni um framkvæmdaleyfi vegna nýs vegar um Svínahraun fyrir helgi. Synjunin gæti orðið til þess að vegabæturnar frestist um fjölda ára. Fyrirhugað er að stytta þjóðveginn um Svínahraun og taka af um leið tvær varasamar beygjur, annars vegar fyrir neðan Hveradalabrekkuna og hins vegar við gatnamót Þrengslavegar. Upphaflega stóð til að bjóða út verkið snemma á þessu ári og átti vegurinn að vera tilbúinn nú í haust. Þá var hugmyndin að gatnamótin til Þorlákshafnar yrðu ekki mislæg heldur hefðbundin. Ölfusingar hafa hins vegar ákaft þrýst á að þarna verði mislæg gatnamót. Til að höggva á hnútinn hugðist Vegagerðin síðar í þessum mánuði bjóða verkið út með báðum þessum valkostum til að fá samanburð á kostnaði. Bæjarstjórn Ölfuss hafnaði því hins vegar fyrir helgi að veita framkvæmdaleyfi á þeim grundvelli að báðir kostir kæmu til greina og hefur með samþykkt sinni í raun sett það skilyrði að þarna verði mislæg gatnamót. Hjá Vegagerðinni eru menn nú að skoða hvernig bregðast eigi við þessari óvæntu uppákomu. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 er meðal annars verið að skoða þann möguleika að kæra samþykkt bæjarstjórnarinnar til félagsmálaráðuneytis til að láta reyna á gildi hennar. Þá er frekari töf á útboði talin auka líkur á því að nýr vegur um Svínahraun lendi í hópi þeirra framkvæmda sem Vegagerðinni þarf að skera niður. Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir nærri tveggja milljarða niðurskurði á næsta ári til vegamála.
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira