Þriðjungur í þrot vegna lóðaverðs 30. september 2004 00:01 Tæpur þriðjungur þeirra verktaka sem fengu úthlutað lóðum í Grafarholti á árunum 1999 til 2002 hafa síðan orðið gjaldþrota. Þetta kom fram í erindi Þorsteins Víglundssonar, forstjóra BM-Vallár, á fundi Samtaka iðnaðarins í gær. Þorsteinn segir að þetta megi rekja til þess fyrirkomulags á úthlutun lóða, en lóðum í Grafarholti var úthlutað eftir útboð. ,,Þetta fyrirkomulag er óheppilegt," segir hann, ,,meðal annars vegna þess að þetta hækkar byggingakostnað hjá verktökum, sér í lagi þar sem skortur er á byggingalóðum í borginni." Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur kostnaður við byggingu hvers fermetra hækkað úr 72.000 krónum árið 1999 í 95.000 krónur nú. Lóðaverð hefur á sama tíma hækkað úr 13.000 krónum á fermetra í rúmar 25.000 krónur. Rúmur helmingur af hækkun byggingarkostnaðar á þessu tímabili má því útskýra með hækkun lóðaverðs. Þorsteinn segir að þá hækkun megi rekja til þessarar aðferðar Reykjavíkurborgar við úthlutun lóða. ,,Reykjavíkurborg er með þessu að skattleggja kaupendur og verktaka. Yfirleitt hafa sveitarfélög lagt fast verð á lóðirnar og gera þá ráð fyrir að fá greitt fyrir kostnað við gatnagerð og leggja svo eitthvert álag þar ofan á. En uppboðsfyrirkomulag með þessum hætti er ekki heppileg leið til að verðleggja lóðir. Reynslan sýnir að annað tveggja gerist, kaupandinn borgar hærra verð eða afkoma byggingarverktakans rýrnar." Verktaki sem varð gjaldþrota eftir að hann byggði í Grafarholti og vill ekki láta nafn síns getið segist sannfærður um að þessi aðferð við úthlutun lóða hafi leitt til gjalþrotahrinu. ,,Þetta er orðin þvæla þegar maður þarf að kaupa lóðina fyrir fjórar til fimm milljónir. Ég held að lóðaverðið hafi tvöfaldast með þessu móti. Stjórnmálamennirnir héldu því fram að verktakarnir greiddu bara það sem þeir treystu sér til. En menn teygðu sig langt út fyrir það til að tryggja sér þær lóðir sem buðust til að verða ekki verkefnalausir." Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Tæpur þriðjungur þeirra verktaka sem fengu úthlutað lóðum í Grafarholti á árunum 1999 til 2002 hafa síðan orðið gjaldþrota. Þetta kom fram í erindi Þorsteins Víglundssonar, forstjóra BM-Vallár, á fundi Samtaka iðnaðarins í gær. Þorsteinn segir að þetta megi rekja til þess fyrirkomulags á úthlutun lóða, en lóðum í Grafarholti var úthlutað eftir útboð. ,,Þetta fyrirkomulag er óheppilegt," segir hann, ,,meðal annars vegna þess að þetta hækkar byggingakostnað hjá verktökum, sér í lagi þar sem skortur er á byggingalóðum í borginni." Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur kostnaður við byggingu hvers fermetra hækkað úr 72.000 krónum árið 1999 í 95.000 krónur nú. Lóðaverð hefur á sama tíma hækkað úr 13.000 krónum á fermetra í rúmar 25.000 krónur. Rúmur helmingur af hækkun byggingarkostnaðar á þessu tímabili má því útskýra með hækkun lóðaverðs. Þorsteinn segir að þá hækkun megi rekja til þessarar aðferðar Reykjavíkurborgar við úthlutun lóða. ,,Reykjavíkurborg er með þessu að skattleggja kaupendur og verktaka. Yfirleitt hafa sveitarfélög lagt fast verð á lóðirnar og gera þá ráð fyrir að fá greitt fyrir kostnað við gatnagerð og leggja svo eitthvert álag þar ofan á. En uppboðsfyrirkomulag með þessum hætti er ekki heppileg leið til að verðleggja lóðir. Reynslan sýnir að annað tveggja gerist, kaupandinn borgar hærra verð eða afkoma byggingarverktakans rýrnar." Verktaki sem varð gjaldþrota eftir að hann byggði í Grafarholti og vill ekki láta nafn síns getið segist sannfærður um að þessi aðferð við úthlutun lóða hafi leitt til gjalþrotahrinu. ,,Þetta er orðin þvæla þegar maður þarf að kaupa lóðina fyrir fjórar til fimm milljónir. Ég held að lóðaverðið hafi tvöfaldast með þessu móti. Stjórnmálamennirnir héldu því fram að verktakarnir greiddu bara það sem þeir treystu sér til. En menn teygðu sig langt út fyrir það til að tryggja sér þær lóðir sem buðust til að verða ekki verkefnalausir."
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira