Þriðjungur í þrot vegna lóðaverðs 30. september 2004 00:01 Tæpur þriðjungur þeirra verktaka sem fengu úthlutað lóðum í Grafarholti á árunum 1999 til 2002 hafa síðan orðið gjaldþrota. Þetta kom fram í erindi Þorsteins Víglundssonar, forstjóra BM-Vallár, á fundi Samtaka iðnaðarins í gær. Þorsteinn segir að þetta megi rekja til þess fyrirkomulags á úthlutun lóða, en lóðum í Grafarholti var úthlutað eftir útboð. ,,Þetta fyrirkomulag er óheppilegt," segir hann, ,,meðal annars vegna þess að þetta hækkar byggingakostnað hjá verktökum, sér í lagi þar sem skortur er á byggingalóðum í borginni." Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur kostnaður við byggingu hvers fermetra hækkað úr 72.000 krónum árið 1999 í 95.000 krónur nú. Lóðaverð hefur á sama tíma hækkað úr 13.000 krónum á fermetra í rúmar 25.000 krónur. Rúmur helmingur af hækkun byggingarkostnaðar á þessu tímabili má því útskýra með hækkun lóðaverðs. Þorsteinn segir að þá hækkun megi rekja til þessarar aðferðar Reykjavíkurborgar við úthlutun lóða. ,,Reykjavíkurborg er með þessu að skattleggja kaupendur og verktaka. Yfirleitt hafa sveitarfélög lagt fast verð á lóðirnar og gera þá ráð fyrir að fá greitt fyrir kostnað við gatnagerð og leggja svo eitthvert álag þar ofan á. En uppboðsfyrirkomulag með þessum hætti er ekki heppileg leið til að verðleggja lóðir. Reynslan sýnir að annað tveggja gerist, kaupandinn borgar hærra verð eða afkoma byggingarverktakans rýrnar." Verktaki sem varð gjaldþrota eftir að hann byggði í Grafarholti og vill ekki láta nafn síns getið segist sannfærður um að þessi aðferð við úthlutun lóða hafi leitt til gjalþrotahrinu. ,,Þetta er orðin þvæla þegar maður þarf að kaupa lóðina fyrir fjórar til fimm milljónir. Ég held að lóðaverðið hafi tvöfaldast með þessu móti. Stjórnmálamennirnir héldu því fram að verktakarnir greiddu bara það sem þeir treystu sér til. En menn teygðu sig langt út fyrir það til að tryggja sér þær lóðir sem buðust til að verða ekki verkefnalausir." Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Tæpur þriðjungur þeirra verktaka sem fengu úthlutað lóðum í Grafarholti á árunum 1999 til 2002 hafa síðan orðið gjaldþrota. Þetta kom fram í erindi Þorsteins Víglundssonar, forstjóra BM-Vallár, á fundi Samtaka iðnaðarins í gær. Þorsteinn segir að þetta megi rekja til þess fyrirkomulags á úthlutun lóða, en lóðum í Grafarholti var úthlutað eftir útboð. ,,Þetta fyrirkomulag er óheppilegt," segir hann, ,,meðal annars vegna þess að þetta hækkar byggingakostnað hjá verktökum, sér í lagi þar sem skortur er á byggingalóðum í borginni." Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur kostnaður við byggingu hvers fermetra hækkað úr 72.000 krónum árið 1999 í 95.000 krónur nú. Lóðaverð hefur á sama tíma hækkað úr 13.000 krónum á fermetra í rúmar 25.000 krónur. Rúmur helmingur af hækkun byggingarkostnaðar á þessu tímabili má því útskýra með hækkun lóðaverðs. Þorsteinn segir að þá hækkun megi rekja til þessarar aðferðar Reykjavíkurborgar við úthlutun lóða. ,,Reykjavíkurborg er með þessu að skattleggja kaupendur og verktaka. Yfirleitt hafa sveitarfélög lagt fast verð á lóðirnar og gera þá ráð fyrir að fá greitt fyrir kostnað við gatnagerð og leggja svo eitthvert álag þar ofan á. En uppboðsfyrirkomulag með þessum hætti er ekki heppileg leið til að verðleggja lóðir. Reynslan sýnir að annað tveggja gerist, kaupandinn borgar hærra verð eða afkoma byggingarverktakans rýrnar." Verktaki sem varð gjaldþrota eftir að hann byggði í Grafarholti og vill ekki láta nafn síns getið segist sannfærður um að þessi aðferð við úthlutun lóða hafi leitt til gjalþrotahrinu. ,,Þetta er orðin þvæla þegar maður þarf að kaupa lóðina fyrir fjórar til fimm milljónir. Ég held að lóðaverðið hafi tvöfaldast með þessu móti. Stjórnmálamennirnir héldu því fram að verktakarnir greiddu bara það sem þeir treystu sér til. En menn teygðu sig langt út fyrir það til að tryggja sér þær lóðir sem buðust til að verða ekki verkefnalausir."
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira