Helmingur kennara fylkti liði 30. september 2004 00:01 Samninganefndir grunnskólakennara og sveitarfélaga hittast aftur á morgun eftir sjö klukkustunda fund hjá ríkissáttasemjara í dag. Formaður Kennarasambandsins segir að þá muni koma í ljós hvort einhverjar glæður hafi kviknað sem hægt verði að blása lífi í. Um helmingur grunnskólakennara á landinu gerði tilraun til að heimsækja borgarstjóra og menntamálaráðherra í dag til að leggja áherslu á kjarakröfur sínar. Á annað þúsund kennarar og kennaranemar söfnuðust saman við húsakynni ríkissáttasemjara í morgun þegar samningafundur hófst og lýstu yfir eindregnum stuðningi við samninganefnd kennara. Fjöldinn óskaði þess að hvergi yrði yrði hvikað frá kröfugerð. Kennarar gengu svo fylktu liði að Ráðhúsinu í Reykjavík þar sem ætlunin var að afhenda borgarstjóra yfirlýsingu þess efnis að kominn sé tími til að pólítískt kjörnir borgarfulltrúar hætti að skýla sér á bakvið andlitslaust fyrirbæri á borð við Launanefnd sveitarfélaganna og axli pólítíska ábyrgð sem borgarfulltrúar. Engir fundir hafa verið haldnir í borgarstjórn um kjaradeiluna þá ellefu daga sem grunnskólakennarar hafa verið í verkfalli Kennarar komu þó að tómum kofanum því borgarstjóri er staddur erlendis og sömu sögu eru að segja um formann Fræðsluráðs. Yfirlýsingin var skilin eftir í móttöku Ráðhússins og síðan lá leið kennara að menntamálaráðuneytinu. Þar átti að reyna að koma þeim skilaboðum til menntamálaráðherra að hún geti ekki firrt sig ábyrgð. Ráðherrann var líka í útlöndum, sem og ráðuneytisstjóri. Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, lýsti því yfir að að mati félagsins lýsti þetta áhugaleysi á málefnum grunnskólans. Haft var á orði að réttast væri að hópurinn færi á næstu ferðaskrifstofu til að koma málstað sínum á framfæri við ráðamenn. Þrátt fyrir að kennarar kvarti um áhugaleysi ráðamanna, þá þarf formaður Kennarafélags Reykjavíkur ekki að kvarta yfir að samstöðu vanti hjá kennurum. Að hans sögn lætur nærri að helmingur grunnskólakennara landsins hafi tekið þátt í göngunni í dag og segir hann það sýna ótrúlega samstöðu á meðal kennara. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
Samninganefndir grunnskólakennara og sveitarfélaga hittast aftur á morgun eftir sjö klukkustunda fund hjá ríkissáttasemjara í dag. Formaður Kennarasambandsins segir að þá muni koma í ljós hvort einhverjar glæður hafi kviknað sem hægt verði að blása lífi í. Um helmingur grunnskólakennara á landinu gerði tilraun til að heimsækja borgarstjóra og menntamálaráðherra í dag til að leggja áherslu á kjarakröfur sínar. Á annað þúsund kennarar og kennaranemar söfnuðust saman við húsakynni ríkissáttasemjara í morgun þegar samningafundur hófst og lýstu yfir eindregnum stuðningi við samninganefnd kennara. Fjöldinn óskaði þess að hvergi yrði yrði hvikað frá kröfugerð. Kennarar gengu svo fylktu liði að Ráðhúsinu í Reykjavík þar sem ætlunin var að afhenda borgarstjóra yfirlýsingu þess efnis að kominn sé tími til að pólítískt kjörnir borgarfulltrúar hætti að skýla sér á bakvið andlitslaust fyrirbæri á borð við Launanefnd sveitarfélaganna og axli pólítíska ábyrgð sem borgarfulltrúar. Engir fundir hafa verið haldnir í borgarstjórn um kjaradeiluna þá ellefu daga sem grunnskólakennarar hafa verið í verkfalli Kennarar komu þó að tómum kofanum því borgarstjóri er staddur erlendis og sömu sögu eru að segja um formann Fræðsluráðs. Yfirlýsingin var skilin eftir í móttöku Ráðhússins og síðan lá leið kennara að menntamálaráðuneytinu. Þar átti að reyna að koma þeim skilaboðum til menntamálaráðherra að hún geti ekki firrt sig ábyrgð. Ráðherrann var líka í útlöndum, sem og ráðuneytisstjóri. Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, lýsti því yfir að að mati félagsins lýsti þetta áhugaleysi á málefnum grunnskólans. Haft var á orði að réttast væri að hópurinn færi á næstu ferðaskrifstofu til að koma málstað sínum á framfæri við ráðamenn. Þrátt fyrir að kennarar kvarti um áhugaleysi ráðamanna, þá þarf formaður Kennarafélags Reykjavíkur ekki að kvarta yfir að samstöðu vanti hjá kennurum. Að hans sögn lætur nærri að helmingur grunnskólakennara landsins hafi tekið þátt í göngunni í dag og segir hann það sýna ótrúlega samstöðu á meðal kennara.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira