Úrskurðaður í gæsluvarðhald 30. september 2004 00:01 Karlmaður um þrítugt var í gær úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í tengslum við umfangsmikið smygl á kókaíni, amfetamíni og LSD. Þar með sitja sjö í gæsluvarðhaldi vegna málsins, fimm hér á landi og tveir í Hollandi. Maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í gær var handtekinn í gærmorgun. Hann er um þrítugt, búsettur í Reykjavík og hefur lítið komið við sögu fíkniefnamála áður. Ásgeir Karlsson, sem fer með rannsókn málsins, segir ekki ljóst enn hver hlutur hans sé í málinu en hann segir rannsókn málsins ganga ágætlega. Upphaf málsins má rekja aftur til marsmánaðar þegar þrjú kíló af amfetamíni og tæpt kíló af kókaíni fundustu um borð í Dettifossi. Í júlí fannst svo rúmlega helmingi stærri sending af amfetamíni í sama skipi. Alls fannst því rúmur tugur kílóa af amfetamíni og kókaíni í þessum tveimur sendingum. Enginn var handtekinn í tengslum við þessa fundi. Um miðjan september var svo hald lagt á 2000 skammta af LSD og var karlmaður í Vestmannaeyjum þá handtekinn. Í kjölfarið voru tveir karlmenn og ein kona handtekin í Reykjavík. Öðrum karlanna var sleppt úr haldi en hin tvö úrskurðuð í gæsluvarðhald. Nokkrum dögum síðar var karlmaður handtekinn í höfuðborginni og úrskurðaður í gæsluvarðhald og í gær var svo einn karl til viðbótar úrskurðaður í gæsluvarðhald sem fyrr segir. Hér á landi sitja því fimm í gæsluvarðhaldi í tengslum við þetta stóra fíkniefnamál. Til viðbótar sitja tveir Íslendingar í gæsluvarðhaldi í Hollandi. Krafist hefur verið framsals yfir öðrum þeirra. Ekki eru enn vísbendingar um að hinn sem situr í gæsluvarðhaldi ytra tengist smyglinu og því hefur ekki verið farið fram á að hann verði framseldur hingað til lands. Hann hefur áður verið framseldur í tengslum við hvarf Valgeirs Víðissonar fyrir áratug. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Karlmaður um þrítugt var í gær úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í tengslum við umfangsmikið smygl á kókaíni, amfetamíni og LSD. Þar með sitja sjö í gæsluvarðhaldi vegna málsins, fimm hér á landi og tveir í Hollandi. Maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í gær var handtekinn í gærmorgun. Hann er um þrítugt, búsettur í Reykjavík og hefur lítið komið við sögu fíkniefnamála áður. Ásgeir Karlsson, sem fer með rannsókn málsins, segir ekki ljóst enn hver hlutur hans sé í málinu en hann segir rannsókn málsins ganga ágætlega. Upphaf málsins má rekja aftur til marsmánaðar þegar þrjú kíló af amfetamíni og tæpt kíló af kókaíni fundustu um borð í Dettifossi. Í júlí fannst svo rúmlega helmingi stærri sending af amfetamíni í sama skipi. Alls fannst því rúmur tugur kílóa af amfetamíni og kókaíni í þessum tveimur sendingum. Enginn var handtekinn í tengslum við þessa fundi. Um miðjan september var svo hald lagt á 2000 skammta af LSD og var karlmaður í Vestmannaeyjum þá handtekinn. Í kjölfarið voru tveir karlmenn og ein kona handtekin í Reykjavík. Öðrum karlanna var sleppt úr haldi en hin tvö úrskurðuð í gæsluvarðhald. Nokkrum dögum síðar var karlmaður handtekinn í höfuðborginni og úrskurðaður í gæsluvarðhald og í gær var svo einn karl til viðbótar úrskurðaður í gæsluvarðhald sem fyrr segir. Hér á landi sitja því fimm í gæsluvarðhaldi í tengslum við þetta stóra fíkniefnamál. Til viðbótar sitja tveir Íslendingar í gæsluvarðhaldi í Hollandi. Krafist hefur verið framsals yfir öðrum þeirra. Ekki eru enn vísbendingar um að hinn sem situr í gæsluvarðhaldi ytra tengist smyglinu og því hefur ekki verið farið fram á að hann verði framseldur hingað til lands. Hann hefur áður verið framseldur í tengslum við hvarf Valgeirs Víðissonar fyrir áratug.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira