Krefst fjögurra ára fangelsis 30. september 2004 00:01 Sækjandi í sakamáli gegn Stefáni Loga Sívarssyni krafðist þess í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hann yrði dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir sem hann er sakaður um að hafa framið á tveimur dögum í apríl. Ein líkamsárasanna var sérstaklega hættuleg en þá réðst Stefán á sextán ára pilt. Pilturinn segir Stefán hafa slegið sig á kjaftinn og í magann og að lokum hafi hann sparkað í magann á honum þar sem hann lá í gólfinu. Stefán hefur játað tvö högg af þremur. Vitnisburðir í hinum tveimur líkamsárásunum eru mjög á reiki. Vitni muna ýmist ekki eftir hvað gerðist, segjast ekki hafa verið á staðnum eða ber ekki saman um hvað gerst hafi. Stefán Logi segist sjálfur ekki muna neitt vegna áfengis- og vímuefnaneyslu. Síðasta líkamsárásin var gegn ungri konu og segist Stefán ekkert muna en neitar árásinni þar sem hann hafi aldrei lagt hendur á kvenmann. Verjandi Stefáns segir hann hafa átt erfiða æsku og foreldrar hans hafi ekki verið góðar fyrirmyndir. Kvöldsögur frá föður Stefáns hafi fjallað um ofbeldi og drykkju. Stefán var á reynslulausn þegar hann var handtekinn vegna líkamsárásanna en ekki fékkst gæsluvarðhald eftir þá fyrstu. Verjandinn segir lögreglu hafa farið fram á gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna en það ekki gengið eftir enda Stefán þá búinn að játa brotið að mestu. Eftir hinar árásirnar hafi hann hins vegar verið úrskurðaður í gæsluvarðhald sem farið hafi verið fram á vegna hagsmuna almennings. Verjandinn segir Stefán hafa beðið fangelsismálayfirvöld um að fá að ljúka afplánun í meðferð en honum hafi verið neitað vegna agabrota. "Hann fékk ekki hjálp af því að hann hafði verið óþekkur en hann hefur verið óþekkur allt sitt líf," sagði verjandinn. Þegar hann hafi svo losnað út fyrir um ári síðan hafi hann reynt að standa sig enda nýorðinn faðir. Um áramótin hafi fíknin fellt hann og eftir það hafi allt farið til verri vegar. Stefán á langan afbrotaferil að baki og hlaut meðal annars tveggja ára fangelsisdóm fyrir líkamsárás á heimili sínu á Skeljagranda árið 2002, auk annarrar líkamsárásar sem hann framdi sama dag. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Sækjandi í sakamáli gegn Stefáni Loga Sívarssyni krafðist þess í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hann yrði dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir sem hann er sakaður um að hafa framið á tveimur dögum í apríl. Ein líkamsárasanna var sérstaklega hættuleg en þá réðst Stefán á sextán ára pilt. Pilturinn segir Stefán hafa slegið sig á kjaftinn og í magann og að lokum hafi hann sparkað í magann á honum þar sem hann lá í gólfinu. Stefán hefur játað tvö högg af þremur. Vitnisburðir í hinum tveimur líkamsárásunum eru mjög á reiki. Vitni muna ýmist ekki eftir hvað gerðist, segjast ekki hafa verið á staðnum eða ber ekki saman um hvað gerst hafi. Stefán Logi segist sjálfur ekki muna neitt vegna áfengis- og vímuefnaneyslu. Síðasta líkamsárásin var gegn ungri konu og segist Stefán ekkert muna en neitar árásinni þar sem hann hafi aldrei lagt hendur á kvenmann. Verjandi Stefáns segir hann hafa átt erfiða æsku og foreldrar hans hafi ekki verið góðar fyrirmyndir. Kvöldsögur frá föður Stefáns hafi fjallað um ofbeldi og drykkju. Stefán var á reynslulausn þegar hann var handtekinn vegna líkamsárásanna en ekki fékkst gæsluvarðhald eftir þá fyrstu. Verjandinn segir lögreglu hafa farið fram á gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna en það ekki gengið eftir enda Stefán þá búinn að játa brotið að mestu. Eftir hinar árásirnar hafi hann hins vegar verið úrskurðaður í gæsluvarðhald sem farið hafi verið fram á vegna hagsmuna almennings. Verjandinn segir Stefán hafa beðið fangelsismálayfirvöld um að fá að ljúka afplánun í meðferð en honum hafi verið neitað vegna agabrota. "Hann fékk ekki hjálp af því að hann hafði verið óþekkur en hann hefur verið óþekkur allt sitt líf," sagði verjandinn. Þegar hann hafi svo losnað út fyrir um ári síðan hafi hann reynt að standa sig enda nýorðinn faðir. Um áramótin hafi fíknin fellt hann og eftir það hafi allt farið til verri vegar. Stefán á langan afbrotaferil að baki og hlaut meðal annars tveggja ára fangelsisdóm fyrir líkamsárás á heimili sínu á Skeljagranda árið 2002, auk annarrar líkamsárásar sem hann framdi sama dag.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?